Samráð fyrirhugað 23.01.2023—28.02.2023
Til umsagnar 23.01.2023—28.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2023
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum

Mál nr. 15/2023 Birt: 23.01.2023 Síðast uppfært: 02.03.2023
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (23.01.2023–28.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum.

Til umsagnar eru drög að reglugerð um leyfi til notkunar lyfja af mannúðarástæðum í samræmi við 13. gr. lyfjalaga nr. 100/2020. Drögin eru unnin af starfshóp sem heilbrigðisráðherra skipaði en í honum sátu fulltrúar frá ráðuneytinu, Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri, embætti landlæknis og Lyfjastofnun.

Drögin byggja að stórum hluta á 83. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 726/2004. frá 31. mars 2004 um málsmeðferð Bandalagsins við veitingu leyfa fyrir manna- og dýralyfjum og eftirlit með þeim lyfjum og um stofnun Lyfjastofnunar Evrópu.

Markmiðið með reglugerðinni er að veita sjúklingum aðgengi að lyfjum af mannúðarástæðum sem eru í yfirstandandi klínískum prófunum eða lyfjum sem hafa ekki fengið markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu en sótt hefur verið um miðlægt markaðsleyfi fyrir.

Reglugerðin tiltekur þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að notkun mannalyfja af mannúðarástæðum sé heimiluð og þær málsmeðferðarreglur sem gilda.

Í reglugerðinni er sérstaklega kveðið á um reglur um kostnað og aðgengi að lyfjum á meðan þau eru notuð af mannúðarástæðum og eftir að þau hafa verið markaðssett.

Gerð er krafa um að lyf sem notuð eru af mannúðarástæðum séu sjúklingum að kostnaðarlausu, í samræmi við 8. mgr. 83. gr. fyrrnefndrar evrópureglugerðar. Þá er að auki gerð sú krafa að umsækjandi leyfis um notkun lyfs af mannúðarástæðum, þ.e. sá sem leggur til lyfið, tryggi sjúklingi sem hefur hafið notkun þess lyfs af mannúðarástæðum, áframhaldandi aðgang að því án kostnaðar svo lengi sem klínísk þörf er á lyfinu að mati meðferðarlæknis.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðjón Sigurðsson - 26.01.2023

MND á Íslandi fagnar því mjög að nú sé unnið að því að slíkri reglugerð sbr. 109 gr. lyfjalaga og væntum

við þess að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er þannig að þær stórkostlegu umbætur sem í

henni felast megi ná fram að ganga sem allra fyrst. Viljum við því, með þessari umsögn, leggja okkar

lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Lyfjafræðingafélag Íslands - 23.02.2023

Hér í viðhengi er umsögn LFÍ um reglugerðina.

F.h. LFÍ

Inga Lilý Gunnarsdóttir

Formaður LFÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Haraldur Erlendsson - 24.02.2023

Undirritaður geðlæknir þakkar þessa góðu reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum. Eitt atriði sem vekur áhyggjur og það er fjármögnun meðferðar. Jafnframt því að reglugerðin leggur til að sjúklingur borgi ekki fyrir meðferðina þarf að vera tryggt að sjúkratryggingar greiði lyfjakostnaðinn að fullu. Þetta verður nú mikilvægt amk. næstu tvö árin varðandi meðferð með hugvíkkandi efnum eins og MDMA og psilocybin/psilocin.

Afrita slóð á umsögn

#4 Lyfjastofnun - 27.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Lyfjastofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landssamtökin Þroskahjálp - 28.02.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Félag atvinnurekenda - 28.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Icepharma hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Frumtök-samtök framleiðenda frumlyfja - 28.02.2023

Sjá umsögn í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Öryrkjabandalag Íslands - 28.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ - réttindasamtaka.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Umhyggja - félag langveikra barna - 01.03.2023

Meðfylgjandi er umsögn Umhyggju - félags langveikra barna um drög að reglugerð um notkun mannalyfja af mannúðarástæðum.

Viðhengi