Umsagnarfrestur er 23.01.2023–06.02.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn
Um er að ræða drög menningar- og viðskiptaráðuneytisins að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014 um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.
Með reglugerðinni er ætlunin að innleiða tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/903 frá 3. júní 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB að því er varðar tiltekin viðmiðunarmörk fyrir anilín í tilteknum leikföngum, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 345/2021 frá 10. desember 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 807-810.
Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.
Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.