Samráð fyrirhugað 24.01.2023—07.02.2023
Til umsagnar 24.01.2023—07.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 07.02.2023
Niðurstöður birtar

Breyting á lögum í tengslum við raforkueftirlit Orkustofnunar

Mál nr. 17/2023 Birt: 24.01.2023
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (24.01.2023–07.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með lagasetningunni er áformað að bregðast við athugsemdum ESA sem varða kröfur raforkutilskipunar um sjálfstætt og óháð raforkueftirlit.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur haft til skoðunar lög og reglur sem varða kröfur tilskipunar ESB nr. 2009/72/EB um sjálfstæði raforkueftirlits. Að mati ESA tryggja raforkulög nr. 65/2003 og lög um Orkustofnun nr. 87/2003 ekki fyllilega sjálfstæði raforkueftirlits eins og gerð er krafa um í tilskipun ESB.

Í núgildandi raforkulögum og lögum um Orkustofnun kemur fram að stofnunin sé sjálfstæð í ákvörðunum sínum þegar hún sinnir raforkueftirliti samkvæmt raforkulögum.

Helstu athugasemdir ESA gagnvart löggjöfinni eru að:

• Skortur sé á skýrri aðgreiningu raforkueftirlitsins og Orkustofnunar

• Ekki sé gerð krafa um að raforkueftirlitið setji sér eigin starfsreglur

• Sjálfstæði raforkueftirlits gagnvart Orkumálastjóra sé ekki fullnægjandi

• Fjárveiting Orkustofnunar og raforkueftirlitsins sé ekki aðskilin.

Áform um lagasetninguna eru opin til samráðs til 7. febrúar nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þórólfur Nielsen - 07.02.2023

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn Landsvirkjunar vegna málsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök iðnaðarins - 07.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um breytingar á lögum í tengslum við raforkueftirlit Orkustofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Baldur Dýrfjörð - 07.02.2023

Hjálögð er umsögn Samorku.

Virðingarfyllst

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku

Viðhengi