Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.1.–14.2.2023

2

Í vinnslu

  • 15.2.–19.10.2023

3

Samráði lokið

  • 20.10.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-18/2023

Birt: 24.1.2023

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Niðurstöður

Sjá mál nr. 83/2023

Málsefni

Draga úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu og tryggja réttaröryggi sjúklinga í þeim tilvikum sem nauðung er beitt.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga þar sem lagðar eru til breytingar sem fela meðal annars í sér styrkingu á þeirri meginreglu að beiting nauðungar sé óheimil. Frumvarpið var fyrst lagt fram á 151. löggjafarþingi (563. mál) en náði þá ekki fram að ganga og var því lagt fram öðru sinni á 152. löggjafarþingi (150. mál), nánast óbreytt en að teknu tilliti til breytingartillagna frá velferðarnefnd. Vegna athugasemda ýmissa hagsmunasamtaka sjúklinga um skort á samráði við gerð frumvarpsins ákvað heilbrigðisráðherra að afturkalla frumvarpið og setja á fót samráðshóp notenda. Þeim samráðshópi var falið að fjalla um frumvarp út frá sjónarhorni notenda og leggja til breytingar á frumvarpinu í því augnamiði að ná breiðari sátt um málið. Samráðshópurinn var skipaður fulltrúum sem tilnefndir voru af landssamtökunum Geðhjálp, Landssambandi eldri borgara, Hugarafli, Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp auk tveggja fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem voru skipaðir án tilnefningar. Meginniðurstaða samráðhópsins var að leggja skuli áherslu á að í lögum um réttindi sjúklinga verði sú meginregla styrkt að beiting nauðungar sé óheimil. Þá var það niðurstaða samráðshópsins að ólíklega yrði hjá því komist að í neyðartilfellum yrði nauðung beitt, annars vegar til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða hins vegar til að tryggja öryggi sjúklings. Hópurinn taldi nauðsynlegt að settar væru skýrar reglur m.t.t. einstaklingsbundins mats á aðstæðum, verklagi framkvæmdar, skráningar í sjúkraskrá, tilkynningaskyldu til eftirlitsaðila, innri og ytri endurskoðun (kæru) og tryggja þyrfti að þessum reglum sé ávallt fylgt ef til beitingu nauðungar í neyðartilfelli kemur. Samráðshópurinn taldi æskilegt að stjórnvöld, heilbrigðistofnanir, fagfólk, notendur og aðstandendur starfi áfram saman að því markmiði að draga úr beitingu nauðungar á heilbrigðisstofnunum í íslensku samfélagi og afleiðingum þess fyrir sjúklinga. Í því samhengi taldi hópurinn nauðsynlegt að í reglugerð tengdum lögum þessum kæmi fram að stofnanir séu skyldugar til að veita viðrun og úrvinnslu fyrir sjúkling strax í kjölfar beitingu nauðungar, innleiða verklag er lýsir framkvæmd samtals og skráningar meðferðaráætlunar fyrir hvern sjúkling í kjölfar neyðartilfellis þar sem nauðung var beitt. Einnig skyldi því lýst í reglugerð hvernig útfærsla úrvinnslu og ráðgjafar skyldi háttað fyrir sjúklinga sem upplifa langvarandi afleiðingar af beitingu nauðungar. Þær tilteknu breytingar sem samráðshópurinn lagði til hafa það allar að leiðarljósi að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi, tryggja frekar tilkynningarskyldu heilbrigðisstofnanna og auka réttaröryggi sjúklinga almennt. Tekið er tillit til allra tillagna samráðshópsins í frumvarpsdrögum. Þá hefur tillaga samráðshópsins um færslu úrskurðarhlutverks frá sérfræðiteymi verið útfærð og lagt er til að hlutverk það verði hjá úrskurðanefnd velferðarmála en þó með þeim hætti að fulltrúi notenda ásamt heilbrigðisstarfsmanni með þekkingu á málaflokknum sitji í nefndinni í málum vegna beitingu nauðungar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is