Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.1.–22.2.2023

2

Í vinnslu

  • 23.2.2023–

Samráði lokið

Mál nr. S-19/2023

Birt: 27.1.2023

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Reglugerð um atvinnusjúkdóma

Málsefni

Til samráðs eru drög að reglugerð um atvinnusjúkdóma og listi yfir bótaskylda atvinnasjúkdóma sem byggir á lista Evrópusambandsins um sama efni.

Nánari upplýsingar

Hinn 12. nóvember 2021 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp og fól honum að setja saman drög að reglugerð með yfirliti yfir bótaskylda atvinnusjúkdóma, sbr. lög nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga, með síðari breytingum. Starfshópurinn samanstóð af fulltrúum frá Vinnueftirlitinu, heilbrigðisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Sjúkratryggingum Íslands, ASÍ, BHM, BSRB, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Með þeim breytingum sem gerðar vorum á lögum um slysatryggingar almannatrygginga sem samþykktar voru á Alþingi 13. júní 2021 var ætlunin að skýrt yrði að tryggingarvernd laganna næði einnig til bótaskyldra atvinnusjúkdóma. Við lögin bættist ný grein þar sem atvinnusjúkdómar voru skilgreindir í fyrsta skipti hér á landi. Atvinnusjúkdómur er nú skilgreindur sem sjúkdómur sem orsakast af vinnu að aðstæðum í starfsumhverfi. Þannig er lögð áhersla á að orsakasamband við vinnu liggi fyrir.

Fyrrgreindur starfshópur vann drög að reglugerð um atvinnusjúkdóma og byggja drögin sem nú liggja fyrir til samráðs alfarið á þeim tillögum. Jafnframt lagði hópurinn til að tekin yrði upp listi Evrópusambandsins yfir atvinnusjúkdóma. Listinn kemur fram í viðauka með reglugerðinni. Þá lét hópurinn þýða leiðbeiningar Evrópusambandsins um greiningu atvinnusjúkdóma sem jafnframt eru sett inn í samráðsgáttina sem fylgiskjal.

Reglugerðardrögin byggja á leiðbeiningum Evrópusambandsins um greiningu atvinnusjúkdóma og skiptast í þrjá kafla. Í I. kafla er gildissvið reglugerðarinnar afmarkað þannig að reglugerðin nái til viðurkenningar á rétti slysatryggðra, skv. lögum nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, til bóta vegna atvinnusjúkdóma. Markmiðið sé að tryggja slysatryggðum bætur vegna atvinnusjúkdóma sem slysatryggðir greinast með óháð tekjum þeirra. Í II. kafla er eru ákvæði um hlutverk Sjúkratrygginga Íslands sem annast framkvæmd reglugerðarinnar, hvernig umsóknum skuli háttað og heimild til að kæra ákvarðanir til úrskurðarnefndar velferðarmála. Í III. kafla eru ákvæði um nauðsyn þess að orsakasamband þurfi að vera til staðar við vinnu eða aðstæður í vinnuumhverfi svo sjúkdómur, sem fram komi á lista viðauka I við reglugerðina, teljist atvinnusjúkdómur. Þá byggir 7. gr. reglugerðardraganna á ákveðnum grunnþáttum úr leiðbeiningum Evrópusambandsins um greiningu atvinnusjúkdóma.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is