Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.1.–13.2.2023

2

Í vinnslu

  • 14.2.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-20/2023

Birt: 26.1.2023

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Neyðarbirgðir eldsneytis

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir áform um frumvarp til laga um neyðarbirgðir eldsneytis

Nánari upplýsingar

Í íslenskri löggjöf er ekki tilgreindur aðili sem ber ábyrgð á að til séu neyðarbirgðir eldsneytis eða hversu miklar þær skulu vera. Engin krafa er sett á stjórnvöld eða atvinnulíf að halda uppi lágmarksbirgðum eldsneytis sem nýta mætti í aðstæðum sem takmarka eða útiloka afgreiðslu eldsneytis til Íslands. Á meðan Ísland er háð jarðefnaeldsneyti getur skortur á því takmarkað mjög hefðbundna virkni samfélagsins. Vöruflutningar, samgöngur og atvinnulíf getur lamast ef ekki er til taks orkugjafi til að knýja slíkt áfram.

Í orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að nægt framboð eldsneytis sé forsenda öryggis á fjölmörgum sviðum, m.a. fæðuöryggis, almennra samgangna, löggæslu og sjúkraflutninga. Þar er gert ráð fyrir að öryggisbirgðir olíu verði tiltækar í því skyni að tryggja orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika þar til orkuskiptum er náð.

Áformað er að leggja fram nýja heildarlöggjöf um birgðahald jarðefnaeldsneytis. Birgðaskyldan verði innleidd í skrefum yfir nokkurra ára tímabil. Orkustofnun fari með eftirliti með með framkvæmd laganna.

Áform um lagasetninguna eru opin til samráðs til 13. febrúar nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Magnús Dige Baldursson

magnus.baldursson@urn.is