Samráð fyrirhugað 27.01.2023—10.02.2023
Til umsagnar 27.01.2023—10.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 10.02.2023
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 (heimilisofbeldi)

Mál nr. 21/2023 Birt: 27.01.2023
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (27.01.2023–10.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn (heimilisofbeldi).

Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að áfram skuli unnið markvisst að aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, að réttarstaða brotaþola skuli bætt og forvarnir og fræðsla skuli efld. Réttarstaða brotaþola verði bætt með skýrari heimild heilbrigðisstarfsfólks til að bregðast við einni birtingarmynd kynbundins ofbeldis, sem er heimilisofbeldi. Þannig myndi verða til tenging milli heilbrigðiskerfisins og réttarvörslukerfisins.

Með því frumvarpi sem hér er kynnt til samráðs er lagt til að skýrt verði kveðið á um í lögum að heilbrigðisstarfsmenn hafi heimild til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi að beiðni sjúklings.

Tilgangur frumvarpsins er að uppfylla markmið ríkisstjórnarsáttamálans, ásamt því að íslensk stjórnvöld, þ.m.t. heilbrigðisstofnanir, uppfylli betur þau sjónarmið sem sett eru fram í samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Samningurinn var fullgiltur hér á landi þann 9. maí 2018.

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpið er til og með 10. febrúar 2023.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 08.02.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 (heimilisofbeldi)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Félag ísl. hjúkrunarfræðinga - 21.02.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Landspítali - 21.02.2023

Viðhengi