Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.2.2023

2

Í vinnslu

  • 16.2.–6.3.2023

3

Samráði lokið

  • 7.3.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-22/2023

Birt: 31.1.2023

Fjöldi umsagna: 131

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp að nýju svæðaskipting aflaheimilda við strandveiðar og einnig eru þar ákvæði um flutning aflaheimilda milli tímabila og fiskveiðiára.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að strandveiðar verða hér eftir svæðaskiptar líkt og var fyrir gildistöku laga nr. 22/2019. Aflaheimildum verður skipt á landsvæði og tímabil en ekki lengur miðað við að heimilt verði að stunda veiðar frá öllum landsvæðum þar til veitt hefur verið það heildaraflamagn sem ráðstafað er til strandveiða. Fyrirhugað er að skipting aflaheimilda grundvallist á fjölda báta sem skráður er á hvert svæði fyrir sig á hverju ári. Þannig verði þeim aflaheimildum sem er til ráðstöfunar skipt jafnt enda sé jafnræði milli svæða best tryggt á þann máta. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði og viðmiðunar- og útreikningsreglur um ráðstöfun og flutning aflaheimilda. Þar sem veiðum er skipt á landsvæði þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar frá hverju landsvæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers tímabils á viðkomandi landsvæði verði náð. Gert er ráð fyrir ákvæði um flutning aflaheimilda milli tímabila og landsvæða innan fiskveiðiársins og einnig verður heimilt að flytja óveiddar aflaheimildir í lok fiskveiðiárs fyrir á næsta fiskveiðiár.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is