Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.2.2023

2

Í vinnslu

  • 18.2.–14.6.2023

3

Samráði lokið

  • 15.6.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-24/2023

Birt: 3.2.2023

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996 (geymsla og nýting fósturvísa og kynfrumna)

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust um málið og eru þær reifaðar í 5. kafla frumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi í mars 2023 og samþykkt sem lög 9. júní 2023 með þeim breytingum sem velferðarnefnd gerði á málinu.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996.

Nánari upplýsingar

Frumvarp þetta er samið í heilbrigðisráðuneytinu og felur í sér breytingu á ákvæðum laganna sem kveða á um eyðingu kynfrumna og fósturvísa við andlát eða sambúðarslit þrátt fyrir að geymslutími þeirra sé ekki liðinn. Frumvarpið miðar að því að virða vilja pars sem hefur í tengslum við tæknifrjóvgunarferli geymt kynfrumur eða fósturvísa. Lýtur sú breyting að því að einstaklingum er heimilt að samþykkja notkun fyrrverandi eða eftir atvikum eftirlifandi maka á kynfrumum eða fósturvísum en ekki skal sjálfkrafa eyða kynfrumum eða fósturvísum ef svo ber undir að annar aðilinn andast eða hjúskap eða sambúð aðila lýkur.

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpið er til og með 17. febrúar 2023.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

kristin.gudmundsdottir@hrn.is