Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.2.–7.3.2023

2

Í vinnslu

  • 8.3.–13.6.2023

3

Samráði lokið

  • 14.6.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-25/2023

Birt: 3.2.2023

Fjöldi umsagna: 11

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum

Niðurstöður

Gerðar breytingar á drögum m.t.t. umsagna.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum.

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum.

Breytingarnar fela í sér að heilbrigðisstarfsmenn, til viðbótar við hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, sem koma að lyfjameðferð sjúklings á heilbrigðisstofnun og uppfylla náms- og þjálfunarkröfur sem embætti landlæknis setur, megi taka lyf úr lyfjageymslu, sinna lyfjatiltekt og skammta sjúklingi lyf.

Heilbrigðisráðuneytið mun fela embætti landlæknis að móta náms- og þjálfunarkröfur, eftir mismunandi lyfjaformum og lyfjategundum, sem eru nauðsynlegar til að heilbrigðisstarfsmaður teljist hafa þá færni sem krafist er m.t.t. öryggi sjúklinga sem liggja á heilbrigðisstofnunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is