Samráð fyrirhugað 10.02.2023—24.02.2023
Til umsagnar 10.02.2023—24.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 24.02.2023
Niðurstöður birtar

Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu

Mál nr. 30/2023 Birt: 10.02.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (10.02.2023–24.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Hér er lögð fram tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Mótun landbúnaðarstefnunnar á sér langan aðdraganda. Þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði samráðshóp um fyrri endurskoðun búvörusamningaárið 2018 og meðal þess sem hópurinn lagði til var að unnin yrði sviðsmyndagreining um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Í kjölfarið vann KPMG sviðsmyndagreiningu og fól hún í sér umfangsmikla gagnaöflun með þátttöku yfir 400 manns meðal annars með viðtölum, netkönnun, opnum fundum á sex landsvæðum og greiningu á opinberum gögnum. Í sviðsmyndagreiningunni var hvatt til þess að unnin yrði landbúnaðarstefna og var verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland skipuð þann 15. september 2020. Í heildina hélt verkefnisstjórnin um 70 fundi með gestum og tók auk þess saman og kynnti sér mikið safn ritaðra heimilda. Þann 30. mars 2021 skilaði verkefnisstjórnin ráðherra umræðuskjalinu Ræktum Ísland! Umræðuskjalið var sett á samráðsgátt stjórnvalda og bárust alls 24 umsagnir til ráðuneytisins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til 10 funda um land allt ásamt opnum rafrænum fundi til að ræða skjalið og kalla eftir hugmyndum og ábendingum en tæplega 300 manns tóku þátt í fundunum. Í kjölfarið vann verkefnisstjórnin úr þeim umsögnum sem bárust, bæði á samráðsgátt og framangreindum fundum, og skilaði skjalinu Landbúnaðarstefnan Ræktum Ísland! þann 19. ágúst. 2021.

Þingsályktunartillaga þessi byggir á grunni skjalsins Ræktum Ísland!, en þó hefur verið tekið mið af annarri stefnumótun á málefnasviðinu sem unnin hefur verið og birt eftir útgáfu Ræktum Ísland! Fyrst ber þar að nefna stjórnarsáttála ríkisstjórnarinnar sem tók við í lok nóvember 2021. Í febrúarlok 2022 kynnti matvælaráðherra síðan áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla. Tillögum og greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands um aðgerðir til að bæta fæðuöryggi Íslands var skilað til ráðuneytisins í apríl 2022 og Land og líf, sameinuð stefna fyrir landgræðslu og skógrækt var birt í ágúst 2022. Ráðherra kynnti drög nýrrar matvælastefnu í nóvember 2022 og er henni ætlað að skapa leiðarljós fyrir stefnumörkun í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi sem heyra undir matvælaráðuneytið. Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu er lögð fram samhliða þessari tillögu. Þingsályktunartillagan er einnig unnin með hliðsjón af áherslum matvælaráðherra sem og nýs matvælaráðuneytis eftir að það tók til starfa þann 1. febrúar 2022. Til viðbótar tekur tillagan mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað eftir útgáfu Ræktum Ísland! Heimsfaraldurinn og innrás Rússlands í Úkraínu hafa breytt ýmsum forsendum sem áður voru taldar sjálfgefnar. Í þingsályktunartillögunni er því m.a. aukin áhersla lögð á fæðuöryggi, loftslagsmál og hringrásarhagkerfi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skagafjörður - 16.02.2023

Á 35. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr. 30/2023 „Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu“ og þannig bókað.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040 og leggur áherslu á að staðinn sé vörður um innlenda búvöruframleiðslu, mikilvægi hennar er óumdeilt. Í tillögunni koma fram mörg mikilvæg og góð markmið sem öll lúta meira og minna í þá átt að efla enn frekar innlenda framleiðslu landbúnaðarvara en um leið að það verði gert á sem umhverfisvænastan hátt með bæði hagsmuni neytenda, dýra og framleiðenda að leiðarljósi. Byggðarráð vill minna á að í heiminum er hörð samkeppni um framleiðslu á matvælum. Jafnframt er hið alþjóðlega regluverk flókið samhliða þeirri staðreynd að framleiðsluskilyrði, umhverfi og regluverk í löndum eru mismunandi. Til að stefna sem þessi nái markmiðum sínum verður tvennt að gerast. Annars vegar er nauðsynlegt að fyrir liggi samþykkt og fjármögnuð aðgerðaáætlun um hvernig stjórnvöld ætli að ná settum markmiðum í landbúnaðaráætluninni. Hitt sem einnig er mikilvægt er að stjórnvöld hverju sinni að hafi kjark til að taka mið af íslenskum aðstæðum við setningu laga og reglugerða þannig að innlend framleiðsla líði ekki fyrir legu landsins, vegalengdir og þær litlu framleiðslueiningar sem hér eru í samanburði við öll okkar helstu nágrannalönd. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að stjórnvöld vandi sig betur en gert hefur verið þegar lög og reglugerðir erlendis frá eru innleidd fyrir íslenskar aðstæður en þá virðist oft skorta að horft sé til íslenskra staðhátta. Það að framleiða heilbrigðar og góðar landbúnaðarvörur með jafn heilbrigðum framleiðsluaðferðum og hér eru notaðar, og stefnt er að gera ennþá betri, kostar líka bæði rannsóknir og vinnu sem verður að fjármagna af hálfu hins opinbera. Byggðarráð styður einnig aukna aðkomu hins opinbera að aukinni framleiðslu korns, grænmetis og fleiri vöruflokka sem ekki hafa hlotið tilhlýðilegan stuðning til jafns við það sem gert er erlendis. Það er mikilvægt að efla þessa framleiðslu en það má ekki gerast á kostnað þeirra greina sem fyrir eru í framleiðslu búvara en standa þarf vörð um grundvöll þeirra. Gerum Ísland sjálfbært í sem allra flestum vöruflokkum.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 21.02.2023

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Jónas Davíð Jónasson - 23.02.2023

Landbúnaðarstefna íslands er í raun alveg gagnlaus nema sé til staðar aðgerðaráætlun.

Í hluta sem fjallar um alþjóðamál er meira og minna verið að ota því að tollar verði feldir á landbúnaðarvörum og íslenskur landbúnaður verði að keppa við erlendan innfluttning. Íslenskur landbúnaður getur engan vegin keppt við vörur sem eru framleiddar ódýrt erlendis.

Þær landbúnaðarafurðir sem eru fluttar inn til landsins yrðu að vera í sama gæðaflokki og okkar eigin. takmarka ætti að flytja inn landbúnaðarvörur frá löndum sem nota sýklalyf í óhófi í þági lýðheislu. ísland hefur þá sérstöðu að nota lítið að sýklalyfjum og þar með hafa kvilar sem sýklalyfjanotkun fylgir verið í lámarki. Höldum því þannig. Ásmt því þarf dýravelferð að vera í hávegum höfð. Í stað þess að flytja inn landbúnaðarvörur væri skynsamlegra að efla innlenda ræktun og um leið fengjum við þetta matvælaöryggi sem sífelt er talað um. Auðvitað er farið fögrum orðum um eflingu landbúnaðarins en hún þarf að vera þó nokkur ef við eigum að fara í samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur.

Þegar kemur að styrkjakerfi landbúnaðarins er talað um að fjölga stoðum undir bændur og styrkja þá óháð framleiðslu.

Ég les ekki betur úr því að það eigi að leggja niður framleiðslutengdan stuðning þar með talið mjólkurkvóta. Hvatt er til þess að draga úr framleiðslutengdum stuðning til bænda í skýrsluni ræktum ísland sem landbúnaðarstefnan tekur mið af. Nú þegar er verið að trappa niður greiðslumark sauðfjárbænda þvert á vilja bænda. Það væri hægt að nota þá aðgerð sem fordæmi til þess að trappa niður mjólkurkvótan. Og ef eithver mótmælir því þá er bent á plaggið landbúnaðarstefna íslands og sagt að þetta hafi verið samþykkt fram í tíman.

Við þurfum aðgerðaáætlun til að taka allan efa úr dæminu. Að samþykkja þessa stefnu án aðgerðaráætlunar er eins og að rétta stjórnvöldum hreint blað sem hægt að skrifa hvað sem þeim dettur í hug skjóli landbúnaðarstefnu íslands.

Afrita slóð á umsögn

#4 Ragnar Árnason - 24.02.2023

Umsögn fylgir í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Skógræktin - 24.02.2023

Umsögn í viðh., bestu kveðjur, Skógræktin

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Dalabyggð - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar við málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Egill Gautason - 24.02.2023

Umsögn mín er í viðhengi.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Félag atvinnurekenda - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Skipulagsstofnun - 24.02.2023

Hér kemur umsögn Skipulagsstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 24.02.2023

Góðan dag,

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Náttúrufræðistofnun Íslands - 24.02.2023

Umsögn Náttúrufræðistofnunar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Samband íslenskra sveitarfélaga - 24.02.2023

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Neytendasamtökin - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að tillögum til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til 2040 og matvælastefnu til sama árs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Auðhumla svf. - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Auðhumlu svf. um fyrirliggjandi drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. - 24.02.2023

Sjá hjálagða umsögn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Bændasamtök Íslands - 24.02.2023

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Húnaþing vestra - 24.02.2023

Áföst er umsögn sveitarstjórnar Húnaþings vestra fyrirliggjandi drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu, mál nr. 30/2023.

F.h. sveitarstjórnar,

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Slow Food í Reykjavík, félagasamtök - 24.02.2023

Hjálög er umsögn Slow Food Reykjavík samtakanna varðandi landbúnaðarstefnu.

Fyrir hönd stjórnar.

Dóra Svavarsdóttir

Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Eygló Björk Ólafsdóttir - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn VOR (Verndun og ræktun) félag um lífræna ræktun og framleiðslu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Karólína Elísabetardóttir - 24.02.2023

Í heild sinni kemur landbúnaðarstefnan með marga góða punkta og það er augljóst að einnig margir bændur eiga hlut í henni, ekki bara stjórnmálamenn – sem okkur finnst jákvætt. Samt er ýmislegt eftir sem virðist yfirborðskennt, mótsagnakennt eða meira að segja skaðlegt fyrir íslenska landbúnaðinn, dreifðu byggðir og íslenska samfélagið sem heild.

Tökum undir umsagnir eftir:

• byggðarráð sveitarfélags Skagafjarðar (16.2.)

• Jónas Davíð Jónasson (23.2.)

Auk þess langar okkur að bæta nokkrum grunnvallaratriðum við.

Varðandi “samkeppni” og brottfall tollverndar.

Drögin má greinilega túlka þannig að það er gert ráð fyrir hámarks samkeppni (sjá m.a. atriði 6.1).

Samkeppni á milli landbúnaðarvara leiðir ekki til þess að “sá besti vinnur” (eins og gjarnan er notað sem rök) heldur “sá ódýrasti vinnur”. Það er algjör misskilningur að það þurfi aðeins smá hagræðingu í landbúnaði til að framleiða ódýrar vörur.

Svo er það staðreynd, að bændur ekki ráða verði til neytenda heldur verslanir – bændur fá einungis lítið brot af því sem neytandinn borgar í búðinni. Ef markmið er að lækka verðið (sjá líka atriði 6.2, “í þágu neytenda”) ætti að vera fyrsta skrefið að lækka þessa gríðarlega háu álagningu verslananna – sem er miklu hærri til dæmis en í Miðevrópu. Innflutningur leiðir ekki til lækkaðs neytendaverðs – bara tvö dæmi sem sýndu það gagnstæða: nautakjöt og (mikið í umræðu) frosnar franskar kartöflur.

Ódýr framleiðsla er ekki hægt nema að minnka gæðin. Sá sem vill frjálsa samkeppni og ótakmarkaðan innflutning landbúnaðarvara vill óhjákvæmilega þar með líka:

• risabú sem eru verksmiðjur, ekki fjöldskyldubú/”bóndabær”

• rof tilfinningalega tengingu á milli manns og skepnu

• notkun hormóna til að auka vöxt

• notkun syklalyfja í öll (!) dýr í sama skyni og fyrirbyggjandi gegn smit

• lágmarks pláss, hámarks stress og engin útivist

• dýraflutninga í mörg hundruð kílómetra við slæmar aðstæður

Því miður er það engar ýkjur heldur endurspeglar “hefðbundinn” landbúnað í mörgum löndum og einmitt þeim löndum sem eru að flytja út kjöt til Íslands. (Það er ástæðan fyrir því að fleiri og fleiri í þessum löndum hætta að borða kjöt eða velja lífrænt í staðinn.)

Við spyrjum: Eiga þessar ofangreindu aðstæður að vera stefnan?

Ísland er í þeirri öfundverðri stöðu að hefðbundni landbúnaðurinn, allavega sauðfjárbúskapur og kúabúskapur er – bara úr sjálfum sér – mjög líkur því sem kallast lífrænn í öðrum löndum. Fjölskyldubúskapur þar sem bændum þykir vænt um sínar skepnur og dýravelferð er í hávegum höfð. Sérstaklega sauðfé er að lifa eins og villifé á sumrin, býr þess vegna yfir hæfileika sem glötuðust hjá öðrum sauðfjárkynjum. Það kann að bjarga sér og nýtir í leiðinni auðlindir sem er ekki hægt að nýta á annan hátt – gróður sem ekki er hægt að nota til manneldis. Kjarnfóður ( = samkeppni við mannamat) skiptir bara mjög litlu máli. Það er einmitt það sem kallast “sjálfbært”.

“Neytandinn á að hafa val” og “neytandinn vill dýravelferð” – reynslan í öðrum löndum og einnig á Íslandi sýnir að hjá langflestum ræðir buddan. Fólk velur ódýrt kjöt, þótt það sé fullt af syklalyfjum, hormónum og framleitt undir ömurlegum kringumstæðum. Bara hlutfallslega fáir eru til í að borga viljandi meira til að fá betri gæði. Þessir fáu duga ekki til að bjarga hefðbundna íslenska landbúnaðinn.

Þessi landbúnaður – fjölskyldubú, dýravænn, með hágæðaafurðir – virkar eingöngu sem þétt “net” bænda sem eru að aðstoða hvern annan og vinna saman. Ef netið verður götótt (þar sem bændur hætta) þá veikist það meira og meira, þeir sem eftir eru búa undir miklu erfiðari kringumstæðum. Núverandi staða er mjög viðkvæm – hér er ekki hægt nema hvítt (virkt net) eða svart (ekkert net = enginn íslenskur landbúnaður, allt flutt inn í staðinn). Ekki að gleyma byggðafestu þar sem landbúnaðurinn er ómissandi stoð.

Við spyrjum: Á að fórna íslenska landbúnaðinn sem heild á altari samkeppnishyggju?

Ef við viljum ekki forna sérstæðu og heilnæmi hefðbundna íslenskra landbúnaðarvara, en viljum samt samkeppni, þá þarf þessi samkeppni að eiga sér stað á sanngjarnan hátt. Þá þarf að gera nákvæmlega sömu kröfur til þeirra og til innlendra (sjá umsögn byggðarráðs sveitarfélags Skagafjarðar). Það þýðir að það verður að banna allur innflutningur kjöts úr verksmiðjum og eingöngu má flytja inn lífrænt kjöt. Það sama á við grænmeti – eða mjólkurvörur.

Annars á sér þessi “samkeppni” stað á mjög ólíkum forsendum – ímyndum okkur kapphlaup þar sem annar þáttakandi er á hjólaskautum, á meðan hinn er í þungum fjallgönguskóm.

Viljum við svoleiðis ósanngjarna “samkeppni”? Hver vinnur hér – samfélagið og dýrin eða takmarkaður hópur einstaklinga?

Landnámskyn – sérstæða á heimsvísu.

Hvergi í drögunum er tekið tillit til sérstæðu íslensku búfjárkynjanna, hún er hvergi nefnd, ekki einu sinni í 3.3. sem getur “vörð um erfðaauðlindir í íslenskum landbúnaði“. Það er einstakt á heimsvísu að hefðbundni íslenski landbúnaðurinn byggir alfarið á búfjárkynjum frá landnámu. Innflutningartilraunirnar í gegnum aldir hafa verið eingöngu í smáum stíl og haft erfðafræðilega hverfandi áhrif á heildarstofninn; innflutningur mjólkurkúa, sauðfjár, geitfjár og hrossa hefur verið algjörlega bannaður síðan 1948.

Íslensk hross, íslenskar mjólkurkýr, íslenskt sauðfé og íslenskar geitur teljast þar með að þeim elstu kynin sem til eru í heiminum; í öðrum löndum eru svoleiðis kyn löngu útdauð eða í útrýmingarhættu. Ísland er í þeirri öfundsverðri stöðu að þessi kyn, sem eru fullkomlega aðlöguð að íslenskum aðstæðum, eru þökk markvissri ræktun, arðbær og fram á þennan dag grunnur alls hefðbundins landbúnaðar. Íslenskt sauðfé er meira að segja afurðamesta sauðfjárkynið heimsins.

Ekkert annað land í vestrænum heimi eða í heiminum öllum býr yfir slíka auðlind og slíkan erfðafjölbreytileika innan sama kynsins. Eina trygga leiðin til að varðveita þessa ómetanlega auðlind er að nota eingöngu þessi kyn áfram; engin önnur “verndunaráætlun” er eins öflug og á sama tíma eins hagstæð, eins og reynslan í öðrum löndum sýnir. Þessi kyn eru sett í hættu með innflutningi á dýraafurðum, sérstaklega hráu kjöti og hráum mjólkurvörum, sem getur auðveldlega borið hættuleg smit með sér eins og margoft hefur verið bent á. Ein ástæða í viðbót fyrir að takmarka innflutning af kjöti, mjólkurvörum og fleiri dýraafurðum sem allra mest.

Í þessu samhengi er sérstaklega bent á að atriði 10.2. “[...] stutt verði við framleiðslu óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð [...]“ virkar sérstaklega neikvætt á íslensku kynin; þá er ekki lengur lögð áhersla á kúa- og sauðfjárbúskap og geitabúskapur styrktur sem skiptir höfuðmáli varðandi afkomu þessara bænda – og þar með varðveislu kynjanna og einnig varðveislu ofangreints „bændanets“. Að okkar mati er nauðsynlegt að stuðningur verði áfram bundinn framleiðslu í hefðbundnum búskap (sauðfjár-, geita- og nautgriparækt). Ef það á að styrkja aðra starfsemi, þá komi nýtt fjármagn til þess úr nýjum samningum eða öðrum pottum en búvörusamningum.

Í lokin: skógræktarland/landbúnaðarland

Atriði 4 kemur með mjög áhugaverða punkta að okkar mati. Okkur langar að benda á eitt:

Þótt skógræktendur kalli sig oft „skógarbændur“ er skýr greinarmunur á landbúnaði með „ósnerta“ úthaga, túnrækt og kornrækt annars vegar (eiginlegt „landbúnaðarland“) og skógrækt nytjaskóga annars vegar, sérstaklega með barrtrjám, sem veldur óafturkræfum breytingum í jarðvegi og heildarvistkerfinu, burtséð frá ytri myndinni „menningarlandslagsins“. Það þarf að hafa í huga.

Áhugahópur um framfaramál í íslenskum landbúnaði

f.h. hópsins: Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð

Afrita slóð á umsögn

#22 Karólína Elísabetardóttir - 24.02.2023

Fylgiskjal (7 blaðsíður) varðandi umsögnina okkar, Áhugahóps um framfaramál í íslenskum landbúnaði, sem var send inn kl 22:20 í dag.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Samtök fyrirtækja í landbúnaði - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Anna Kristín Daníelsdóttir - 24.02.2023

Umsögn Matís ohf. um drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, mál nr. 30/2023.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Hafliði Halldórsson - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn mín um drög að landbúnaðarstefnu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Samtök ungra bænda - 24.02.2023

Hjálögð er umsögn frá stjórn Samtaka ungra bænda hvað málið varðar.

Viðhengi