Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–24.2.2023

2

Í vinnslu

  • 25.2.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-30/2023

Birt: 10.2.2023

Fjöldi umsagna: 26

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu

Málsefni

Hér er lögð fram tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Nánari upplýsingar

Mótun landbúnaðarstefnunnar á sér langan aðdraganda. Þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði samráðshóp um fyrri endurskoðun búvörusamningaárið 2018 og meðal þess sem hópurinn lagði til var að unnin yrði sviðsmyndagreining um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Í kjölfarið vann KPMG sviðsmyndagreiningu og fól hún í sér umfangsmikla gagnaöflun með þátttöku yfir 400 manns meðal annars með viðtölum, netkönnun, opnum fundum á sex landsvæðum og greiningu á opinberum gögnum. Í sviðsmyndagreiningunni var hvatt til þess að unnin yrði landbúnaðarstefna og var verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland skipuð þann 15. september 2020. Í heildina hélt verkefnisstjórnin um 70 fundi með gestum og tók auk þess saman og kynnti sér mikið safn ritaðra heimilda. Þann 30. mars 2021 skilaði verkefnisstjórnin ráðherra umræðuskjalinu Ræktum Ísland! Umræðuskjalið var sett á samráðsgátt stjórnvalda og bárust alls 24 umsagnir til ráðuneytisins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til 10 funda um land allt ásamt opnum rafrænum fundi til að ræða skjalið og kalla eftir hugmyndum og ábendingum en tæplega 300 manns tóku þátt í fundunum. Í kjölfarið vann verkefnisstjórnin úr þeim umsögnum sem bárust, bæði á samráðsgátt og framangreindum fundum, og skilaði skjalinu Landbúnaðarstefnan Ræktum Ísland! þann 19. ágúst. 2021.

Þingsályktunartillaga þessi byggir á grunni skjalsins Ræktum Ísland!, en þó hefur verið tekið mið af annarri stefnumótun á málefnasviðinu sem unnin hefur verið og birt eftir útgáfu Ræktum Ísland! Fyrst ber þar að nefna stjórnarsáttála ríkisstjórnarinnar sem tók við í lok nóvember 2021. Í febrúarlok 2022 kynnti matvælaráðherra síðan áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla. Tillögum og greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands um aðgerðir til að bæta fæðuöryggi Íslands var skilað til ráðuneytisins í apríl 2022 og Land og líf, sameinuð stefna fyrir landgræðslu og skógrækt var birt í ágúst 2022. Ráðherra kynnti drög nýrrar matvælastefnu í nóvember 2022 og er henni ætlað að skapa leiðarljós fyrir stefnumörkun í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi sem heyra undir matvælaráðuneytið. Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu er lögð fram samhliða þessari tillögu. Þingsályktunartillagan er einnig unnin með hliðsjón af áherslum matvælaráðherra sem og nýs matvælaráðuneytis eftir að það tók til starfa þann 1. febrúar 2022. Til viðbótar tekur tillagan mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað eftir útgáfu Ræktum Ísland! Heimsfaraldurinn og innrás Rússlands í Úkraínu hafa breytt ýmsum forsendum sem áður voru taldar sjálfgefnar. Í þingsályktunartillögunni er því m.a. aukin áhersla lögð á fæðuöryggi, loftslagsmál og hringrásarhagkerfi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa landbúnaðar.

mar@mar.is