Samráð fyrirhugað 10.02.2023—24.02.2023
Til umsagnar 10.02.2023—24.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 24.02.2023
Niðurstöður birtar

Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu

Mál nr. 31/2023 Birt: 10.02.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (10.02.2023–24.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Matvælastefnu þessari er ætlað að vera leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu í landinu og þar með talið þá stefnumótun sem undir hana falla.

Matvælastefnu Íslands er ætlað að vera leiðandi í ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Hér á landi eru tækifærin mörg og mikilvægt að nýta þau með samræmdum aðgerðum.

Matvælastefnu þessari er ætlað að vera leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu í landinu og þar með talið þá stefnumótun sem undir hana falla. Þessi stefna verður höfð til hliðsjónar við stefnumótun í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi, þar sem þættir sem til umfjöllunar eru verða hafðir að leiðarljósi.

Á Íslandi er framleitt mikið magn matvæla og er framleiðslan mikilvæg með tilliti til allra lykilhagstærða svo sem landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá samfélög sem við berum okkur saman við eru jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu. Ísland er ríkt af auðlindum sem gerir það að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda innanlands sem og á alþjóðamörkuðum. Forsendur eru fyrir hendi að byggja velsæld þjóðarinnar áfram á sjálfbærri nýtingu auðlinda m.a. til matvælaframleiðslu, og jafnframt að þróa áfram nýjar framleiðslugreinar á þeim grunni.

Matvælastefnan sem hér er mörkuð nær til ársins 2040. Horft var til helstu áskorana og tækifæra í matvælaframleiðslu. Þegar drög matvælastefnunnar lágu fyrir var haldið matvælaþing sem opið var öllum áhugasömum og sýnt í opnu streymi. Þar voru fengnir aðilar úr öllum áttum til að ræða og gagnrýna stefnuna í heild sinni auk þess sem opið var fyrir spurningar. Umræða matvælaþingsins var höfð að leiðarljósi við yfirferð stefnunnar auk athugasemda sem komu úr spurningalista sem sendur var til þátttakenda að loknu matvælaþingi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skagafjörður - 16.02.2023

Á 35. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr. 31/2023 „Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu“ og þannig bókað.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að matvælastefnu fyrir Ísland og því meginmarkmiði stefnunnar að íslensk matvælaframleiðsla verði efld enn frekar í sátt við umhverfi og samfélag hér á landi. Það er mikilvægt að um leið og við aukum markmið og kröfur til innlendrar framleiðslu að sambærilegar kröfur séu og verði gerðar til innfluttra matvara, hvort sem um er að ræða unnar eða óunnar vörur. Eina trygging neytenda fyrir gæðum þeirra vara sem stendur þeim til boða í verslunum eru kröfur sem settar eru á framleiðslu varanna og þær verða að vera þær sömu til innlendra framleiðenda og innfluttra matvæla. Ef sambærilegar kröfur eru ekki gerðar til uppruna allra þeirra matvæla sem standa Íslendingum til boða mun metnaðarfull matvælastefna ekki ná markmiðum sínum um öfluga og hreina innlenda framleiðslu. Það á líka að vera hluti matvælastefnunnar að neytendur séu upplýstir með augljósum hætti á umbúðum matvara um hver uppruni þeirra sé og við hvaða skilyrði þau eru framleidd. Þessar merkingar þurfa að vera skýrar þeim sem verslar eða neytir matvælanna hér á landi. Í framkomnum drögum að matvælastefnu til ársins 2040 er lagt til að gerð verði áætlun til 5 ára í senn um framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að þetta verði að veruleika og að þeirri framkvæmdaráætlun fylgi það fjármagn sem þarf svo hún verði að veruleika og markmið stefnunnar nái fram að ganga. Stjórnvöld verða að bera ábyrgð á að svo verði.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#2 Ragnar Árnason - 24.02.2023

Umsögn fylgir í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 NASF á Íslandi - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn NASF á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 24.02.2023

Góðan dag

Í viðhengi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu að Matvælastefnu og drögum að Matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2040.

f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga

Flosi H. Sigurðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Dalabyggð - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar við málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Egill Gautason - 24.02.2023

Umsögn mín er í viðhengi.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Félag atvinnurekenda - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 24.02.2023

Góðan dag,

vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að tillögum til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til 2040 og matvælastefnu til sama árs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Auðhumla svf. - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Auðhumlu svf. um fyrirliggjandi drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Umhverfisstofnun - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn teymis hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. - 24.02.2023

Sjá hjálagða umsögn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Náttúrufræðistofnun Íslands - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn Náttúrufræðistofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Hrönn Ólína Jörundsdóttir - 24.02.2023

Umsögn Matvælastofnunar við tillögu ráðherra til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040

Umsögn Matvælastofnunar (MAST) er í viðhengi.

Virðingarfyllst,

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Bændasamtök Íslands - 24.02.2023

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Anna Kristín Daníelsdóttir - 24.02.2023

Umsögn Matís ohf. um drög að þingsályktunartillögu um Matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2040. Mál nr. 31/2023 birt í Samráðsgátt 10.02.2023.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Húnaþing vestra - 24.02.2023

Áföst er umsögn sveitarstjórnar Húnaþings vestra um fyrirliggjandi drög að þingsályktunartillögu um matvælatsefnu, mál nr. 31/2023.

F.h. sveitarstjórnar,

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 María Guðjónsdóttir - 24.02.2023

Athugasemdir Matvæla- og næringarfræðideildar við drög að á þingsályktunartillögu um matvælastefnu

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fagnar þeim drögum að matvælastefnu Íslands sem eru hér til umsagnar. Mikilvægt er að Ísland marki sér skýra stefnu til að efla matvælaframleiðslu, fæðuöryggi og heilnæmi þeirra matvæla sem eru framleidd hér á landi og að gæða- og öryggiskröfur séu gerðar til innfluttra matvæla. Deildin gagnrýnir þó að núverandi drög eru óskýr um hvaða aðgerðir þurfi að setja fram til þess að fylgja stefnunni eftir, skilgreiningu tímalínu aðgerðaáætlunar og hvaða aðgerðir hafi forgang. Eins er óljóst hver beri ábyrgð á aðgerðum og með hvaða hætti þær eru fjármagnaðar.

Í drögum að þingsályktun um matvælastefnu (nr. 31/2023, birt 10.02.2023) kemur fram að stefnunni sé ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanartöku stjórnvalda til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Eins skuli horft til „atvinnuhátta, neytenda, umhverfis og loftslags, lýðheilsu og ímyndar Íslands“. Nánari lýsingar á því hvernig matvælaframleiðsla og lýðheilsa tengjast vantar þó inn í núverandi stefnu. Við teljum að það sé mikilvægt að matvælastefna landsins styðji við heilsusamlegt og sjálfbært mataræði þjóðarinnar og að vinna við þessa uppbyggingu sé lykilatriði í stefnunni. Tryggja þarf virkt samtal á milli Matvælaráðuneytisins og Heilbrigðisráðuneytisins til þess að búa til umgjörð sem hvetur til framleiðslu á næringarríkum og heilnæmum matvælum sem stefnan miðar að og á sinn þátt í að byggja upp öflugt samfélag á Íslandi. Þannig gæti hluti niðurgreiðslna og styrkja til kjöt og mjólkurframleiðslu færst frá þeirri framleiðslu til að efla möguleika á framleiðslu korns og grænmetis.

Þekking á áhrifum matvælaframleiðslu á loftslag, vistkerfi og náttúruauðlindir fer vaxandi bæði innan lands og utan, og þekkt er að matvælaframleiðsla hefur gríðarleg áhrif á náttúruna og á þeirri loftslagsvá sem við nú stöndum frammi fyrir. Rannsóknir hafa þó sýnt að við getum með rannsóknum og þekkingarmiðlun unnið gegn þessari vá. Til þess að íslensk matvælaframleiðsla geti tekið þá ábyrgð sem nauðsynleg er í þessari baráttu þarf fjármagn til að rannsaka fæðukerfi og hvernig megi minnka umhverfisáhrif þeirra og stuðla að sjálfbæru og heilsusamlegum fæðukerfum og mataræði hérlendis. Eins þarf að skilgreina þá gæða- og árangursvísa sem nauðsynlegt er að rannsaka og fylgjast með til þess að fæðukerfi leiði til framleiðslu gæðamatvæla með ábyrgum hætti úr bæði þekktum og nýjum eða vannýttum auðlindum. Tækifæri til jarðræktar á grænmeti og korni eru vannýtt á landi og er mikilvægt að opinbert styrkjakerfi nýtist til að rétta hlut þessara málaflokka.

Í samræmi við stefnu um opinn aðgang rannsókna viljum við einnig vekja til umræðu um hvort eðlilegt væri að setja kröfur um að aðilar sem njóta opinbers stuðnings til framleiðslu landbúnaðarvara eða til matvælaframleiðslu séu skyldugir til að afhenda niðurstöður mælinga til söfnunar í opinbera gagnagrunna um næringarefnasamsetningu, næringargildi og önnur efni í matvælum, sbr. ÍSGEM.

Þróun og viðhald á opna og óháða næringarefnagagnagrunninum ÍSGEM er þá lykilatriði í því að tryggja rétt neytenda að vera upplýsir um efnainnihald, næringarinnihald, og önnur efni. Um er að ræða mikilvæga undirstöðu bæði fæðu- og matvælaöryggis og forsendu þess að unnt sé að setja fram ráðleggingar um fæðuval sem tryggja hæfilegt magn lífsnauðsynlegra næringarefna, án þess að hætta sé á því að styrkur óæskilegra efna geti valdið heilsutjóni.

Einnig felast í ÍSGEM tækifæri til að meta umhverfisáhrif matvælaframleiðslu á formi sótspors auk fjölbreyttari og ítarlegri umhverfismælikvarða svo sem landnotkunar, eitrunaráhrifa framleiðslu á land og sjó og vatnsspors. Sótspor og sjálfbærni eru þá meðal ofnotuðustu hugtaka samtímans og er mikilvægt að skilgreiningar þessara hugtaka séu skýrar og rétt notaðar í Matvælastefnunni. Jafnframt þarf að tryggja að forsendur við mat á umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu séu samræmdar til þess að bera megi saman gögn frá mismunandi rannsóknarhópum. Lagt er til að umhverfisáhrif fæðukerfa séu metin með lífsferilsgreiningum eða öðrum stöðluðum aðferðum. Þar með fylgir Ísland í kjölfar Evrópusambandsins sem leggur aukna áherslu á að metin séu umhverfisáhrif fæðukerfa heimsins. Rannsóknir á umhverfisáhrifum fæðukerfa sýna að taka þarf með í útreikninga öll stig matvælaframleiðslunnar, allt frá vöggu til grafar. Það felur t.d. í sér útreikninga umhverfisáhrifa allra aðfanga sem nauðsynlegar eru til matvælaframleiðslunnar, þar með talið fóður, áburður, landnýting og landnotkun. Stefnan nefnir þá einungis orkuskipti og breytta framleiðsluhætti sem dæmi um hvernig draga megi úr kolefnislosun, en nefnir ekki breytingar á mataræði sem hugsanlega lausn.

Í drögum að þingsályktunartillögunni segir þá einnig á bls. 14: „Með því að stunda öflugt rannsókna- og nýsköpunarstarf styrkjum við samkeppnisstöðu Íslands, aukum velsæld og aukum getu samfélagsins til að taka þátt í örum tæknibreytingum. Um leið verðum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum sem tengjast því að framleiða meiri mat á sjálfbæran hátt. Lögð verður áhersla á aukið innlent og erlent rannsókna- og þróunarsamstarf, og jafnframt að mæla ávinning stuðnings við rannsóknir fyrir íslenska matvælaframleiðslu.“ Mikilvægt er að fjármagn sé tryggt fyrir þetta markmið í þingsályktunartillögunni til þess að þetta sé framkvæmanlegt.

Matvæla- og næringarfræðideild fagnar því að mikilvægi fjárfestingar í menntun sé dregið fram og gott framboð á öflugu námi í matvælatengdum greinum sé grunnforsenda fyrir áframhaldandi samkeppnishæfi íslenskrar matvælaframleiðslu. Töluverð þekking er nú þegar til, og fjöldi verkefna í gangi. Hins vegar þarf að tryggja áframhaldandi fjármögnun og uppbyggingu í þessum málaflokki, m.a. rannsóknar- og kennslustyrkum sem bjóða upp á aukna samvinnu og nýtingu samlegðaráhrifa mismunandi rannsóknastofnanna, iðnaðar og menntunarstofnunum á öllum kennslustigum. Einnig er lagt til að sjóðir eins og Matvælasjóður veiti styrki til meira en 18 mánaða þannig að ráðrúm skapist til að ráða doktorsnema til starfa enda þarf að passa að verkefnin styðji við rannsóknir þar sem nemendur á öllum námsstigum geta aukið á þekkingu sína og hæfni á sviði matvælaframleiðslu.

Í dag er aukin áhersla í heiminum á tengsl matvælaframleiðslu annars vegar og heilbrigðis fólks/hollustu matvæla og æskilegra áhrifa á umhverfismál og sjálfbærni. Við teljum að Íslendingar eigi og geti hér notað tækifærið til að vera í fararbroddi hvað varðar samtengingu þessara þátta í matvælastefnu. Í þessu samhengi telur Matvæla og næringarfræðideild sér renna blóðið til skyldunnar þar sem vinna deildarinnar og sérfræðingar fjalla daglega um þetta mikilvæga framtíðar samspil og bjóðum okkur fram til samstarfs um nýja matvælastefnu og í kjölfarið nauðsynlega aðgerðaáætlun.

Einnig leggur Matvæla- og næringarfræðideild til eftirarandi breytingar á inntaki og orðalagi í þingsályktuninni um matvælastefnu sem hér segir:

Í kaflanum Grunnur að matvælastefnu

Er lögð til þessi breyting á bls. 7 (sjá rautt í viðhengi):

„Matvælastefnu þessari er ætlað að vera leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu í landinu og þar með talið þá stefnumótun sem undir hana falla. Þessi stefna verður höfð til hliðsjónar við stefnumótun í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi, þar sem þættir sem til umfjöllunar eru verða hafðir að leiðarljósi. Stefnan leggur áherslu á tengsl matvælaframleiðslu við neyslu fólks og umhverfi og þar með næringargildi og hollustu matvæla auk ábyrgrar framleiðslu til þess meðal annars að minnka neikvæði áhrif á umhverfi“

Skýring: Í dag er aukin áhersla í heiminum á tengsl matvælaframleiðslu annars vegar og heilbrigðis fólks/hollustu matvæla og æskilegra áhrifa á umhverfismál og sjálfbærni. Við teljum að Íslendingar eigi og geti hér notað tækifærið og jafnvel verið í fararbroddi hvað varðar samtengingu þessara þátta í matvælastefnu. Í þessu samhengi telur Matvæla og næringarfræðideild sér renna blóðið til skyldunnar þar sem vinna deildarinnar og sérfræðingar fjalla daglega um þetta mikilvæga framtíðar samspil. Að sjálfsögðu erum við reiðubúin til samstarfs um nýja matvælastefnu og í kjölfarið nauðsynlega aðgerðaáætlun.

Í kaflanum Leiðarljós íslenskrar matvælaframleiðslu

Er lögð til þessi breyting á bls. 12 (sjá rauttí viðhengi):

Atburðir á heimsvísu síðustu ár hafa beint kastljósinu í auknum mæli að fæðuöryggi. Auka þarf árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja fjölbreytta innlenda matvælaframleiðslu. Áhersla á hringrásarhagkerfið og sjálfbærni í framleiðslu styrkir stoðir fæðuöryggis landsins.

Í kaflanum Grípum tækifærin, en mætum jafnframt áskorunum

Undirkafli Fæðuöryggi

Er lögð til þessi breyting á bls 18 (sjá rautt í viðhengi):

Styrkja stoðir fæðuöryggis landsins með því að styðja við nýsköpun í matvælaframleiðslu og stuðla að aukinni sjálfbærni innlendrar framleiðslu m.t.t. aðfanga, auðlindanýtingar og hringrásarhagkerfis. Hér ber að líta til hollustu og næringargildis auk rannsókna og nýsköpunar í grunnframleiðslu s.s. ræktun korns og grænmetis auk fullnýtingar afurða eins og kostur er.

f.h. Matvæla- og næringarfræðideildar,

Próf. María Guðjónsdóttir deildarforseti

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Slow Food í Reykjavík, félagasamtök - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn stjórnar Slow Food Reykjavík um matvælastefnu.

Fyrir hönd stjórnar Slow Food Reykjavík

Dóra Svavarsdóttir

Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Hrannar Smári Hilmarsson - 24.02.2023

Hér fylgir umsögn mín um drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu.

Virðingarfyllst

Hrannar Smári Hilmarsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Karólína Elísabetardóttir - 24.02.2023

Umsögn dr. Ólafar Dýrmundssonar, Reykjavík og Karólínu Elísabetardóttur, Hvammshlíð

varðandi sérstöðu íslenskra búfjárkynja

Hvergi í drögunum að Matvælastefnunni er tekið tillit til sérstæðu íslensku búfjárkynjanna. Hún er hvergi nefnd, ekki einu sinni í 3.3. sem getur “vörð um erfðaauðlindir í íslenskum landbúnaði“. Það er einstakt á heimsvísu að hefðbundni íslenski landbúnaðurinn byggir alfarið á búfjárkynjum frá landnámu. Innflutningartilraunirnar í gegnum aldir hafa verið eingöngu í smáum stíl og haft erfðafræðilega hverfandi áhrif á heildarstofninn; innflutningur mjólkurkúa, sauðfjár, geitfjár og hrossa hefur verið algjörlega bannaður síðan 1948.

Íslensk hross, íslenskar mjólkurkýr, íslenskt sauðfé og íslenskar geitur teljast þar með að þeim elstu kynin sem til eru í heiminum; í öðrum löndum eru svoleiðis kyn löngu útdauð eða í útrýmingarhættu. Ísland er í þeirri öfundsverðri stöðu að þessi kyn, sem eru fullkomlega aðlöguð að íslenskum aðstæðum, eru þökk markvissri ræktun, arðbær og fram á þennan dag grunnur alls hefðbundins landbúnaðar. Íslenskt sauðfé er meira að segja afurðamesta sauðfjárkynið heimsins.

Ekkert annað land í vestrænum heimi eða í heiminum öllum býr yfir slíka auðlind og slíkan erfðafjölbreytileika innan sama kynsins. Eina trygga leiðin til að varðveita þessa ómetanlega auðlind er að nota eingöngu þessi kyn áfram; engin önnur “verndunaráætlun” er eins öflug og á sama tíma eins hagstæð, eins og reynslan í öðrum löndum sýnir. Þessi kyn eru sett í hættu með innflutningi á dýraafurðum, sérstaklega hráu kjöti og hráum mjólkurvörum, sem getur auðveldlega borið hættuleg smit með sér eins og margoft hefur verið bent á. Ein ástæða í viðbót fyrir að takmarka innflutning af kjöti, mjólkurvörum og fleiri dýraafurðum sem allra mest.

Afrita slóð á umsögn

#22 Karólína Elísabetardóttir - 24.02.2023

Umsögn fyrir hönd Áhugahópsins um framfaramál í íslenskum landbúnaði - sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Samtök fyrirtækja í landbúnaði - 24.02.2023

Í viðhengi er umsögn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Finnur Yngvi Kristinsson - 24.02.2023

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fagnar framkomnum drögum að matvælastefnu og þeim mikla metnaði sem hafður er að leiðarljósi fyrir því að matvælaframleiðsla hér á landi sé fremst í flokki þegar horft er til gæða, hreinleika og að framleiðsluferlar séu í sátt við náttúru og samfélag. Það er mikilvægt að þegar settar eru auknar kröfur á matvælaframleiðslu til að auka öryggi gæða og sjálfbærni hér á landi verði það ekki til þess að skekkja samkeppnisstöðu framleiðendanna. Því skiptir miklu máli að sömu kröfur verði settar á þær matvörur sem fluttar eru inn eða að samkeppnishæfi frmleiðslunnar verði tryggð með öðrum ráðum.

Með auknum kröfum um aðbúnað dýra, sjálfbæra nýtingu vistkerfa og losun gróðurhúsaloftegunda frá framleiðslu hækkar framleiðslukostnaður óhjákvæmilega. Þannig veikir það samkeppnisstöðu innlendra matvæla ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða eða ef ekki verða gerðar sambærilegar kröfur til innfluttra matvæla. Sveitarstjórn hefur áhyggjur af því að ef ekki sé horft til þessa þátta þá hafi það í för með sér að matvæli sem framleidd eru á Íslandi við metnaðarfullar kröfur gæða og hollustuhátta yrðu ekki öllum landsmönnum aðgengileg óháð efnahag. Fyrir vikið gætu fjölskyldur sem standa höllum fæti þurft að velja vörur sem ekki væru framleiddar við sambærilegar gæðakröfur. Mikilvægt er að neytendur geti treyst á að matvæli sem standi þeim til boða uppfylli kröfur sem ríkja hér á landi eða að þeir séu að lágmarki upplýstir um framleiðslukröfur og aðstæður þeirra sem framleiða þau.

Ráðgert er að matvælastefnu þessari fylgi aðgerðaráætlun til fimm ára. Það er mikilvægt er að sú áætlun sé fjármögnuð og að vel sé haldið utan um markmið stefnunnar svo þessi metnaðarfullu markmið nái fram að ganga.

Fyrir hönd sveitarstjórnar,

Finnur Yngvi Kristinsson,

sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Hafliði Halldórsson - 24.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn mín um drög að matvælastefnu

Viðhengi