Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–24.2.2023

2

Í vinnslu

  • 25.2.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-31/2023

Birt: 10.2.2023

Fjöldi umsagna: 25

Drög að stefnu

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu

Málsefni

Matvælastefnu þessari er ætlað að vera leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu í landinu og þar með talið þá stefnumótun sem undir hana falla.

Nánari upplýsingar

Matvælastefnu Íslands er ætlað að vera leiðandi í ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Hér á landi eru tækifærin mörg og mikilvægt að nýta þau með samræmdum aðgerðum.

Matvælastefnu þessari er ætlað að vera leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu í landinu og þar með talið þá stefnumótun sem undir hana falla. Þessi stefna verður höfð til hliðsjónar við stefnumótun í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi, þar sem þættir sem til umfjöllunar eru verða hafðir að leiðarljósi.

Á Íslandi er framleitt mikið magn matvæla og er framleiðslan mikilvæg með tilliti til allra lykilhagstærða svo sem landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá samfélög sem við berum okkur saman við eru jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu. Ísland er ríkt af auðlindum sem gerir það að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda innanlands sem og á alþjóðamörkuðum. Forsendur eru fyrir hendi að byggja velsæld þjóðarinnar áfram á sjálfbærri nýtingu auðlinda m.a. til matvælaframleiðslu, og jafnframt að þróa áfram nýjar framleiðslugreinar á þeim grunni.

Matvælastefnan sem hér er mörkuð nær til ársins 2040. Horft var til helstu áskorana og tækifæra í matvælaframleiðslu. Þegar drög matvælastefnunnar lágu fyrir var haldið matvælaþing sem opið var öllum áhugasömum og sýnt í opnu streymi. Þar voru fengnir aðilar úr öllum áttum til að ræða og gagnrýna stefnuna í heild sinni auk þess sem opið var fyrir spurningar. Umræða matvælaþingsins var höfð að leiðarljósi við yfirferð stefnunnar auk athugasemda sem komu úr spurningalista sem sendur var til þátttakenda að loknu matvælaþingi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla.

mar@mar.is