Umsagnarfrestur er liðinn (10.02.2023–01.03.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Í grænbókinni er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu húsnæðis- og mannvirkjamála, lykilviðfangsefni, framtíðarsýn og áherslur við gerð stefnu til komandi ára.
Innviðaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu auk aðgerðaáætlunar. Þetta verður í fyrsta sinn sem slík þingsályktunartillaga er lögð fram og stefna gerð á landsvísu í húsnæðis- og mannvirkjamálum. Drög að grænbók eru liður í þessari stefnumótun.
Grænbókin byggist meðal annars á fyrirliggjandi gögnum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og öðrum opinberum aðilum, vinnu starfshópa og samráði sem farið hefur fram við almenning og aðra hagaðila á grundvelli hennar, rafrænni spurningakönnun meðal sveitarfélaga, opnu samráði við almenning með fundaröðinni „Vörðum leiðina saman“, sem haldin var í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, sem og rafrænni spurningakönnun meðal ungs fólks.
Grænbókin leggur grunn að stefnumótun í húsnæðis- og mannvirkjamálum til næstu ára. Í henni er greint frá stöðumati og kynnt drög að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar.
Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila á þessum þáttum og eru því öll hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Eftir að unnið hefur verið úr umsögnunum verður endanleg útgáfa grænbókarinnar birt almenningi. Á grundvelli hennar verður unnið stefnuskjal eða svokölluð hvítbók og í framhaldinu þingsályktunartillaga um stefnu og aðgerðaáætlun í húsnæðis- og mannvirkjamálum.
Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verði lögð fram á Alþingi í vor.
Fyrstu kaup
Lagt er til að:
1. Engin tímamörk veðri á nýtingu úrræðisins aðeins miðað við heildarfjárhæð.
2. Fjárhæð úrræðisins á hvern einstakling á 10 árum hækki úr 5 í 8 milljón krónur. Allir eigi 8 milljón kr. pott
3. Hámarks nýting á ári hækki úr 500 þús. kr. í 800 þús. kr.
4. Fjárhæðir verði vísitölutengdar.
Markmið tillögunnar:
hækkun vegna vísitölubreytinga frá árinu 2014 upphæðir hafa verið óbreyttar síðan þá
Gefa fleirum kost á að fullnýta lífeyrissparnað inn á lán.
Koma til móts við tekjulægri hópa og fólki í námi
Allir launþegar geti nýtt sömu fjárhæð. Eðli máls skv. verður fólk mislengi að nýta sinn pott.
Ég tel það alveg nauðsynlegt að sveitarstjórnum verði skylt að hafa einhvern hlutfall af úthlutuðum byggingarlóðum til einstaklinga. Það er alveg ótækt að einungis byggingaverktakar og stórir fjárfestar skuli fá úthlutað lóðum og þ.a.l. að þeir þurfa eitthvað fyrir sinn snúð s.s. hærra íbúðarverð.
Með bestu kveðju,
Geir
Tillaga á breytingu á fyrstu kaups úrræðinu,
Engin tímamörk séu á úrræðinu, heldur aðeins hámarksupphæð á kennitölu. Að hafa tímamörk á úrræðinu leiðir til þess að tekjulægri fullnýta ekki úrræðið, árin sem aðili er í námi nýtast lítið eða ekki í úrræðinu. Aðilar sem fara í fæðingarorlof fá ekki mótframlag greitt frá fæðingarorlofssjóði því eru litlar líkur að úrræðið sé fullnýtt á því tímabili.
Hámarksfjárhæð sé vísitölutengd. Þetta á við um hámarksfjárhæð sem hver kennitala mun geta nýtt í úrræðið sem ekki er með tímamörk.
Gerð er athugasemd við þann stutta umsagnarfrest sem veittur er í málinu. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna skal almenningi gefinn hæfilegur frestur til athugasemda, a.m.k. tveggja vikna umsagnarfrest. Hér er veittur 9 daga frestur og þar af eingöngu 5 virkir dagar. Óskað er eftir að framangreind ríkisstjórnarsamþykkt sé virt og veittur sé hæfilegur frestur til umsagnar, a.m.k. tveggja vikna frestur.
Á 35. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 15. febrúar 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr. 33/2023 „Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál“ og þannig bókað.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð grænbókar stýrihóps innviðaráðherra um húnæðis- og mannvirkjamál. Um afar umfangsmikinn málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að samhæfing hans við aðrar stefnur og áætlanir nái fram að ganga til að tryggja skilvirkara kerfi og enn frekari uppbyggingu vandaðs húsnæðis á hagkvæmum kjörum um land allt. Ljóst er að eins og staðan er í dag er afar erfitt fyrir fólk og fyrirtæki að fjármagna byggingu nýrra fasteigna og að húsnæðisstuðningskerfin eins og þau eru byggð í dag eru ekki nægilega samhæfð og taka ekki nægt tillit til verðlagshækkana á byggingamarkaði. Jákvætt er að fram kemur í grænbókinni að efla eigi tryggingavernd fasteignaeigenda og fræðslu og rannsóknir innan byggingariðnaðarins en nauðsynlegt er að herða enn frekar á byggingareftirliti og auka réttarvernd vegna byggingargalla. Jafnframt er jákvætt að horfa skuli til sérhæfðra lausna til að mæta áskorunum á húsæðismarkaði á landsbyggðinni.
F.h. byggðarráðs
Sigfús Ingi Sigfússon
sveitarstjóri
Gerð er athugasemd við þann stutta umsagnarfrest sem veittur er í málinu. Hér er veittur 9 daga frestur og þar af einungis 5 virkir dagar. Mikilvægt er að tími gefist til pólitískrar umfjöllunar og afgreiðslu, ekki síst í jafn viðamiklu og mikilvægu máli og hér um ræðir. Óskar skipulagsráð Akureyrarbæjar eftir rýmri fresti til að veita umsögn sína, að lágmarki 4 vikur. Ef slíkur frestur fæst ekki þá leggur skipulagsráð sérstaka áherslu á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá telur Akureyrarbær mikilvægt að endurskoða 15% kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í nýbyggingum ríkins.
Líkt og kom fram í fundi sem var streymt inná á vef Alþingis og Alþingisrásinni Þann 21.2 (þriðjudag) kl. 9:10 opin fund Efnahags- og viðskiptanefnd með Seðlabankastjóra.
Þar tekur Ásgeir Seðlabankastjóri fram að það þurfi sérsniðin húsnæðislán fyrir framfærsluminni viðkvæmu hópa eins og (öryrkjar, endurhæfingarlíffeyrisþega og ellíffeirisþega).
Þau ná ekki greiðslumat óverðtryggðralána banka á almennamarkað og hafa margir farið á 40 ára verðtryggð lán til að standast greiðslumat.
Nýju reglurnar um verðtryggðlán sem að seðlabankastjóri setti júni árið 2022 hafa verið breytti frá 40 ára verðtryggðlán yfir í 25 ára.
Þetta gerir að verkum að þörf er á að flýta fyrir því að að finna sérsniðin lán fyrir þau viðkvæmu hópa.
Þekkt er í norðurlöndum að bjóða uppá slík sérsniðin húsnæðislán fyrir þá viðkvæmu hópa sem sem standast ekki greiðslumat banka á almennamarkað.
Dæmi af vefsíðu frá Noregi sem eru með þessar upplýsingar:
https://husbanken.no/english/start-up-loan/?fbclid=IwAR1Ari96cNuo7VcRYVLNhSEaMfFY5jiZkOvSoOzOuAoFGI6Btsapg6FIeIk
Mikilvægt að bregðast sem first þar sem þetta er viðkvæmur hópur sem er veikt og hefur engan aðra leið eða lítin valkost. Og á ekki að líða fyrir afleiðingum þess að ríkistjórn hafi ekki tryggt næg framboð á húsnæði.
Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um grænbókina.
F.h. sambandsins,
Guðjón Bragason
sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs
ViðhengiÁ fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 21. janúar 2023 var rætt um grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál sem er til umsagnar í Samráðsgátt. Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsráðs þar sem lögð er áhersla á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að skoðað verði hvernig kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga á nýbyggingum svo sem hjúkrunarheimilum og framhaldsskólum eigi að vera til framtíðar með það að leiðarljósi að einfalda rekstur og ábyrgð.
Fyrir hönd bæjarstjóra,
Elva Björk Einarsdóttir
Sérfræðingur á skjalasafni
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga sem unnin er í samstarfi við Vestfjarðastofu.
Fh. Fjórðungssambands Vestfirðinga
Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn BSRB.
Virðingarfyllst,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
ViðhengiUmsögn Fagfélaganna f.h. Rafiðnaðarsambands Íslands, Samiðn -sambands iðnféaga, Matvís og VM -félag vélstjóra- og málmtæknimanna.
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn rannsóknarhópsins Híbýlaauður
Virðingarfyllst,
Anna María Bogadóttir
ViðhengiHjálögð er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.
ViðhengiUmsögn Arkitektafélags Íslands og Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs um grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál
Viðhengi