Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.2.–1.3.2023

2

Í vinnslu

  • 2.3.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-33/2023

Birt: 10.2.2023

Fjöldi umsagna: 19

Stöðumat og valkostir

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál

Málsefni

Í grænbókinni er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu húsnæðis- og mannvirkjamála, lykilviðfangsefni, framtíðarsýn og áherslur við gerð stefnu til komandi ára.

Nánari upplýsingar

Innviðaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu auk aðgerðaáætlunar. Þetta verður í fyrsta sinn sem slík þingsályktunartillaga er lögð fram og stefna gerð á landsvísu í húsnæðis- og mannvirkjamálum. Drög að grænbók eru liður í þessari stefnumótun.

Grænbókin byggist meðal annars á fyrirliggjandi gögnum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og öðrum opinberum aðilum, vinnu starfshópa og samráði sem farið hefur fram við almenning og aðra hagaðila á grundvelli hennar, rafrænni spurningakönnun meðal sveitarfélaga, opnu samráði við almenning með fundaröðinni „Vörðum leiðina saman“, sem haldin var í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, sem og rafrænni spurningakönnun meðal ungs fólks.

Grænbókin leggur grunn að stefnumótun í húsnæðis- og mannvirkjamálum til næstu ára. Í henni er greint frá stöðumati og kynnt drög að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar.

Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila á þessum þáttum og eru því öll hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Eftir að unnið hefur verið úr umsögnunum verður endanleg útgáfa grænbókarinnar birt almenningi. Á grundvelli hennar verður unnið stefnuskjal eða svokölluð hvítbók og í framhaldinu þingsályktunartillaga um stefnu og aðgerðaáætlun í húsnæðis- og mannvirkjamálum.

Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verði lögð fram á Alþingi í vor.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is