Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.2.2023

2

Í vinnslu

  • 28.2.2023–

Samráði lokið

Mál nr. S-34/2023

Birt: 13.2.2023

Fjöldi umsagna: 10

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)

Málsefni

Umhverfis,- orku- og lotslagsráðuneytið kynnir áform um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)

Nánari upplýsingar

Raforkuöryggi og tryggt framboð raforku eru grundvallarþáttur í þjóðaröryggi Íslands.

Á síðustu árum hefur nýting virkjana farið jafnt og þétt vaxandi. Eftirspurn hefur vaxið hraðar en sem nemur auknu framboði. Afleiðingin er minna svigrúm til að bregðast við áföllum í vinnslu- og flutningskerfi raforku, eða óvæntri minnkun á framboði á heildsölumarkaði og almennum markaði. Þetta getur skapað veikleika í raforkuöryggi að því er varðar framleiðsluöryggi og nægjanlegt raforkuframboð til. næstu tveggja til fimm ára.

Í ágúst 2020 skilaði starfshópur skýrslu um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku. Í júní 2022 skilaði starfshópur um orkuöryggi tillögum til ráðherra um ýmsar úrbætur á regluverki.

Útfæra þarf viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi og framboð á raforku og skýra þarf hlutverk og ábyrgð aðila á raforkumarkaði sem og möguleg inngrip í raforkumarkaðinn ef þess gerist þörf.

Frestur til gerð athugasemda um áformin er til 27. febrúar nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

postur@urn.is