Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.2.–10.3.2023

2

Í vinnslu

  • 11.3.2023–26.2.2024

3

Samráði lokið

  • 27.2.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-38/2023

Birt: 24.2.2023

Fjöldi umsagna: 30

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi á 153. löggjafarþingi, undir heitinu frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var aftur lagt fram á 154. löggjafarþingi, þá með heitinu frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Gerð er grein fyrir niðurstöðum samráðs í 5. kafla frumvarpanna.

Málsefni

Frumvarpið felur í sér að ný þjónustustofnun á sviði menntamála verður sett á fót. Stofnunin tekur við hluta af verkefnum Menntamálastofnunar, sem verður lögð niður.

Nánari upplýsingar

Í drögum að frumvarpi, sem hér eru kynnt í opnu samráði, er lagt til að sett verði á fót ný stofnun sem fer með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu. Stofnunin verður fagleg þekkingarmiðstöð á landsvísu sem m.a. styður við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum.

Áhersla verður lögð á þjónustuhlutverk stofnunarinnar sem mun styðja og efla menntun og skóla- og frístundastarf um land allt. Þá mun stofnunin gegna lykilhlutverki í að framkvæma og fylgja eftir nýrri heildarlöggjöf um skólaþjónustu sem er í undirbúningi. Áhersla er á að þjónusta skóla, starfsfólk skóla, börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra sem og að samræma skólaþjónustu á landsvísu og milli skólastiga.

Ný stofnun mun fara með verkefni sem tengjast námsgögnum auk þess sem þar verður uppbygging og utanumhald um aðferðir og úrræði fyrir skóla sem styðja við skólastarf og skólaþjónustu, þar á meðal gæðaviðmið, verkferlar og matstæki. Þá mun stofnunin sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við skóla og starfsfólk skóla, þar á meðal að efla skólaþróun, byggja upp þekkingu og færni starfsfólks skóla og veita faglegan stuðning og leiðsögn vegna innra og ytra mats. Stofnunin mun jafnframt gegna lykilhlutverki við innleiðingu stefnumótunar stjórnvalda á sviði menntunar og farsældar barna og ungmenna.

Með frumvarpinu er lagt til að Menntamálastofnun verði lögð niður. Hluti verkefna Menntamálastofnunar verða flutt til nýrrar stofnunnar en önnur verkefni, þ.m.t. leyfisveitingar, söfnun, greining og miðlun upplýsinga og eftirlit með skólastarfi í formi ytra mats, verða flutt til mennta- og barnamálaráðuneytisins, í það minnsta fyrst um sinn.

Stofnunin hefur ekki fengið nafn en fyrirhugað er að halda nafnasamkeppni meðal skólafólks í tengslum við þjóðfund um framtíð skólaþjónustu sem haldinn verður 6. mars nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

mrn@mrn.is