Samráð fyrirhugað 24.02.2023—10.03.2023
Til umsagnar 24.02.2023—10.03.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 10.03.2023
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála

Mál nr. 38/2023 Birt: 24.02.2023 Síðast uppfært: 31.10.2023
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála
  • Framhaldsskólastig
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (24.02.2023–10.03.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarpið felur í sér að ný þjónustustofnun á sviði menntamála verður sett á fót. Stofnunin tekur við hluta af verkefnum Menntamálastofnunar, sem verður lögð niður.

Í drögum að frumvarpi, sem hér eru kynnt í opnu samráði, er lagt til að sett verði á fót ný stofnun sem fer með þjónustu, ráðgjöf og stuðning við skólastarf og skólaþjónustu. Stofnunin verður fagleg þekkingarmiðstöð á landsvísu sem m.a. styður við innleiðingu farsældarþjónustu í skólum.

Áhersla verður lögð á þjónustuhlutverk stofnunarinnar sem mun styðja og efla menntun og skóla- og frístundastarf um land allt. Þá mun stofnunin gegna lykilhlutverki í að framkvæma og fylgja eftir nýrri heildarlöggjöf um skólaþjónustu sem er í undirbúningi. Áhersla er á að þjónusta skóla, starfsfólk skóla, börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra sem og að samræma skólaþjónustu á landsvísu og milli skólastiga.

Ný stofnun mun fara með verkefni sem tengjast námsgögnum auk þess sem þar verður uppbygging og utanumhald um aðferðir og úrræði fyrir skóla sem styðja við skólastarf og skólaþjónustu, þar á meðal gæðaviðmið, verkferlar og matstæki. Þá mun stofnunin sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við skóla og starfsfólk skóla, þar á meðal að efla skólaþróun, byggja upp þekkingu og færni starfsfólks skóla og veita faglegan stuðning og leiðsögn vegna innra og ytra mats. Stofnunin mun jafnframt gegna lykilhlutverki við innleiðingu stefnumótunar stjórnvalda á sviði menntunar og farsældar barna og ungmenna.

Með frumvarpinu er lagt til að Menntamálastofnun verði lögð niður. Hluti verkefna Menntamálastofnunar verða flutt til nýrrar stofnunnar en önnur verkefni, þ.m.t. leyfisveitingar, söfnun, greining og miðlun upplýsinga og eftirlit með skólastarfi í formi ytra mats, verða flutt til mennta- og barnamálaráðuneytisins, í það minnsta fyrst um sinn.

Stofnunin hefur ekki fengið nafn en fyrirhugað er að halda nafnasamkeppni meðal skólafólks í tengslum við þjóðfund um framtíð skólaþjónustu sem haldinn verður 6. mars nk.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Aðalsteinn J Magnússon - 24.02.2023

Kæri móttakandi,

Þótt það komi ekki skýrt fram í yfirliti á síðunni vil ég leggja áherslu á að ef námsefnisútgáfa fellur undir nýja stofnun, þá verði áherslan á að vinna með markaðsaðilum, sem hafa verið að berjast á þessum markaði fyrir námsefni í áratugi með stundum undraverðum árangri og nefni ég í því sambandi Skolavefinn.is, gefin fyrirstaða þegar allt átti að vera innanhúss sbr. fyrrum Ríkisútgáfa námsbóka

Þó svo ég sé að skrifa fyrir hönd Hlusta ehf sem er hljóðbókasafn fyrir heimili og skóla til að efla m.a. áhuga á íslenskum bókum, menningu og tungumáli almennt, þá höfum við líka þróað hlustunaræfingar fyrir skóla með aðkomu Þróunarsjóðs námsgagna.

Það er því tillaga mín til að efla nýsköpun, framboð, efnistök og úrval að nýrri stofnun sé gert það skilt að skoða fyrst hvort hún geti átt í samstarfi við eða úthýst til markaðsaðila verkefnum sem snúa að því að fylla upp í augljósa þörf, eða styðja við tilraunaútgáfur af efni sem byggist á nýrri aðgerðafræði og nálgun í kennslugögnum og aðferðum, þótt augljós skortur á kennsluefni í tilteknu fagi hafi ekki þegar myndast. Ég vona að þessi athugasemd verði tekin til greina og okkur sýnd sú virðing að hafa samband við okkur til frekari útskýringa ef þörf er á, sem er og svo bara að ræða málið á breiðari grundvelli. Kosti og galla.

Virðingarfyllst,

f.h. Hlusta ehf, Hlusta.is

Aðalsteinn Julíus Magnússon

Kennari

email: amagnusson@hlusta.is

sími: 551 6480

Afrita slóð á umsögn

#2 Kolfinna Njálsdóttir - 27.02.2023

Ég velti fyrir mér hlutverki nýrrar stofnunar þegar kemur að sértækum matstækjum í námi og kennslu fyrir nemendur með stuðningsþarfir t.d. vegna lestrarerfiðleika/dyslexíu og stærðfræðierfiðleika/dyscalculia. Ég get hvergi séð þennan þátt og ábyrgð vegna hans. Hver ber ábyrgðina?

Afrita slóð á umsögn

#3 Öryrkjabandalag Íslands - 08.03.2023

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Móðurmál - samtök um tvítyngi - 08.03.2023

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

bkv.

Renata Emilsson Peskova

f.h. stjórnar Móðurmáls - samtaka um tvítyngi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sunna Guðrún Sigurðardóttir - 09.03.2023

Athugasemd vegna 5. liðar í 5. grein:

Samstarfshópur 4 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um áhættugreiningu á kennsluhugbúnaði vill árétta að muna eftir kennsluhugbúnaði í 5. lið. Liðurinn gæti þá hljómað á þessa leið:

5. sjá skólum fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum á margs konar formi þar með talið hugbúnað og önnur stafræn kennslugögn og styðja við notkun þeirra í skólum, m.a. með ráðgjöf, leiðsögn, námskeiðum og útgáfu leiðbeininga og fræðsluefnis.

Afrita slóð á umsögn

#6 Jón Torfi Jónasson - 09.03.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Anna Kristín Sigurðardóttir - 09.03.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Nói Kristinsson - 10.03.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Landssamtökin Þroskahjálp - 10.03.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um þjónustustofnun á sviði menntamála

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Sveinlaug Sigurðardóttir - 10.03.2023

Í viðhengi er umsögn Félags leikskólakennara. Fyrir hönd félagsins, Sveinlaug Sigurðardóttir, varaformaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Steinunn Jóhanna Bergmann - 10.03.2023

Meðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Hannes Valur Bryndísarson - 10.03.2023

Umsögn Skólameistarafélags Íslands um þjónustustofnun á sviði menntamála.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Bandalag háskólamanna - 10.03.2023

Sjá í viðhengi umsögn BHM.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Hermína Gunnþórsdóttir - 10.03.2023

Sjá viðhengi: Umsögn frá Rannsóknarhópi um skólaþjónustu, við Háskólann á Akureyri:

Rúnar Sigþórsson

Hermína Gunnþórsdóttir

Birna María Svanbjörnsdóttir

Sigríður Margrét Sigurðardóttir

Jórunn Elídóttir

Gunnar Gíslason forstöðumaður MSHA

Trausti Þorsteinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Sigurgrímur Skúlason - 10.03.2023

Hér er umsögn frá prófahópi Menntamálastofnunar sem lýtur að 6. og 10 grein frumvarpsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Alþýðusamband Íslands - 10.03.2023

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Fræðslumiðstöð atvinnulífs ehf. - 10.03.2023

Umsögn Fræðslumiðstövar atvinnulífsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Samband íslenskra sveitarfélaga - 10.03.2023

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Þorsteinn Sæberg Sigurðsson - 10.03.2023

Meðfylgjandi er umsögn Skólastjórafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Anna Magnea Hreinsdóttir - 10.03.2023

Meðfylgjandi er umsögn Félags um menntarannsóknir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Svanhildur María Ólafsdóttir - 10.03.2023

Sjá meðfylgjandi umsögn.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Reykjavíkurborg - 10.03.2023

Sjá meðfylgjandi umsögn Reykjavíkurborgar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Kolbrún Guðmundsdóttir - 10.03.2023

Í viðhengi er umsögn skólamálanefndar Félags grunnskólakennara. Fyrir hönd skólamálanefndar FG, Kolbrún Guðmundsdóttir formaður skólamálanefndar FG.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 10.03.2023

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna nýju frumvarpi til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála.

Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem vinna að bættum mannréttindum barna og styðja við þá þróun sem birtist í þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa sett sér um innleiðingu Barnasáttmálans, með stefnunni um barnvænt Ísland. Samtökin leggja mikla áherslu á forvarnir og vernd barna gegn ofbeldi í hvaða formi sem er. Telja Barnaheill gjaldfrjálsa gæðamenntun, án mismununar, vera grundvallarþátt í að skapa aðstæður fyrir börn til að lifa og þroskast við bestu mögulegu skilyrði.

Samtökin hvetja ráðuneytið til að vanda vel til verka og fara vel yfir umsagnir sem berast í samráðsgátt um málið sem hér er um rætt. Mikilvægt er að frumvarp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu verði unnið samhliða og samræmt frumvarpi því sem nú er fjallað um. Raunar hefði verið betra að frumvarp til nýrra heildarlaga hefði verið kynnt á undan því frumvarpi sem nú er til samráðs svo vinna við rýni skili betri árangri.

Barnaheill sendu áður umsögn í samráðsgáttina á fyrri stigum, þegar áform um breytingar á skólaþjónustu voru kynnt. Þau sjónarmið sem samtökin lögðu þá til eiga áfram við, þó sérstaklega sem innlegg í undirbúning að frumvarpi til nýrra heildarlaga en þó einnig vegna frumvarps til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála.

Samtökin árétta mikilvægi þess að ný heildarlög sem og þjónustustofnunin X tryggi jafnrétti til náms og þjónustu við nemendur óháð búsetu.

Barnaheill fagna því að hafa skuli heildarhagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi í nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýju þjónustutofnunina sem felur í sér tækifæri til umbóta.

Samtökin hafa áður bent á að mikilvægt er að aðgerðir í þágu barna og ungmenna séu samhæfðar í samræmi við ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og fagna þess vegna því að þjónustustofnuninni er ætlað „að styðja við þroska, líðan og farsæld barna í skólum“, sbr. 1. tl., 2. gr. frumvarpsins.

Barnaheill vilja árétta mikilvægi þess að áhersla verði lögð á í nýjum heildarlögum um skólaþjónustu að tryggja snemmtækan stuðning fyrir börn hvort sem um náms- eða félagslegar þarfir þeirra er að ræða. Ekki er rætt um slík sjónarmið í frumvarpinu um nýju þjónustustofnunina og gjarnan mætti bæta við umfjöllun í greinargerð um snemmtækan stuðning sem dæmi um nálgun og til að tengja betur við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021.

Í nýjum heildarlögum um skólaþjónustu er mikilvægt að leggja áherslu á og gera kröfu til mikillar þekkingar kennara og annars starfsfólks á mismunandi þörfum og getu barna auk skilnings á ólíkum bakgrunni og félagslegum aðstæðum.

Þá skiptir miklu máli að þekking á einkennum og ferli barnaverndarmála sé til staðar hjá öllu starfsfólki menntastofnana.

Að sama skapi er mikilvægt að tryggja að í nýrri þjónustustofnun starfi fjölbreyttur hópur sérfræðinga í þeim ólíku málefnum er snúa að börnum og þörfum þeirra.

Í 29. grein Barnasáttmálans er fjallað um inntak menntunar en meðal þess sem þar kemur fram er að menntun barns skuli beinast að því að rækta eftir því sem frekast er unnt persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barns.

Félagsfærni og tilfinningagreind er mikilvægur grunnur að öllu námi og gott skólastarf grundvallast á heilbrigðum félagsanda meðal nemenda og kennara. Ef ekki er hugað að góðum félagsanda er hætta á að nemendur finni fyrir ótta um hvort þau tilheyri hópnum. Óttinn getur leitt til þess að börn útiloki önnur börn frá hópnum sem þá getur orðið að einelti. Í slíku umhverfi lækkar siðferðisstigið jafnt og þétt og eigin mælikvarðar settir upp um hvað sé „rétt“ eða „rangt“ og hann notaður til að útiloka önnur börn úr hópnum um leið og þau reyna að tryggja sína eigin stöðu. Hægt er að vinna markvisst að aukinni virðingu í hópum með því að leggja sérstaka áherslu á menningu í barnahópnum og mismunandi styrkleika barnanna og þar með fyrirbyggja einelti. Barnaheill vilja því brýna fyrir menntamálayfirvöldum að tryggja sérhæfingu innan skólaþjónustunnar á þeim sviðum, til stuðnings nemendum, foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki skóla.

Öll börn eiga jafnan rétt til menntunar og til þess að þau njóti menntunar þurfa þau viðeigandi stuðning andlega og félagslega til að geta lært. Með fyrirhuguðum breytingum á skólaþjónustu er brýnt að áhersla verði á að skapa umhverfi öryggis og virðingar gagnvart öllum og til að skapa bestu mögulegu skilyrði til náms.

Barnaheill hvetja áfram til þess að ríkt samráð verði haft við börn við mótun lagafrumvarpa um breytingu á skólaþjónustu, upplýsinga verði aflað frá börnum og að börnum verði gert kleift að miðla áfram skoðunum sínum og tillögum að góðum starfsháttum og samskiptum innan skóla. Jafnframt verði tillit tekið til skoðana barna við mat á hagsmunum þeirra, við mótun breytinganna og þegar ákvarðanir verða teknar.

Barnaheill vinna að bættum mannréttindum allra barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Samtökin eru áfram boðin og búin að taka þátt í undirbúningi og samráði við mótun breytinga á skólaþjónustu á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Ársæll Guðmundsson - 10.03.2023

2. gr.

Hér er mjög óljóst orðalag sem má bæta verulega. Markmiðið að styðja við þroska barna í skólum er mjög yfirborðskennt markmið því öll börn hafa þroska á hverjum tíma. Nær væri að ný stofnun hefði eitthvað frumkvæði og einhverja þá starfsemi sem ýtti undir og bætti aðstæður til að skólar nái betur tilgangi sínum við að þroska nemendur, bæta líðan þeirra og farsæld.

Að sama skapi hljómar það undarlega sem markmið stofnunarinnar að styðja við rétt barna og ungmenna til gæða menntunar og skólaþjónustu við hæfi án hindrana. Nær væri að setja það sem markmið að stofnunin ynni að því að tryggja börnum og ungmennum gæða menntun og skólaþjónustu (hér er einnig óþarfi að nefna hindranir nema það sé sérstakt markmið stofnunarinnar að ryðja hindrunum úr vegi).

Í 4 málsgrein er enn sett sem markmið að styðja við en stofnun sem þessi á að stuðla að eða sjá til þess að o.s.frv.

3. gr.

Vandséð er ástæða þess að tímalengd er sett á ráðningu forstjóra nýrrar stofnunar en skýrt er kveðið á um það í lögum að embættismenn séu skipaðir 5 ár í senn sbr. 23. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að ráðherra geti auglýst starfið að skipunartíma loknum.

4. gr.

Í fyrstu málsgreininni eru tíundaðir aðrir aðilar sem stofnunin skuli hafa samvinnu og samráð við. Hér má bæta orðalagið verulega til að skýrt sé hverjir þessir aðrir aðilar séu. Einnig er umhugsunarefni að sett sé í lög að stofnun sem þessi skuli að hafa samráð við börn og ungmenni um hvert það verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur. Hér þarf að skýra betur við hvað er átt.

5.gr.

Miklvægt er að ný stofnun sjái um ytra mat í skólum eða í það minnsta bera ábyrgð á gæðum ytra mats og tryggja að það sé framkvæmt eftir aðferðafræði sem viðurkennd er á hverjum tíma.

Verkefni nýrrar stofnunar virðist ekkert koma nálægt framkvæmd samræmds eða staðlaðs mats á þekkingu, leikni eða hæfni nemenda. Í 6. lið er einungis rætt um að ný stofnun byggi upp og haldi utan um matstæki sem verkefni. Mikilvægt er að stofnunin beri ábyrgð á framkvæmd samræmdra og staðlaðra prófa og matstækja sem nota á í skólum, niðurstöðum matsins og eftirfylgni út í skólana og í skólasamfélagið.

Afrita slóð á umsögn

#26 Simon Cramer Larsen - 10.03.2023

Í viðhengi er umsögn Skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara. Fyrir hönd nefndarinnar, Simon Cramer Larsen, formaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Kristín Jónsdóttir - 10.03.2023

Umsögn frá Kristínu Jónsdóttur, kennslukonu og forseta Deildar kennslu- og menntunarfræða við Háskóla Íslands

Frumvarpið um stofnun X er til marks um að endurskipulagning skólakerfisins er á fullri ferð. Á heildina litið er frumvarpið prýðilegt. Hér á eftir fara nokkrar ábendingar um hvað betur má fara.

Markmið starfseminnar

Markmið með starfsemi stofnunar og verkefni hennar þurfa að kallast á. Í 2. grein um markmið með starfsemi X ætti að nefna menntun til viðbótar við þroska, líðan og farsæld barna í skólum. Stuðningur við menntun er viðamikill á verkefnalistanum í 5. grein. Stofnunin fær m.a. þau verkefni að sjá um námsgögn (5), gæðaviðmið og matstæki (6) og á að efla menntun og skólastarf í samræmi við bestu þekkingu (1) með ráðgjöf, námskeiðum og fleiru. Stuðningurinn beinist því að menntun og námi allra barna og er við kennslu allra kennara, en einnig að þeim sem þurfa á sérstökum úrræðum að halda jafnvel með beinni þátttöku stofnunarinnar eða framkvæmd skólaþjónustu eins og það er orðað.

Því legg ég til að við 2. grein um 1. markmið starfseminnar verði bætt menntun, til að draga fram fjögur lykilhugtök í starfsemi stofnunarinnar. Þetta mætti orða svona:

1. Að styðja við menntun, líðan, þroska og farsæld barna í skólum.

Skv. 4. lið í markmiðsgreininni á stofnunin að vera þrennt í senn, faglegt forystuafl, bakhjarl og stuðningur við að viðurkenndum aðferðum sé beitt í skólastarfi. Hér mætti beina kröftum að því að stofnunin taki þátt í þróun viðurkenndra aðferða, vinnulags, námsefnis og fleira sem nýtist starfsfólki í skólum, tómstundastarfi og foreldrum. Það myndi kallast á við verkefni stofnunarinnar í skólaþróun og rannsóknum og mætti orða svona:

4. Að styðja við notkun viðurkenndra aðferða í skólastarfi og skólaþjónustu og taka þátt í þróun þeirra.

Verkefnalistinn

Í 5. grein er bitastæður verkefnalisti og langur. Síðasta lið lýkur á “eftir því sem unnt er”. Hér er mættur hefðbundinn fyrirvari þegar verkefni eru orðin mjög umfangsmikil. Æskilegra væri að draga fram þátttöku í samstarfi og orða 11. lið til dæmis svona:

11. taka þátt í rannsóknum á sviði menntunar, skólastarfs og skólaþjónustu.

Hvar eru kennarar?

Áhersla er á samvinnu stofnunar X við marga aðila, sveitarfélög, samtök og stjórnvöld. Börn og ungmenni eru nefnd nokkrum sinnum í frumvarpinu og foreldrar eru nefndir einu sinni. En í frumvarpinu og meðfylgjandi greinargerð eru kennarar aldrei nefndir. Eingöngu er talað um starfsfólk skóla. Það hugtak er mjög vítt og lyftir hvorki fram sérfræðiþekkingu kennara né faglegri ábyrgð á skólastarfinu. Að nefna þá ekki ber líka merkingu.

Ég tel víst að kennarar muni gegna lykilhlutverki í að markmið stofnunarinnar nái fram að ganga og starfsemin verði til góðs og gagns fyrir börn og ungmenni, fjölskyldur þeirra og skólasamfélagið allt. Samvinna við kennara er því lykilatriði og rétt að nefna það í frumvarpinu.

Með ósk um gott gengi stofnunar X,

Kristín

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Álfheiður Guðmundsdóttir - 10.03.2023

Umsögn Fagdeildar sálfræðinga við skóla (FSS)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Kennarasamband Íslands - 15.03.2023

Umsögn Kennarasambands Íslands um drög að frumvarpi til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#30 Stjórn og skólamálanefnd Félags stjórnenda leikskóla (FSL) - 15.03.2023

Umsögn stjórnar og skólamálanefndar Félags stjórnenda leikskóla (FSL).

Viðhengi