Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.2.–12.3.2023

2

Í vinnslu

  • 13.3.–8.5.2023

3

Samráði lokið

  • 9.5.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-42/2023

Birt: 24.2.2023

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á kosningalögum

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 30. mars 2023. Í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir þeim umsögnum sem bárust um frumvarpið.

Málsefni

Með þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu er leitast við að bregðast við þeim ágöllum sem komið hafa í ljós við beitingu nýrra kosningalaga.

Nánari upplýsingar

Ný kosningalög tóku gildi 1. janúar 2022. Reyndi fyrst á beitingu þeirra í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar voru vorið 2022. Í þeim kosningum komu í ljós ýmsir vankantar sem nauðsynlegt var að lagfæra við fyrsta tækifæri. Kallað var eftir athugasemdum um það sem betur mætti fara í löggjöfinni þegar áform um lagasetninguna voru birt í samráðsgátt. Komu þar fram ýmsar góðar ábendingar. Við vinnslu frumvarpisins var höfð hliðsjón af þeim athugasemdum sem þar komu fram. Þá var einnig höfð hliðsjón af greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa frá í nóvember 2021. Í frumvarpinu eru lagðar til ýmsar lagfæringar s.s. á reglum um hæfi kjörstjórnarmanna og kjörstjóra, ákvæðum um málshöfðunarfrest og flýtimeðferð vegna ákvarðana úrskurðarnefndar kosningamála, breytingar á kjördegi við sveitarstjórnarkosningar og reglum um fresti þegar alþingiskosningar eru í kjölfar þingrofs. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um gögn sem fylgja skulu framboðslista og úthlutun listabókstafs í kosningum til sveitarstjórna, og um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þá eru lögð til nýmæli um endurtalningu atkvæða og lagt til að við endurtalningu fari fram næmisgreining. Þá er uppkosning skilgreind, og lögð til breyting á reglum um skil á kosningaskýrslum. Þá eru lagðar til breytingar á skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga við kosningar, breyting á reglum um rafræna kjörskrá og settar reglugerðarheimildir fyrir nánari skýringum á óleyfilegum kosningaáróðri og kosningaspjöllum sem og um umboðsmenn stjórnmálaflokka. Þá eru lagðar til ýmsar óhjákvæmilegar breytingar s.s. vegna breyttra heita á sveitarfélögum. Ekki er um heildarendurskoðun á lögunum að ræða heldur er verið að bregðast við athugasemdum um það sem betur má fara í löggjöfinni og nauðsynlegt er að lagfæra sem fyrst.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu

dmr@dmr.is