Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.2.–10.3.2023

2

Í vinnslu

  • 11.3.–7.5.2023

3

Samráði lokið

  • 8.5.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-43/2023

Birt: 24.2.2023

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 70/2022, o.fl. fleiri lögum (ríkisstyrktir fjarskiptainnviðir, EES-reglur, eftirlit með lénaskráningum og þagnaskylda)

Niðurstöður

Umsagnir bárust frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Snerru ehf. um frumvarpið sem vörðuðu 2. gr. þess, en umsagnirnar þóttu ekki gefa tilefni til breytinga á umræddri grein. Þær vörðuðu álitamál um verðlagningu heildsöluverðs með tilliti til kostnaðar sveitarfélaga af uppsetningu fjarskiptaneta sem notið hafa ríkisaðstoðar. Samkvæmt frumvarpinu mun Fjarskiptastofa úrskurða komi til ágreinings um verðlagninguna og margvísleg sjónarmið munu þar koma til skoðunar.

Málsefni

Áætluð lögfesting vegna heildsöluaðgangs ríkisstyrktra fjarskiptainnviða, EES-reglugerðar um vöktun á barnaníðsefni, bætt eftirlits með lénaskráningum og þagnaskyldu vegna fjarskiptaöryggis.

Nánari upplýsingar

Það er áskorun fyrir stjórnvöld að gæta að því að löggjöfin haldi í við hina hröðu tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Í frumvarpinu er að finna breytingar er varða lög um fjarskipti, lög um íslensk landshöfuðlén og lög um Fjarskiptastofu. Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 70/2022 um fjarskipti, lögum nr. 54/2021 um íslensk landshöfuðlén og lögum nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu. Tilgangur þessara breytinga er fjórþættur.

Í fyrsta lagi er þörf á nýju ákvæði í fjarskiptalög um opinn aðgang að fjarskiptanetum sem notið hafa ríkisaðstoðar, setja ný viðmið um verðlagningu slíkra neta og að veita Fjarskiptastofu heimild til að skera úr um ágreining þegar hann er til staðar. Jafnframt að stofnunin fái heimild til að veita undanþágu frá kröfu um að heildsöluaðgangur skuli byggja á verðsamanburði, ef fyrirhuguð nýting á fjarskiptanetinu muni ekki standa undir slíku heildsöluverði.

Í öðru lagi þarf að tryggja lagastoð vegna innleiðingar reglna sem stafa af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði fjarskipta, í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Í þessu tilviki er um að ræða innleiðingu á reglugerð (EB) 2021/1232. Í reglugerðinni er kveðið á um undanþágur frá reglum um fjarskiptaleynd, til að gera rafrænum þjónustuaðilum tímabundið kleift að vakta hvort umferð um þeirra kerfi hafi að geyma barnaníðsefni. Sérhæfður sjálfvirkur hugbúnaður hefur verið þróaður til að það sé hægt.

Í þriðja lagi er um að ræða breytingu á lögum um íslensk landshöfuðlén (lénalögum) með það að markmiði að auka getu til að sporna við netglæpum. Auðvelda þarf lögreglu og eftir atvikum öðrum þar til bærum yfirvöldum, að takast á við glæpi á netinu með því að skerpa á heimildum lögreglu og verklagsreglum milli lögreglu og skráningarstofu íslenskra léna. Breytingunum er ætlað að mæta því.

Í fjórða lagi er um að ræða breytingu á lögum um fjarskiptastofu með að markmið að lögfesta sérstaka þagnaskyldu vegna gagna og upplýsinga um netöryggi á sviði fjarskipta. Sambærilegt ákvæði er að finna í lögum um fjarskipti nr. 70/2022 og lögum um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðasamskipta

hvin@hvin.is