Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.2.–10.3.2023

2

Í vinnslu

  • 11.3.–11.6.2023

3

Samráði lokið

  • 12.6.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-44/2023

Birt: 24.2.2023

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi þann 30. mars 2023. Fjallað er um niðurstöður samráðs í 5. kafla greinargerðarinnar og í meðfylgjandi niðurstöðuskjali.

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis í því skyni að samræma löggjöf við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021, og styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna. Jafnframt miðar frumvarpið að því að auka vægi réttinda barna og tryggja betra samræmi þeirra lagabálka sem um ræðir við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem lögfestur var árið 2013, sbr. lög nr. 19/2013.

Frá vori 2018 hefur staðið yfir umfangsmikil vinna við breytingar í þágu farsældar barna sem meðal annars hefur falist í víðtækri heildarendurskoðun lagaumhverfisins. Árið 2021 voru samþykkt lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021, sem fela í sér breytta nálgun í þjónustu við börn. Samþykkt laganna og þær breytingar á verklagi sem þar er að finna kalla á endurskoðun annarrar löggjafar þar sem fjallað er um þjónustu í þágu barna og er gert ráð fyrir því að sú vinna fari fram á þriggja til fimm ára innleiðingartímabili laganna.

Frumvarpið er mikilvægur liður í því að styrkja enn frekar umgjörð um þjónustu í þágu barna og stuðla að því að öll börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna taka til allrar þjónustu sem er veitt börnum á ýmsum málefnasviðum mennta- og barnamálaráðuneytis, þ.m.t. í leik-, grunn- og framhaldsskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Þá taka lögin einnig til annars skipulags starfs og þjónustu sem veitt er af hálfu annarra aðila, m.a. í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Um þessa starfsemi gilda nokkrir mismunandi lagabálkar, þ.m.t. lög um leikskóla, nr. 90/2008, lög um grunnskóla, nr. 91/2008, lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, íþróttalög, nr. 64/1998 og æskulýðslög, nr. 70/2007, og er markmiðið með frumvarpinu að endurskoða ákvæði þeirra.

Rétt er að taka fram að áformað er að leggja til frekari breytingar á tilvitnuðum lagabálkum í tengslum við fyrirhugaðar lagabreytingar sem tengjast skólaþjónustu og mennta- og barnamálaráðherra áformar að leggja fram á 154. löggjafarþingi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu

mrn@mrn.is