Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.2.–13.3.2023

2

Í vinnslu

  • 14.3.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-46/2023

Birt: 27.2.2023

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sjálfstæðs raforkueftirlits

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að frumvarpi að breytingu á ýmsum lögum vegna sjálfstæðis raforkueftirlits.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið var unnið í kjölfar samskipta íslenskra stjórnvalda og Eftirlitsstofnunar EFTA í tengslum við innleiðingu raforkutilskipunar ESB.

Með frumvarpinu er lagt til að aðgreina með skýrari hætti á milli Orkustofnunar og raforkueftirlits stofnunarinnar. Sérstaklega er tilgreint að innan Orkustofnunar skuli starfa sérstök eining sem beri heitið Raforkueftirlitið. Hlutverk þess verði að sinna raforkueftirliti en gert er ráð fyrir því að orkumálastjóri geti einnig falið eftirlitinu önnur verkefni. Í sjálfstæði Raforkueftirlitsins felst meðal annars að ákvarðanir þess við framkvæmd raforkueftirlits eru án áhrifa frá orkumálastjóra eða annarra utanaðkomandi afskipta. Lagt er til að Raforkueftirlitinu verði stýrt af embættismanni sem orkumálastjóri skipi til fimm ára í senn. Þá verði sérstaklega mælt fyrir um aðskildar fjárúthlutanir til Orkustofnunar og Raforkueftirlitsins.

Frestur til veitingu umsagna er til 13. mars nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

postur@urn.is