Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–14.3.2023

2

Í vinnslu

  • 15.3.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-48/2023

Birt: 28.2.2023

Fjöldi umsagna: 13

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Breyting á raforkulögum (raforkuöryggi)

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum.

Nánari upplýsingar

Raforkuöryggi og tryggt framboð raforku eru grundvallarþáttur í þjóðaröryggi Íslands.

Á síðustu árum hefur nýting virkjana farið jafnt og þétt vaxandi. Eftirspurn hefur vaxið hraðar en sem nemur auknu framboði. Afleiðingin er minna svigrúm til að bregðast við áföllum í vinnslu- og flutningskerfi raforku, eða óvæntri minnkun á framboði á heildsölumarkaði og almennum markaði. Þetta getur skapað veikleika í raforkuöryggi að því er varðar framleiðsluöryggi og nægjanlegt raforkuframboð til. næstu tveggja til fimm ára.

Með frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar á raforkulögum. Nánar tiltekið er um að ræða:

3.1. Forgangur almennings í skömmtun

Í 9. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, um skyldur flutningsfyrirtækisins (Landsnets), kemur fram að ef ófyrirséð og óviðráðanlegatvik valda því að framboð raforku fullnægir ekki eftirspurn beri flutningsfyrirtækinu að grípa til skömmtunar. Við skömmtun skal gæta jafnræðis og byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem nánar skuli útfærð í reglugerð. Í ákvæðinu er ekki tryggt að almenningur beri að njóta forgangs við skömmtun. Þá leiðir það ekki af reglugerð nr. 350/2016 um eftirlitsáætlun um jafnræði viðskiptavina flutningsfyrirtækis raforku. Með frumvarpinu er því lagt til að sérstaklega verði tekið fram að almenningur og fyrirtæki sem ekki teljist til stórnotenda og hafi ekki samið sérstaklega um skerðanlega orku skuli njóta forgangs við skömmtun.

3.2. Söfnun og miðlun upplýsinga.

Samkvæmt reglugerð um Orkustofnun ber stofnuninni að tryggja söfnun upplýsinga og gera orkuspá. Hlutverk flutningsfyrirtækisins Landsnets samkvæmt raforkulögum er að vinna kerfisáætlun. Kerfisáætlun skiptist í langtímaáætlun um fyrirhugaða uppbyggingu flutningskerfisins næstu tíu árin og framkvæmdaáætlun vegna ávarðana um fjárfestingar í flutningskerfinu næstu þrjú árin. Stjórnvöld og Landsnet afla þannig í dag ýmissa upplýsinga og gera skýrslur og spár um framtíðarþróun en vinnan er dreifð og fer ekki fram í þeim skýra tilgangi að leggja mat á öruggt framboð raforku. Með þessu frumvarpi er lagt til að flutningfyrirtækinu Landseti verið falið að vinna mat á raforkuöryggi almenna markaðarins.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

postur@urn.is