Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi
Mál nr. 49/2023Birt: 28.02.2023Síðast uppfært: 27.03.2023
Matvælaráðuneytið
Annað
Málefnasvið:
Sjávarútvegur og fiskeldi
Til umsagnar
Umsagnarfrestur er 28.02.2023–04.04.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast. Senda inn umsögn
Málsefni
Matvælaráðuneytið kynnir skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.
Matvælaráðuneytið samdi síðastliðið sumar við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group um gerð skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.
Skýrslan gerir ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki. Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis.
Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar.
Vinsamlegast komið eftirfarandi athugasemdum til skila til þeirra sem eru að gera skýrsluna um fiskeldi.
Icelandic Land Farmed Salmon er ekki flow through kerfi, heldur endurnýtingarkerfi á sama hátt og Salmon Evolution og Samherji. (bls 161)
Icelandic Land Farmed Salmon fékk umhverfismat fyrir fyrri lóð sína upp á 10.000 tonn en er með mun stærri áætlanir eins og hin fyrirtækin, allt að 30.000 tonn til lengri tíma litið. 10.000 tonna leyfið hjá ILFS er stærsta leyfið sem hefur verið gefið út á Íslandi á slíkri stöð – þó önnur stærri leyfi séu í umsóknarferli. (bls. 158)
Icelandic Land Farmed Salmon er með RAS kerfi í seiðastöð sinni en EKKI í áframeldinu. Mjög mikilvægt að taka þetta fram. Mér finnst líka mikilvægt að þið nefnið það að í fersku vatni er RAS tæknin algjörlega örugg og eru til hundruðir slíkra stöðva sem hafa verið reknar með góðum árangri. Í sjó er tæknin hins vegar mun erfiðari út af H2S uppsöfnun í vatninu. (texti bls 162)
Aðrar athugasemdir:
Mynd bls. 155 þar sem segir að áframeldi á laxi taki 12-24 mánuði á landi. Ég tel nokkuð víst að öll fyrirtækin sem eru að skoða þetta séu að skoða þetta á tímarammanum 9-14 mánuðir.
Flow through kerfi (bls. 161): Það er ekki rétt að segja að flow through kerfi á sjó noti minni orku. Frumdæling er dýrasti liðurinn þ.a. það er alltaf ódýrara að endurnýta vatn sem er búið að dæla inn á kerfið. Notkun loftara (e: degasser) í endurnýtingarkerfum er að hluta til sparnaðarráð.
Annars þakka ég fyrir umfjöllunina og góða skýrslu um fiskeldi á Íslandi. Megið hafa samband ef þið hafið einhverjar frekari spurningar um fyrirtækið okkar.
#3 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 15.03.2023
Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar um skýrslu Boston Consulting Group í viðhengi. Hér fylgja upphafsorð umsagnarinnar.
Stærsta áskorun næstu áratuga er ekki að skapa meiri verðmæti úr náttúruauðlindum. Það kann mannkynið vel og þekkir aðferðirnar. Áskorunin er að skapa verðmæti, eins og fæðu, úr náttúruauðlindunum án þess að ganga á þær til framtíðar. Að mati stjórnar Landverndar er skýrsla BCG unnin með það í huga að eina verkefni framtíðarinnar sé að skapa sem mest efnahagsleg verðmæti úr náttúruauðlindum en ekki tryggja viðhald þeirra. Skýrsluhöfundar virðast hafa stigið í þann pytt að telja að eldi geti gerst óháð öðrum breytum og að þau risavandamál sem tengjast nýtingu vistkerfa, orkunotkun og losun gróðurhúsalofftegunda eigi sér öll tæknilausn sem er handan við hornið en þó er ekki farið neitt út í.
Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr.
Helstu athugasemdir varða:
- Ofuráhersla er efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækja
- Sviðsmyndir eru óraunhæfar
- Grunnreglur umhverfisréttar eru að engu hafðar
- Ekki er skýrt hvernig bregðast á við og draga úr alvarlegum umhverfisáhrifum
- Algjör vöntun er á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, burðarþol fjarða vegna lífræns efnis eða af lúsalyfjum, plasti og koparoxíði,
- Umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar er ófullnægjandi
- Alvarlegir annmarkar eru á heimilda- og hugtakanotkun
Háskólinn á Hólum lýsir yfir ánægju með að Matvælaráðuneytið hafi látið gera úttekt á stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi, sem nýta á við stefnumótun fyrir þessa starfsemi til framtíðar. Skýrslan, ásamt úttekt Ríkisendurskoðunar, sýnir brýna þörf á að efla innviði sem nauðsynlegir eru fyrir sjálfbæran vöxt lagareldis. Ber þar hæst eflingu rannsókna, bætta rannsóknaaðstöðu ásamt stuðningi við framboð á menntun. Í skýrslunni eru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um framtíð lagareldis á Íslands, óbreytt sviðsmynd þar sem vöxtur byggir á núverandi grunni, grunnsviðsmynd þar sem vöxtur byggir á að styrkja stoðirnar og framsækin sviðsmynd þar sem Ísland væri leiðandi í lagareldi. Hvaða leið sem farin verður er nauðsynlegt að efla innviði og þar telja skýrsluhöfundar mikilvægt að huga að fjórum þáttum. Tveir af þeim snúa beint af því að efla rannsóknir og menntun í lagareldi, en hinir snúa að orkumálum og stjórnsýslu.
Í niðurlagi kaflans um innviði í skýrslu Boston Consulting Group segir orðrétt, „Á grundvelli aðgangs að náttúruauðlindum, skilvirkrar stjórnsýslu, öflugs mennta- og rannsóknastarfs getur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að sérfræðiþekkingu og nýsköpun í lagareldi“.
Háskólinn á Hólum er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á nám á háskólastigi í fiskeldi. Jafnframt hefur skólinn stutt við uppbyggingu náms í greininni á öðrum skólastigum, t.d. í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Háskólinn tekur þátt í alþjóðlegu uppbyggingarverkefni, Bridges, sem leggur áherslu á þróun verknáms tengdu lagareldi. Háskólinn hefur verið leiðandi í fiskeldisrannsóknum á Íslandi og hefur leitt öflug rannsóknarverkefni í yfir 30 ár. Einnig hafa aðrir háskólar og rannsóknastofnanir stundað rannsóknir í lagareldi, oft í samstarfi við Háskólann á Hólum. Mikilvægur þáttur í rannsóknum Háskólans á Hólum er uppbygging á kynbótum á bleikju og rannsóknum þeim tengdum. Nú leiðir skólinn verkefni sem miðar að því að byggja upp fyrsta flokks rannsóknir og nám á BS og MS stigi um eldi og ræktun á lífverum í sjó og ferskvatni með sjálfbærni að leiðarljósi. Um er að ræða samtarfsverkefni þar sem allir opinberu háskólarnir ásamt Matís, Hafrannsóknastofnun, Háskólasetri Vestfjarða, Náttúruminjasafni Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi taka þátt. Verkefnið stuðlar að forystuhlutverki Íslands í sjálfbæru lagareldi sem tekur fullt mið af opinberum stefnum um sjálfbærni, loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni.
Háskólinn á Hólum vill með þessari umsögn benda á það starf sem unnið hefur verið og er í góðum farvegi. En betur má ef duga skal! Skólinn vill benda á að til þess að ná markmiðum um 6% útflutningsverðmæti af vergri landsframleiðslu skv. grunnsviðsmynd skýrslunnar þá er nauðsynlegt að A – byggja upp öfluga innviði til rannsókna í lagareldi. B – Efla enn frekar kennslu á öllum skólastigum. Við stóreflingu rannsókna og uppbyggingu innviða, samhliða markvissu og öflugu námsframboði í sjálfbæru lagareld er mikilvægt að skilgreint fjármagn komi til þessara þátta, eins og tíðkast t.d. erlendis (Í Noregi), þar sem að skólastofnanir eru að hluta fjármagnaðar af beinu framlagi iðnaðarins.