Samráð fyrirhugað 28.02.2023—04.04.2023
Til umsagnar 28.02.2023—04.04.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 04.04.2023
Niðurstöður birtar

Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi

Mál nr. 49/2023 Birt: 28.02.2023 Síðast uppfært: 27.03.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 28.02.2023–04.04.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.

Matvælaráðuneytið samdi síðastliðið sumar við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group um gerð skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.

Skýrslan gerir ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki. Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.