Umsagnarfrestur er liðinn (02.03.2023–02.04.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Matvælaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að nýrri og endurskoðaðri gjaldskrá Matvælastofnunar.
Hin nýja gjaldskrá er byggð upp á tímagjaldi fyrir veitta þjónustu þar sem greitt er fyrir undirbúning og tíma sem fer í ferðir fyrir hvert þjónustuverkefni.
Gjaldskrárdrögin ná yfir öll þjónustugjöld stofnunarinnar og voru áður birt í þremur gjaldskrám með alls 70 gjaldaliðum. Sú grundvallar breyting er gerð að fallið er frá föstum gjöldum, tímagjaldi fyrir áhættuflokkað eftirlit, föstu akstursgjaldi sem og kíló gjaldi fyrir innvegið kjöt í sláturhúsum vegna kostnaðar við heilbrigðisskoðun sláturdýra.
Í drögunum er tekið tillit til þjónustuaðila sem eru með aðsetur á svæðum sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir sbr. lagaákvæði þar að lútandi með því að draga úr kostnaði þeirra þjónustuþega sem búa fjarri starfsstöð Matvælastofnunar.
Allur kostnaður vegna sýnatöku, rannsókna og umsýslu sem hlýst af rannsóknum verður innheimtur hjá þjónustuþega samkvæmt framlögðum reikningi viðkomandi rannsóknarstofu. Sú undantekning er gerð að þjónustuþegar greiða ekki fyrir eftirfarandi reglubundnar sýnatökur og greiningar á eftirfarandi sýnum skv. sýnatökuáætlunum vegna aðskotaefna- og lyfjaleifasýni með búfénaði á býlum og eldisfiski skráningarskyldra fiskeldisfyrirtækja.
Heildstæð ítarleg kostnaðargreining hefur verið gerð til að undirbyggja nýja gjaldskrá. Kostnaðargreiningin byggir á greiningu frá KPMG og stuðlar að auknu gegnsæi og skýrleika ásamt því sem hægt er að fylgjast reglubundið með breytingum á kostnaði í takt við síbreytilegt rekstrarumhverfi, umfang og árangur þjónustuverkefna, áherslur í eftirliti og tækniframfarir.
Gjaldskráin verður innleidd í þrepum, og verður innheimt 80% af tímagjaldi fyrir fyrsta almanaksárið (2023) en gjaldskráin skal endurskoðuð fyrir lok hvers árs.
Umsögn frá Erlendi Björnssyni Selgbúðum og Guðjóni Þorkelssyni ráðgjafa er í viðhengi
ViðhengiSjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Viðhengi