Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–22.3.2023

2

Í vinnslu

  • 23.3.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-60/2023

Birt: 9.3.2023

Fjöldi umsagna: 12

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um leigubifreiðaakstur.

Nánari upplýsingar

Þann 16. desember síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný lög um leigubifreiðaakstur, nr. 120/2022, og munu þau taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Við gildistöku þeirra falla þá úr gildi lög um leigubifreiðar, nr. 134/2001.

Ráðherra er með hinum nýju lögum falið að mæla nánar fyrir um ýmis atriði, auk þess sem honum er heimilt að mæla nánar fyrir um önnur. Í drögunum er meðal annars að finna ákvæði er varða:

• Auðkenni leigubifreiðar, sýnileika verðskrár og innihald hennar.

• Umsókn og útgáfu leyfis, námskeið og heimilar undanþágur frá gerðum kröfum.

• Sérstakar skyldur leigubifreiðastöðvar og rafræn kerfi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is