Umsagnarfrestur er liðinn (10.03.2023–11.04.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Matvælaráðuneytið hóf árið 2022 vinnu við gerð vegvísis um nýtingu á lífrænum efnum í landbúnaði og landgræðslu.
Matvælaráðuneytið hóf árið 2022 vinnu við gerð vegvísis um nýtingu á lífrænum efnum í landbúnaði og landgræðslu. Samið var við verkfræðistofuna Eflu að stýra verkefninu. Fyrir liggur samantekt á stöðu nýtingar lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu og tillögur meginmarkmiðum og aðgerðum sem ætlað er að nýtist við mótun stefnu og aðgerðaáætlana fyrir viðfangsefni matvælaráðuneytisins. Hún var tekin saman af verkefnisstjóra Eflu með þátttöku starfsmanna frá matvælaráðuneytinu, Landgræðslunni, Matís, Matvælastofnunar og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Þá voru jafnframt haldnir fundir með fjölmörgum hagaðilum eins og fram kemur í samantektinni. Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni hennar.
Athugasemd um Bonn-áskorunina og um þátt Skógræktarinnar í notkun lífræns áburðar og þróun aðferða
Á blaðsíðu 31 í skýrslunni er eftirfarandi málsgrein:
„Bonn-áskoruninn er alþjóðlegt átak um endurheimt náttúrulegra skóga á landslagsheildum.“
Þetta er villandi framsetning enda settu Evrópuþjóðir áskorunina fram með því markmiði að endurhæfa vistkerfi þar sem skógum hefur verið eytt, vinna þannig gegn jarðvegseyðingu og búa til heilbrigð vistkerfi sem styðja við búsetu fólks. Ekki eru skilyrði um að í þessari vinnu sé meginmarkmiðið að skapa sambærilega skóga með sömu tegundum og áður uxu á viðkomandi svæðum enda er slíkt ekki alltaf skynsamlegt miðað við breytt veðurfar og hitastig, hagsmuni samfélaga fólks, raunhæfa ræktunarmöguleika o.s.frv. Reyndar er óljóst hvað átt er við með náttúrulegum skógum. Er birkiskógur sem ræktaður er upp á skóglausu landi meira náttúrulegur skógur en skógur sem ræktaður er með öðrum trjátegundum á sama landi og með sömu aðferðum? Í báðum tilfellum fara í gang öll þau náttúrulegu ferli sem einkenna skóg. Í báðum tilfellum er landi breytt úr skóglausu í skógi vaxið. Munurinn er í raun bara hugmyndafræðilegur og snýst meira um tilfinningar og smekk en vísindi eða staðreyndir enda er langt í frá að birki sé sú trjátegund sem best er aðlöguð vaxtarskilyrðum á Íslandi.
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja markmiðið á aukna útbreiðslu birkiskóga með þátttöku sinni í Bonn-áskoruninni. Það er þrengra markmið en í raun er gert ráð fyrir í sameiginlegum evrópskum markmiðum áskorunarinnar. Þar er snar þáttur í markmiðunum að viðkomandi landsvæði nýtist samfélögum fólks en fóstri um leið heilbrigð náttúrleg ferli, flóru, fánu, fungu o.s.frv. Að landið þoli búsetu mannsins og beinlínis þjóni búsetu mannsins. Megininntakið er skýrt í þeim orðum sem sett eru fram á vef Bonn-áskorunarinnar, bonnchallenge.org:
„The Bonn Challenge is a global goal to bring 150 million hectares of degraded and deforested landscapes into restoration by 2020 and 350 million hectares by 2030.“
Þetta kemur skýrar fram í texta á vef áskorunarinnar.
Þá er mikilvægt að benda á að Skógræktin hefur verið í fararbroddi við nýtingu á lífrænum áburði og hennar ætti að nefna í tengslum við notkun kjötmjöls í Hekluskógum. Þar er þáttur Skógræktarinnar síst minni en Landgræðslunnar. Skógræktin hefur frá árinu 2015 stundað tilraunir með notkun moltu við nýskógrækt á rofnu landi og slíkar tilraunir halda áfram á komandi sumri, m.a. í samspili við sáningu hvítsmára sem er íslensk plöntutegund og framleiðir nitur, næringarefnið sem einkum vantar í moltuna. Þessar tilraunir nýtast ekki síst í því starfi að breiða á ný út birkiskóglendi á Íslandi enda er birki þurftafrek trjátegund sem illa gengur að rækta án talsverðrar meðgjafar á rofnum svæðum þar sem vistkerfið er hrunið og næringarskortur mikill. Rétt notkun lífrænna efna og niturbindandi plantna eykur mjög möguleikana á að breiða út birkiskóglendi landsins á ný. Stærsta hindrunin á notkun moltu í skógrækt og landgræðslu er kostnaður við flutning á efninu á ræktunarsvæðin. Mikilvægt er að finna fjármagn til að mæta þessum kostnaði og leiðir til að gera nýtingu moltunnar eins hagkvæma og árangursríka og mögulegt er. Tilraunir og rannsóknir Skógræktarinnar stuðla m.a. að þessu.
Við viljum vekja athyglu á tækni, sem hefur rutt sér til rúms víða erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og víðar, sem kölluð er No-Till (jarðræktarbúskapur) og Cover Crop (þekjugróður). Þessi tækni er ekki notuð mikið hérlendis eins og er, en við teljum það bara spurning um hvenær en ekki hvort þessi tækni verður tekin upp hér.
Staða þekkingar okkar á þessari tækni og þeirri þróun, sem á sér stað höfum við bæði byggt á lestri vísindagagna, skýrslum úr rannsóknum, fyrirlestrum vísindafólks t.d. á netinu og fræðibókum um efnið. Í fyrrasumar fórum við til Englands, bæði til Isle of Wight til að kynnast lífrænni hvítlauksræktun og heimsóttum einnig fræðimanninn Charles Dowding í Somerset, en það má segja að hann sé með þeim fyrstu og frumkvöðull í þessari tækni “No-Till”, sem englendingar kalla reyndar No-Dig.
Fórum á 3ja daga ráðstefnu í streymi: Soil Regen Summit 2023 (collaborating with nature), dagana 14.3. til 16.3. síðastliðinn.
Eftirfarandi er skýrsla sem við höfum vitnað í sem erlenda þekkingu:
Frá EESI, Environmental and Energy Study Institute USA, https://www.eesi.org/
Úrdráttur úr: No-Till Farming Improves Soil Health and Mitigates Climate Change.
Jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) bætir heilbrigði jarðvegs og dregur úr loftslagsbreytingum.
Baráttan gegn loftslagsbreytingum
Jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) dregur úr loftslagsbreytingum á tvennan hátt: hann dregur úr notkun véla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og hjálpar jarðvegi að halda í kolefni og kemur í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda við jarðvinnslu eins og plægingar. Vegna þess að jarðræktarbúskapur krefst þess ekki að dráttarvél dragi plóg, mun það spara eldsneyti og drega úr útblæstri.
Í Bandaríkjunum áætlar USDA að það spari bændur sem stunda jarðræktarbúskap um 588 milljónir lítra af dísilolíu árlega –sem er nægt til að knýja yfir 720.000 heimili í eitt ár.
Þannig er hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti 5.8 milljón tonn af koltvísýringslosun, sem jafngildir því að taka meira en 1 milljón bíla úr umferð.
Að byggja upp viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum.
Jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) getur byggt upp viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum með því að auka heilbrigði jarðvegsins. Heilbrigður jarðvegur hefur meiri getu til að halda vatni, sem þýðir að hann tekur við meira magn af vatni á tímum mikillar úrkomu og hæfni til að geyma þegar þurrkatíð verða og gerir landið þolnari fyrir öfgakenndari veðráttu veðri.
Í jarðræktarbúskap verða leifar fyrri ræktunar - svo sem hýði og stilkar - áfram á jarðveginum í stað þess að verða plægðar undir. Þetta bætir við þau lífrænu efni í jarðveginum og kemur einnig í veg fyrir vind- og vatnsrof, sem er sérlega mikilvægt til að vernda jarðveginn fyrir, þar sem stormar og illviðri verða tíðari og ákafari vegna loftslagsbreytinga.
Í raun getur jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) dregið úr jarðvegseyðingu um meira en 80 prósent og hefur einnig þann aukna ávinning að vernda vatnsgæði í setlögum á og hreyfir ekki við vatnshólfum í jarðveginum. Hægt er að bæta heilbrigði jarðvegs enn frekar þegar jarðræktarbúskapur er sameinaður með ræktun fjölbreytts þekjugróðurs og annarra sjálfbærra aðferða.
Að draga úr kostnaði fyrir bændur.
Með því að draga úr þörfinni fyrir eldsneytisfreka plóga getur jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) dregið úr eldsneytisnotkun um 50 til 80 prósent og sparað þannig pening fyrir búin. Jarðræktarbúskapur dregur einnig úr vinnuaflstengdum kostnaði þar sem það krefst 30 til 50 prósent minni vinnu en hefðbundið jarðvinnslukerfi. Með þekjugróðri (Cover Crops) getur jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) verið áhrifarík aðferð við að koma í veg fyrir illgresi sem leiðir til sparnaðar á illgresiseyði. Bætt heilbrigði jarðvegar og aukin vatnsnýttni kemur með breyttum búskaparháttum við jarðrækarbúskap og hefur það átt stóran þátt í að auka uppskeru og næringarinnihald eykst.
Tilgangurinn með þessari tækni er að róta sem minnst í jarðveginum því örverulíf er mjög viðkvæmt fyrir öllu hnjaski. Örverur (e. microbes, microorganism) eru afar fjölbreyttur hópur lífvera sem sjást aðeins í smásjá eins og bakteríur (gerlar), rotverur (saphrophytes), frumdýr, liðdýr, margar teg. áttfætlumaura og krabbadýra, einnig sveppir sem tengjast rótarkerfi plantnana, ormar og fleiri smádýr. Þessi dýr ásamt dauðum rótum plantna búa til göng í jarðveginum þar sem flæðir súrefni inn um öll göt og geymir einnig mikið magn af vatni. Þessi hópur örvera gegnir veigamiklu hlutverki í jarðveginum, sem vinna saman ásamt rótarkerfi plantna að því að gera moldina næringaríka, sem síðar skilar því til þeirra plantna sem verið er að rækta. Við mikið jarðrask slitnar þessi lífræna keðja og getur tekið hátt í 2 -4 mánuði að tengjast aftur. Það er langur tími hér hjá okkur þar sem veðrið skiptir miklu máli og sumarið stundum stutt.
Þetta getur einnig stuðlað að aukinni bindingu kolefnis í jarðveginum (Christine Jones, PhD) www.amazingcarbon.com
Í grein eftir Dr. Christine Jones (Adapting farming to climate variability) segir: ,,Yfir 95% af fjölbreyttni jarðarinnar er í jarðveginum. Til þess að það líf blómstri þarf vistkerfið að hafa brennsluefni, sem er í formi kolefnis (frá grænum plöntum) og búsvæði sem er í formi rótarkerfis."
Einnig segir í sömu grein: ,,Staða næringarinnihalds í jarðvegi, plöntum, dýrum og fólki hefur hríðfallið síðustu 50 ár, vegna taps á kolefnum úr jarðveginum, sem er aðal drifkraftur næringarhringrásar jarðvegsins. Það má segja að staða kolefnis í jarðvegi tengist gæðum og fjölbreytileika þekjugróðursins.
Úrdráttur úr: Cover Crops for Climate Change Adaptation and Mitigation
Þekjugróður til aðlögunar og mildunar á loftslagsbreytingum.
Hvað er þekjugróður?
Þekjugróður (Cover Crops) er notaður í ræktun vegna þess umhverfislegs ávinnings sem það hefur en ekki sem uppkera og þar eð þessar plöntur eru ekki ætlaðar til sölu eða neyslu. Þegar sá á sölugróðrinum er þekjugróðrinn brotinn niður og það brotnar niður og verður að jarðvegsbæti og eykur frjósemi jarðvegarins. Þessum þekjugróðursplöntum er oft sáð eftir uppskeru sölugróðurs, eins og korni t.d, og áður en sáning fyrir næstu nytjaplöntu fer fram og einnig þegar akrar eru settir í hvíld.
Til þekjugróðursplantna teljast belgjurtir (t.d. rauðsmári, ertur, baunir), korn (t.d. rúgur, hveiti, hafrar), grös (t.d. bygg, rýgresi, hirsi) og tegundir laufblaða (t.d. bókhveiti, mustard). Miðað við mismunandi eiginleika þekjuplantna veitir hver tegund mismunandi úrlausnir og best er að planta fleiri en einni tegund þekjuplöntu til að hámarka ávinninginn. Þó að notkun þekjuplantna hafi aukist á síðasta áratug í Bandaríkjunum, eru aðeins fimm prósent af ræktarlandi í Bandaríkjunum - sem jafngildir um 15.4 milljónir ekra (6.16 millj. ha.)- nýtt fyrir þekjugróður árið 2017.
Baráttan gegn loftslagsbreytingum
Þekjuplöntur taka inn koltvísýring með ljóstillífun og geyma kolefnið í jarðveginum og hjálpa þannig til við að draga úr loftslagsbreytingum. Áætlað er að 20 milljónir ekra af þekjuplöntum geti bundið yfir 66 milljónir tonna koltvísýringsígilda á ári, sem jafngildir losun um 13 milljóna ökutækja.
Hins vegar er óvíst versu lengi bundið kolefni helst í jarðveginum. Sjá: Soil Carbon Sequestration: Myths, Realities, and the Biden Administration’s Proposals (csis.org)
Engu að síður getur tenging þekjugróðurs við aðrar sjálfbærar landbúnaðaraðferðir, s.s. Jarðræktarbúskapur (No-Till Farming) eða Náttúruverndarvinnsla(conservation tillage), veitt aukinn og oft viðbótarávinning í umhverfis- og loftslagsmálum.
Að byggja upp viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum.
Þekjuplöntur hjálpa til gagnvart loftslagsáhrifum með því að auka getu jarðvegsins að taka á sig mikla rigningu, hlífir jarðveginum og halda í raka og hjálpað þannig bændum. Þetta gerir uppskeruna þolnari fyrir þurrkum, miklum hita, mikilli/ákafri úrkomu og flóðum. Þekjugróður eykur einnig lífrænt efni í jarðvegi, sem bætir uppbyggingu þess og vatnsheldni, kemur einnig í veg fyrir jarðvegsrof og dregur úr þörfinni fyrir tilbúnum áburði.
Þekjugróður veitir aukinn ávinning af því að bæta vatnsgæði nærliggjandi vatnaleiða. Þekjugróður getur dregið úr myndun illgresis, þannig að þörf fyrir illgresiseyða verður lítil sem engin og mynda viðnám gegn meindýrum og standast frekar vegna smita.
Aukinn afrakstur uppskeru
Með því að koma í veg fyrir mikla veðrun skila lífrænu efnin sér niður í jarðveginn og halda næringarefnum þar (eða bæta þeim við, ef um belgjurtir er að ræða), bætir þekjugróður frjósemi jarðvegarins sem getur aukið uppskeru. Þekjugróður skapar einnig búsvæði fyrir gagnlegar lífverur eins og frjóbera, sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigt landbúnaðarumhverfi.
Rannsókn frá 2019 leiddi í ljós að þeir sveitabæir sem nota þekjugróður eru með aukningu á afrakstri á ekru um 5% fyrir sojabaunir, 2% fyrir korn og 2,5% fyrir hveiti.
Til að lesa allar greinar í þessari röð er að fara á vefsíðu okkar:https://www.eesi.org/agriculture-and-climate-series .
Höfundar: Savannah Bertrand, Anna Sophia Roberts og Emma Walker
Með notkun þekjugróðurs og þá sérstaklega belgjurta, sem mynda sérstaka rótarhnúða sem innihalda sérhæfðar köfnunarefnisbindandi bakteríur sem vinna köfnunarefni (N) úr andrúmsloftinu á náttúrulegan hátt, þá þarf ekki að nota köfnunarefnisáburð.
Helstu kostir þekjugróðurs tækninnar fyrir vistkerfið eru:
• Eykur frjósemi jarðvegs.
• Dregur úr jarðvegseyðingu.
• Kemur í veg fyrir að næringarefni tapist út í umhverfið.
• Bætir vatnsbúskap og vatnsheldni jarðvegsins.
• Minnkar arfamyndun.
• Eykur við líffræði jarðvegsins.
• Bindur kolefni í jarðveginn.
Þar er það jarðvegslífið með öllu sínu örveru- bakteríulíf og mycellium/mycorrhizal sveppaþræðina sína sem koma inn:
Mycelium eru ótrúlega litlir "þræðir" sem vefjast utan um rætur plantna og trjáa og dreifa sér í allar áttir í jarðveginum. Samanlagt samanstendur mycelium af því sem kallað er "mycorrhizal network" sem tengir einstakar plöntur saman til að flytja vatn, köfnunarefni, kolefni og önnur steinefni sem plöntunni vantar. Plantan sendir frá sér fjölsykrur niður í rótarkerfið og ef henni vantar fosforus sndir plantan þannig skilaboð sem sykrur til ákveðinna örevra, hyphae þræðirnir sendast af stað og sækja það og fá sykrur í staðinn.
Hvað eru mycorrhizae? Mycorrhizae er í sveppur - rótarsveppur. Þetta eru mjög litlir, alveg örsmáir þræðir sem kallast hyphae, sem sjást í smásjá. Hyphae þræðirnir eru samtengdir eins og netlíkan/vefur (internet) sem kallast mycelium og hefur mælist í hundruðum km. að stærð.
Rótarsveppurinn Mycorrhizal framleiðir einnig prótínið glómalin, sem er óvatnsleysanlegt prótín en hleypir lofti í gegnum sig. Það er límið sem heldur jarðveginum saman. Heilbrigði jarðvegsins skiptir hér öllu máli og mun skipta öllu máli er varðar kolefnisjöfnun. Það er vitað að þegar verið er að plægja verði mikil kolefnislosun upp í andrúmsloftið.
Það má nefna sem dæmi að í kringum flugvöllinn í Denver, USA, í ákveðin radíus er bændum bannað að plægja. Þar hefur moldrok hamlað flugi og verið vandamál í marga áratugi. Þetta svæði var kallað "dust bowl" vegna mikils landfoks. Jarðvegurinn er orðinn að engu, moldin líflaus og fauk bara burt.
Jarðfok er vandamál sem verður að taka föstum tökum og það gerir þekjugróðurinn. Það á aldrei að skilja eftir bera jörð.
Rannsóknir sýna einnig fram á að plöntur taka ínn í rótarkerfið hjá sér örverur, sem eru fullar af næringu og plantan hreinlega ,,hreinsar burt næringuna af bakteríunum”, spýtir þeim síðan út um rótarhárin. Þegar bakteríurnar koma út aftur hjúpa þær sig að utan að nýju og halda áfram að vinna og safna næringu. Þegar þær fyllast af næringu fara þær aftur inn í rótina og aftur í,,þvottavélina” og svo aftur út um rótarhárin.
Svona heldur hringrásin áfram og þannig tekur og nýtir plantan sér næringuna sína og er þetta einnig unnið í samvinnu við sveppaþræðina (mycellium) sem er í raun framlenging rótarkerfis plantnana, þar sem rótarkerfið plöntunar fer ekki eins langt og sveppþræðirnir gera.
Sjá greinar 1-4 um rannsókn Dr. James White, prófessor í Rutger Háskólanum í Ástralíu:
https://agriculture.borax.com/blog/june-2020/james-white-revisiting-role-plant-root-hairs
Þegar notaður er tilbúin áburður, eru plönturnar að fá þessa næringu fría og hafa þá lítið samneyti við örverulífið sem reiða sig á næringarsamskipti við rótarkerfi plantnanna sem og annað lífríki í jarðveginum. Þar með fær lífríkið í jarðveginum ekki lengur þær fjölsykrur frá plöntunum, sem þær þurfa á að halda og þess vegna mun örverulífið nánast deyja og leggjast í dvala. Þannig minnkar lífræni hluti jarðvegsins verulega og verður því jarðvegseyðing. Það verður því ekkert sem heldur jarðveginum saman, ekkert glomalin, engin samloðun og hann fýkur burt, jarðvegseyðing.
Við viljum einnig benda á nokkrar bækur sem hafa vakið mikla athygli um þessi mál og þær eru:
,,Mycelium Running "eftir Paul Stamets, Hann er sérfræðingur í sveppum og hefur notað sveppategund sem trjákurl hefur verið smitað með og sett í netpoka og notað til að hreinsa sóttmengað vatn og svæði á einu ári. Það vakti undrun hjá umhverfissviði í bæjarfélagi hans og víðar. Í kafla 5 sem heitir Mycofiltration.
Þetta er áhugaverður kostur sem er eflaust hægt að kanna og kannski ekki svo dýr í framkvæmd.
,,From Dirt to Soil" eftir Gabe Brown. Þar lýsir hann sínu ferli og hvernig hann tók upp þennan ,,jarðræktarbúskap". Hann er í samstarfi við General Mills fyrirtækið í Bandaríkjunum sem framleiðir morgunkorn o.fl. og eru að taka upp regenreative farming. Allir þeir bændur sem vilja að þeir kaupi þeirra uppskeru verða að uppfylla vissar kröfur sem eru: Hættum að plægja, nota þekjugróður og vatnsverndun o.fl.. Þetta er é heimasíðu General Mills og fletta upp: regenreative farming. Þar er þetta allt útskýrt og margar greinar.
https://www.generalmills.com/how-we-make-it/healthier-planet/environmental-impact/regenerative-agriculture
,,Growing A Revolution" eftir David R.Montgomery. Bringing our soil back to life. Hann er MacArthur Fellow og er prófessor í jarðformfræði við Háskólann í Washington, USA. Mjög athyglisverð bók, þar sem hann lýsir þessa brúnu byltingu eða 5. byltinguna í landbúnaði.
Allar þessar 3. bækur eru hjá matvælaráðherra.
Sjá einnig skýrslu um 40 ára samanburðarrannsókn um þekjugróður og No Till niðurstöðum frá Rodale Institute í USA. Skýrsla þessarar rannsóknar fylgir með sem viðhengi. (40rarannsknfrRodale.pdf)
Hér má skoða það efni sem við höfum verið að kynna okkur
Charles Dowding, https://www.charlesdowding.co.uk
Gabe Brown, https://brownsranch.us/
Dr. Christine Jones, https://www.farmingsecrets.com/mentor/dr-christine-jones/ , https://www.amazingcarbon.com/
Dr. Elaine Ingham, https://www.soilfoodweb.com/
Dr Kristine Nichols, http://kris-systems.com/about-kris
Rattan Lal https://cmasc.osu.edu/ , https://senr.osu.edu/our-people/rattan-lal
https://livingwebfarms.org/
40 ára samanburðarrannsókn:
https://rodaleinstitute.org/science/farming-systems-trial/
https://www.eesi.org/articles/view/no-till-farming-improves-soil-health-and-mitigates-climate-change
Úrdráttur úr rannsókn Dr. James White. Ath. Þetta eru 4 þættir og linkurinn er á þann fyrsta en hægt er að fara á næsta, en það stendur undir lok texta: ”Continue to part two of the series:”
https://agriculture.borax.com/blog/june-2020/james-white-revisiting-role-plant-root-hairs
Viðbót/ endurtekning
Sú tækni sem umræðir er í sjálfu sér ekki nýjung, því henni hefur verið beitt á mörgum svæðum erlendis við góða reynslu. Þessi tækni og ferlar miðast að því að stuðla að náttúrulegri sjálfbærni, endurnýjun og náttúrulegri uppbyggingu jarðvegsins. Það er lykilatriði í þessu að hætta að plægja, nota ekki tilbúinn áburð, skordýraeitur eða arfaeitur. Eingöngu lífrænan áburð. Þetta eru byltingarkenndar aðferðir, sem þarf að kynna bændum og til almennings.
Jarðræktarbúskapur er"Náttúruverndar Landbúnaður", sem byggir á þremur meginreglum:
1) Snúa ekki jarðvegi "No Dig/No Till"
2) Rækta fjölbreyttan þekjugróður
3) Framkvæma fjölbreytta skiptiræktun þar sem hún á við.
Nýleg rannsókn nokkurra háskóla í USA frá 2022
Mixed cover crops capture carbon in soil, could help mitigate climate change
Research has implications for carbon sequestration in agricultural soils and climate change
https://www.psu.edu/news/research/story/mixed-cover-crops-capture-carbon-soil-could-help-mitigate-climate-change/
Virðingarfyllst
Þórunn M. Ólafsdóttir
Haraldur Guðjósson
Dalahvítlaukur
gsm: 783 1494
Viðhengi Viðhengi Viðhengi ViðhengiÁ 40. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. mars 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr 63/2023, Stöðuskjal og tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu, og þannig bókað.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð stöðuskjals og tillögum að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu. Afar mikilvægt er að lífræn áburðarefni séu nýtt á sem bestan og hagkvæmastan hátt til stuðnings sjálfbærri auðlindanýtingu og til að draga úr innflutningi tilbúins áburðar. Lífgas, sem hreinsað hefur verið svo hægt sé að nota það sem eldsneyti á bifreiðar, í daglegu tali kallað metaneldsneyti, er innlendur og endurnýtanlegur orkugjafi sem nýst getur í stað jarðefnaeldsneytis. Þegar eldsneytið er framleitt úr lífrænum úrgangi er það á meðal þess lífeldsneytis sem mest dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það getur þar með auðveldað stjórnvöldum að uppfylla innlendar og erlendar skuldbindingar sínar í umhverfis- og loftlagsmálum. Að auki getur framleiðsla og nýting lífgaseldsneytis stuðlað að bætingu fjölda annara umhverfismála á sviði landbúnaðar, förgunar úrgangs og endurvinnslu næringarefna. Fyrri skoðanir hafa leitt í ljós að þegar viðeigandi hráefni hafa verið valin með hliðsjón af íslenskum lögum og reglum, geta á milli 27.000 og 32.000 tonn hráefnis nýst árlega til lífgasframleiðslu í Skagafirði. Gasframleiðslan, á ársgrundvelli, gæti verið allt frá 540.000 til 1.000.000 Nm3 - CH4. Fyrri rannsóknir í Skagafirði hafa skilað þeirri niðurstöðu að rekstur miðlægrar lífgasframleiðslu í Skagafirði getur skilað jákvæðum rekstri en miðað við mismunandi forsendur og skort á verulegum fjárhagslegum stuðningi er lífgasframleiðsla í Skagafirði ekki fjárhagslega hagkvæm, þ.e. rekstrarafkoman er ekki nægjanlega jákvæð til að skila stofnkostnaði til baka og skila ásættanlegri arðsemi. Rekstrarhagkvæmni lífgasvera byggir þannig á stefnumótun stjórnvalda sem nær til margra mismunandi þátta. Sagan frá nágrannalöndum okkar sýnir að vöxtur lífgasgeirans byrjar fyrst þegar fjárhagslegur stuðningur er innleiddur og breytingar á þessum stuðningi hafa mikil áhrif á vöxt geirans. Stefnumótun yfirvalda hefur afar mikið að segja. Það eru hins vegar engar algildar reglur um stefnumótun í þessum efnum þar sem hún er afar háð staðbundnum aðstæðum. Það er því afar mikilvægt að skoða hvert tilvik ofan í kjölinn um leið og tekið er mið af mismunandi framkvæmd í öðrum löndum.
F.h. byggðarráðs
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Góðan dag
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kv. Flosi H. Sigurðsson
Viðhengi ViðhengiÍ viðhengi er umsögn fyrir hönd sex sveitarfélaga á Suðurlandi sem í sameiningu reka seyruverkefni á starfssvæði sveitarfélaganna. Verkefni sveitarfélaganna er afar eftirtekarvert vegna þess að þar er verið að nýta lífræn efni til landgræðslu sem koma frá langstærstu sumarhúsabyggðum Íslands.
Virðingarfyllst
Aldís Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Seyruverkefnis á Suðurlandi.
ViðhengiHjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar.
ViðhengiSamtök þörungafélaga fagna umræðu sem snýr að nýtingu lífrænna aðferða í landbúnaði enda miklir möguleikar á því sviði í tengslum við sjálfbæra öflun, ræktun og umhverfisvæna nýtingu afurða smá- og stórþörunga.
Hér að neðan má finna skjal með ábendingar samtakanna um stöðuskýrsluna sem snýr að notkun þörunga í tengslum við nýtingu lífrænna efna við landgræðslu og í landbúnaði. Samtökin bjóða fram aðstoð sína við áframhaldandi vinnu tengda stefnumörkun til uppbyggingar nýtingu lífrænna þörungaafurða.
ViðhengiÞað má fagna því að unnar séu tillögur að bættri nýtingu lífrænna efna í landgræðslu og landbúnaði. SSNE, Vistorka og Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið hafa látið vinna frumhagkvæmnimat líforkuvers á Norðurlandi eystra (https://www.ssne.is/static/files/Utgefidefni/frumhakvaemnimat-liforkuvers_ssne.pdf) þar sem teiknuð er upp mynd af söfnun, meðhöndlun og nýtingu á mest öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Nú fer fram áframhaldandi vinna sem miðar að því að lífrænum straumum af svæðinu verði safnað á sama stað og úr þeim unnin orka, jarðefnabætir og önnur verðmæti. Markmið líforkuvers í Eyjafirði samræmist markmiðum stjórnvalda um bætta nýtingu auðlinda, innleiðingu hringrásarhagkerfis, bann við urðun á lífrænum efnum og aukna framleiðslu á innlendum orkugjöfum.
Nái allar hugmyndir um líforkuver í Eyjafirði fram að ganga yrði mögulegt að nýta fosfór úr seyru, nitur úr gufunni sem verður til við vinnslu dýraleifa og safna koldíoxíði sem nýtist við innlenda grænmetisframleiðslu, svo fátt eitt sé nefnt.
Til að fýsilegt sé að ráðast í slíka innviðauppbyggingu er mikilvægt að þeir lífrænu straumar sem unnið skal úr fari í réttan farveg. Hér spila stjórnvöld stóra rullu, þar sem tryggja þarf söfnun dýraleifa úr öllum áhættuflokkum á landsvísu. Environice vann minnisblað (https://www.environice.is/wp-content/uploads/2023/03/Minnisblad-dyraleifar-Environice-230310.pdf) fyrr í þessum mánuði sem skýrir stöðuna vel og kemur með tillögur að samræmdu söfnunarkerfi fyrir dýraleifar.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.
Umsögn send inn fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
ViðhengiUmsögn Matís ohf. um tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu.
Matís tekur fagnandi samráði um tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu á lífbrjótanlegum efnum og vonast til að meðfylgjandi umsögn geti stutt við aðgerðaráætlunina.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Slow Food Reykjavík samtakanna
Virðingarfyllst
Dóra Svavarsdóttir, formaður
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku.
Virðingarfyllst,
Baldur Dýrfjörð
ViðhengiSjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.
Viðhengi