Samráð fyrirhugað 10.03.2023—21.04.2023
Til umsagnar 10.03.2023—21.04.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 21.04.2023
Niðurstöður birtar

Drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla

Mál nr. 66/2023 Birt: 10.03.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.03.2023–21.04.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Drög að hvítbók um samgöngur er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við hvítbókina og skýrsluna er til og með 21. apríl.

Drög að hvítbók um samgöngumál er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna er til og með 21. apríl.

Hvítbók um samgöngumál er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Drög að stefnumörkun hvítbókarinnar byggir m.a. á stöðumati grænbókarinnar, sem kom út í september 2021 ásamt upplýsingum af opnum samráðsfundum sem haldnir voru fyrir alla landshluta í október 2022 undir heitinu Vörðum leiðina saman.

Hvítbók er umræðuskjal sem lagt er fram í opnu samráði á netinu. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um stefnuna og möguleg áhrif hennar á íslenskt samfélag til skemmri eða lengri tíma.

Samhliða drögum að hvítbók er birt til kynningar umhverfismatsskýrsla. Skýrslan tekur til stærri framkvæmda sem verða í undirbúningi og skoðun á tímabilinu. Gerður er fyrirvari um að það ræðst af fjármagni og framvindu undirbúnings í hvaða framkvæmdir hægt verður að ráðast á tímabilinu.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.