Sjá nánar meðfylgandi skýrslu um samráð um umhverfisskýrslu. Skýrsla vegna samráðs um hvítbók verður birt síðar.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.03.2023–21.04.2023.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.07.2023.
Drög að hvítbók um samgöngur er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við hvítbókina og skýrsluna er til og með 21. apríl.
Drög að hvítbók um samgöngumál er birt til kynningar ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við lög nr. 111/2021. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna er til og með 21. apríl.
Hvítbók um samgöngumál er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Drög að stefnumörkun hvítbókarinnar byggir m.a. á stöðumati grænbókarinnar, sem kom út í september 2021 ásamt upplýsingum af opnum samráðsfundum sem haldnir voru fyrir alla landshluta í október 2022 undir heitinu Vörðum leiðina saman.
Hvítbók er umræðuskjal sem lagt er fram í opnu samráði á netinu. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um stefnuna og möguleg áhrif hennar á íslenskt samfélag til skemmri eða lengri tíma.
Samhliða drögum að hvítbók er birt til kynningar umhverfismatsskýrsla. Skýrslan tekur til stærri framkvæmda sem verða í undirbúningi og skoðun á tímabilinu. Gerður er fyrirvari um að það ræðst af fjármagni og framvindu undirbúnings í hvaða framkvæmdir hægt verður að ráðast á tímabilinu.
Á 40. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. mars 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr 66/2023, Drög að hvítbók um samgöngur og umhverfismatsskýrsla, og þannig bókað.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um samgöngumál sem er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Lykilviðfangsefnin 13 eru afar brýn og nauðsynlegt að unnið sé að framgangi úrlausna af festu. Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest sem fram kemur í hvítbókinni en bendir á nokkur mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar ákvörðun er tekin um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun. Greiðar og öruggar samgöngur fyrir alla eru brýnt hagsmunamál íbúa landsins og hafa áhrif á þróun smárra sem stórra byggða um land allt. Ekki þarf þannig að fjölyrða um mikilvægi samgangna til að treysta sjálfbærar byggðir og mynda öflug vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Byggðarráð Skagafjarðar varar við að þjónustu á vegum verði eingöngu forgangsraðað með hliðsjón af umferð. Mikilvægt er að einnig verði tekið mið af öryggi vega, snjóþyngd á ólíkum svæðum og horft verði sérstaklega til þess að nauðsynleg þjónusta verði veitt á vegum sem grunnskólabörn þurfa að fara um til og frá skóla. Skólaskylda er á Íslandi hjá börnum og ungmennum á aldrinum 6-16 ára og nauðsynlegt að stutt sé við menntun og félagslegan aðbúnað barna á þessum aldri. Í þessu skyni er afar brýnt að aukið fjármagn sé veitt til vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Hafa ber í huga ólíka stöðu landshluta í þessum efnum en þess má geta að á Norðurlandi vestra er hæsta hlutfall skólabarna sem býr í 30 km fjarlægð eða meira frá grunnskóla og í landshlutanum eru einnig flestir km eknir með skólabörn á malarvegum á landinu öllu. Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að aðgengi íbúa að öruggri og lífsnauðsynlegri þjónustu sé tryggt með forgangsröðun í jarðgangaframkvæmdum. Dæmi um slíka þjónustu er fæðingarþjónusta en hún er hvergi veitt á Norðurlandi vestra. Fæðandi konur þurfa að fara yfir fjallvegi til að komast á sjúkrahús með sólarhringsskurðstofu. Nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra eru í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er þetta hlutfall 50-100%. Það er því ljóst að íbúar Norðurlands vestra hljóta að gera þá kröfu að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar landshlutans sitji við sama borð og íbúar annarra landsvæða. Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að stutt verði við hafnarframkvæmdir á Sauðárkróki en Sauðárkrókshöfn er ein meginlífæð atvinnulífs á svæðinu. Byggðarráð Skagafjarðar bendir á góðar aðstæður fyrir einka- og kennsluflug á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók en flugvöllurinn hefur þegar sannað sig á þessu sviði og mikilvægt að stjórnvöld stuðli að því að góðir innviðir sem þegar eru til staðar séu nýttir öllum til góðs.
F.h. byggðarráðs
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Meðfylgjandi er umsögn ársþings SSNE.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn ITS Ísland
ViðhengiGóðan daginn.
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.
Bestu kveðjur.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka ásamt fylgiskjali.
Viðhengi ViðhengiHjálagt er umsögn sem Vestfjarðastofa hefur unnið fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga
ViðhengiGóðan daginn og gleðilegt sumar
Umsögn Garðabæjar í viðhengi.
Með kveðju,
Guðjón Erling
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna.
með hjólakveðju
Árni Davíðsson
ViðhengiMeðfylgjand er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að hvítbók um samgöngumál og umhverfismatsskýrsla, mál nr. 66/2023
Viðhengi