Umsagnarfrestur er liðinn (13.03.2023–20.03.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til breytinga á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða ásamt mati á áhrifum lagasetningarinnar.
Með frumvarpinu er lagt til að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á grásleppu en fram til þessa hefur stjórn veiða á grásleppu verið háð rétti til veiða og leyfum Fiskistofu. Stjórn grásleppuveiða hefur á undanförnum árum sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir þá sem stunda veiðarnar. Með frumvarpinu er því lagt til úthluta skipum aflahlutdeild í grásleppu. Megintilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við veiðarnar og tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar. Sambærilegt mál var flutt á 151. þingi (2020-2021), þingskjal 626 – 419. mál, en þá einnig með veiðistjórn sandkola og hryggleysingja.
Í drögum frumvarpsins er lagt til að lögfesta staðbundin veiðisvæði grásleppu og er gert ráð fyrir að afmarka svæðin í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Afmörkun svæðanna og lega þeirra er sú sama og mælt er fyrir um í núgildandi reglugerð um hrognkelsaveiðar. Þá er mælt fyrir um að hlutdeildarsetja grásleppu og að aflahlutdeild einstakra skipa skuli ákveðin með tilliti til veiðireynslu á afmörkuðu tímabili. Í ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða er lagt til að víkja frá meginreglu 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða, þar sem við úthlutun aflahlutdeildar skuli litið til veiðireynslu þriggja síðustu veiðitímabila. Þess í stað er lagt til að veiðireynsla báta sem hafa stundað grásleppuveiðar verði metin út frá þremur bestu veiðitímabilum af sex, frá og með árinu 2014 til og með árinu 2019. Ástæða þess að lagt er til að miða við þrjú bestu veiðitímabilin á þessum sex árum eru að grásleppuveiðar standa yfir í stuttan tíma og frátafir á einni vertíð geta því haft mikið að segja varðandi veiðireynslu það ár. Þá eru aflabrögð misjöfn á milli ára og eftir svæðum. Sá mismunur jafnast út með lengra viðmiðunartímabili. Því er í frumvarpinu litið til lengri viðmiðunartíma og málefnalegra sjónarmiða við úthlutun aflahlutdeildar í grásleppu.
Í frumvarpinu er einnig mælt fyrir um að framsal aflahlutdeilda í grásleppu og flutningur aflamarks í grásleppu á milli staðbundinna veiðisvæða verði óheimilt. Í undantekningartilvikum getur Fiskistofa heimilað flutning aflamarks milli staðbundinna svæða en aðeins ef náttúrulegar aðstæður breytast verulega á einu staðbundnu veiðisvæði, svo sem ef aflabrestur verður. Þar með verði tryggt að aflaheimildir hverfi ekki af tilteknum svæðum en samt sem áður verði möguleiki til hagkvæmari veiða innan staðbundinna veiðisvæða.
Þá er í frumvarpinu mælt fyrir um að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í grásleppu, í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, nemi aldrei hærra hlutfalli af heildaflahlutdeild í grásleppu en 2%.
Bent hefur verið á að ekki hefur orðið mikil nýliðun í grásleppuveiðum síðast liðin 10 ár þrátt fyrir að kostnaður við að hefja veiðar sé ekki hár. Ef hlutdeildarsetning leiðir til aukinnar hagkvæmni í greininni er hugsanlegt að verðmæti aflaheimilda muni aukast og því verði kostnaðarsamara að hefja grásleppuveiðar, verði frumvarpið að lögum. Í frumvarpinu er því lagt til að ráðherra verði verði heimilt að draga 5,3% frá heildarafla grásleppu og úthluta því aflamarki til nýliða sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Gert er ráð fyrir að úthlutun á aflamarki til nýliða verði til eins árs í senn en unnt að fá úthlutað í nokkur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkomandi útgerð/sjómanni tekist að kaupa sér aflahlutdeild til grásleppuveiða. Þá er mælt fyrir um að úthlutun til nýliða verði gjaldfrjáls að undanskildu greiðslu veiðigjalda og þjónustugjalda. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra skuli mæla nánar fyrir um úthlutun aflamarks til nýliða í reglugerð, þar sem sett verði frekari skilyrði um úthlutunina, skilgreint hverjir geti talist nýliðar, ákvæði um hámarksafla og ráðstöfun aflamarks sem ekki er úthlutað. Lagt er til að Fiskistofa haldi utan um framkvæmd úthlutunar á aflamarki til nýliða.
Málið er á þingmálaskrá og áætlað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í lok mars 2023. Lagt er til í frumvarpinu að gildistaka laganna verði 1. september 2023, verði það að lögum og þær breytingar sem mælt er fyrir um í frumvarpinu miðast við veiðitímabil grásleppu vorið 2024. Þá gefst svigrúm til að undirbúa hlutdeildarsetninguna, setja reglugerðir og innleiða breytingarnar með góðum fyrirvara fyrir þá sem stunda grásleppuveiðar sem og Fiskistofu.
Það hlýtur að vera ætlunin að breyta viðmiðunarárum frá 2014-19 í 2018 til 23.
Með því að hafa þetta á fyrri árunum er verið að flækja framkvæmdina mikð og auka vinnu Fiskistofu.
Mjög mörg leyfi hafa verið í geymslu lengi. Engin ástæða er til að úthluta aflahlutdeild á veiðileyfi sem ekki hafa verið í notkun í fjölda ára.
Látið þá hafa aflahlutdeild sem eru að vinna í þessu í dag ekki þá sem eru sestir í helgan stein.
Það eru alls 447 grásleppuréttindi skráð hjá Fiskistofu.
Þar af eru 60 réttindi sem hafa ekki verið notuð síðan árið 2015. Það er að segja ef ég tek út öll þau réttindi sem eru með geymsluártalið 2016.
Gera má ráð fyrir að um 350 bátar stundi veiðar ár hvert.
Ég legg til að einungis þau réttindi sem hafa verið virkjuð undanfarin 6 ár komi til greina við úthlutun og engin lágmarks úthlutun komi á þau réttindi.
Ég legg til að bátar fái ekki úthlutun aflamarks fyrr en þeir landa afla og hafi þar af leiðandi hafið veiðar. Veiðiskylda stofnist strax og ef ekkert er veitt í tvö ár falli hlutdeildir niður.
Það slær mig afar illa að sjá hvernig reikningskúnstum hér er beitt.
Vil ég benda 8.grein laga um stjórn fiskveiða nr 116/2006 en þar segir
9. gr. □1 Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila. […] 1)
Því er alveg fráleitt að nota 2014 til 2019 sem viðmiðun, enda fer það gegn lögunum og heilbrigðri skynsemi.
Enda myndi það helst hygla þeim sem þegar eða eru að hætta á grásleppuveiðum, jafnvel búnir að selja sín veiðarfæri til þeirra sem eru vinna við þetta núna, jafnvel nýliða.
Hvað varðar nýliðun, þá fagnar undirritaður að tekið sé tillit til þeirra, en um leið er sorglegt að sjá þann tvískinnung sem felst í því að ætla þeim að kaupa heimildir af þeim sem þegar eru hættir, jafnvel fyrir átta árum.
Það lýsir mikilli vankunnáttu að gefa það í skyn að það sé ekki kostnaðarsamt að koma sér af stað á þessar veiðar, undirritaður er tilbúinn til þess að leiðrétta það með reikningum.
Það er alveg rétt að veiðar á grásleppu eru ekki með mikinn fyrirsjáanleika. Sá vandi er helst fólgin í því að ávalt eru teknar ákvarðanir fyrirvaralaust, ýmist með styttingu eða lengingu tímabils.
Ég hvet ykkur til að útdeila heimildum til þeirra sem raunverulega hafa verið að veiða undanfarin 3 ár, ekki til þeirra sem hafa fyrir einhverju síðan lagt árar í bát og eiga nú að fá heimildir sem þeir munu mögulega selja með ófyrirséðum kostnaði fyrir nýliða og þá sem sannarlega stunda veiðar núna.
Þetta er eins og fara í atvinnuviðtal, þar sem að starfsreynsla undanfarinna þriggja ára skiptir ekki máli heldur bara sú sem unnin var fyrir allt að átta árum. Þetta er vitaskuld algerlega órökrétt tillaga og ekki í anda laganna.
Einnig finnst mér að það að halda veiðisvæðum í óbreyttri mynd eftir að tegundin hefur farið í kvóta ekki vera skynsamleg. Sérstaklega vegna þess að enn er þá hætta á að geðþótta ákvarðanir sem koma iðulega frá stjórnmálamönnum vegna þrýstings veiðimanna víða um landið sem láta þá undan og færa heimildir milli svæða. Betra væri að ef tegund er komin í kvóta að útgerðarmönnum sé treyst til að velja sér veiðisvæði eftir aflageftum og veðri.
þessi umsögn verður send á þingmenn atvinnuveganefndar.
Guðmundur Geirdal
Ég vil hér minna á hvernig grásleppuveiðileyfin eru til kominn þ.e. með reglugerð nr. 58, 18. Janúar 1996 Reglugerð þessi var síðan staðfest með lögum nr.79 1997. „2. gr. Rétt til grásleppuveiðileyfa eiga þeir bátar, sem leyfi til veiða í atvinnuskyni hafa, sbr. lög nr. 38/1990, og fengið hafa grásleppuveiðileyfi á a.m.k. einu áranna 1991, 1992, 1993 eða 1994, enda hafi grásleppuveiðileyfið ekki verið flutt til annars báts.“
Sem sagt aðeins bátar sem stunduðu grásleppuveiðar að minnstakosti eitt þessara ára fengu eftir þetta útgefinn leyfi, bátar sem stunduðu veiðar fyrir árið 1991 fengu ekki leyfi.
Miðað við þetta þá eiga aðeins þeir bátar eða grásleppuleyfishafar sem stunduðu grásleppuveiðar einhver árana 2019 2020 2021 eða 2022 rétt á úthlutu á aflahlutdeild, en hugsanlega þarf vegna hringlandaháttar stjórnvalda undanfarin ár að hafa viðmiðunarárin fleiri. En að fara aftur til ársins 2014 er alveg út í hött og alveg útilokað nema ákvæði um að bátar þurfi að hafa stundað þessar veiðar eitthvert fjögurra árana þar á undan þegar lög eru sett.
Við getum sett upp dæmi um útgerð sem stundaði þessar veiðar árin 2014 til 2016 og selur síðan leyfið, hefur sem sagt ekki stundað þessar veiðar síðastliðin 6 ár, kaupandi af þessu sama leyfi stundaði veiðar árið 2020 til 2022 en fær enga úthlutun, ef hann hefði hinsvegar hefði keypt leyfið eftir 1jan 2020 þá fengi hann viðmiðun áranna 2020 til 2022, en fyrri eigandi fengi engu að síður einnig úthlutun af sama leyfinu fyrir árin 2014 til 2016.
Til þess að koma í veg fyrir svona rugl þá þarf að setja þarna inn ákvæði með skírskotun til upphaflegu reglugerðarinnar og lagasetningar þar um, ákvæði sem styrkir stjórnarskrárvarinn atvinnurétt manna þ.e. að aðeins bátar sem stunduðu grásleppuveiðar einhver árana 2019 2020 2021 eða 2022 eigi rétt á úthlutun á aflahlutdeild. Viðmiðunarárin hljóta að vera næstu undanfarin ár fyrir hlutdeildarsetningu, annað væri mjög óeðlilegt.
Eftirfarandi texti í frumvarpsdrögum þarfnast og skýringar. „Fiskistofa skal einnig að teknu tilliti til veiðireynslu, stærð og gerð skips ákveða aflahlutdeild í grásleppu á skip með krókaaflamarki sem stundað hafa grásleppuveiðar skv. 7. gr. Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil leyfisins sem skráð er á skipið frá og með árinu 2014 til og með árinu 2019.“
Hvaða skip með krókaaflamarki er hér verið að tala um? Skip sem eru með grásleppuleyfi eru allt eins á aflamarki, eða er hér verið að tala um skip sem eru ekki með grásleppuleyfi?
Hér með mótmæli ég því að gráslepan verði sett í kvóta. Hingað til hefur þetta gengið vel því skil ég ekki þessa þælu að vera setja gráslepu í kvóta bara til þess að eiðalegja fyrir nýliðum. það ein sem ég sé gerast við það að gráslepa fari í kvóta er að hann safnast á orfáar hendur aðalega þessa stóru hvóta eigendur sem geta nota það svo í tilfærslur. kvóta kerfið hefur ekki gagnast einum né neimum nema þeim stóru sem fengu allan hvótan gefins . maður hefur stunad þessa veiði í 30 ár + án nokkurs vandæða. Dagakerfið hefuyr sannað að það er gott kerfi og gefur nýliðum tækifæri á að stunda vinnu og taka þát í sjávar útveginum.
Eftir að fyrri tilraun til kvótasetningar á grásleppu misfórst, þá veit ég ekki betur en gefið hafi verið út að þau viðmiðunarár myndu halda sér, sem þá átti að brúka.
Á síðustu árum hafa markaðsaðstæður verið erfiðar og gefa ekki rétta mynd af sókn í grásleppu. Sumir fóru ekki á veiðar. Árið 2020 var vertíðin blásin af allt í einu, svo hún var mislöng milli manna. Vandséð er hvernig nota á það ár til viðmiðunar.
Eins og kemur fram í frumvarpinu, þá getur veiðin verið afskaplega mismunandi milli ára og svæða. Með það til hliðsjónar, þá væri hægt að hugsa sér bestu 3 árin af síðustu 10 árum. Ég held að það gæfi réttustu niðurstöðuna.
Kær kveðja frá Riben, Snorri Sturluson.
Èg mótmæli bæđi kvótasetningu og reynslutíma kv Róbert Heiđar Georgsson skipstjóri Ragnar Alfređs 1511
Ég vill byrja á að taka fram að ég er mótfallinn kvótasetningu á grásleppu en lítið hefur svo sem verið hlustað á þá sem eru ekki hlynntir kvótasetningu á tegundinni og tel ég því litlar líkur á því að byrjað verði á því núna. Það er ekkert sem kallar á það að tegundin sé sett í kvóta annað en það að þeir sem telja sig fá úthlutað takmörkuðum gæðum beint inn á sinn efnahagsreikning hafa verið að kalla fast eftir því að svo verði gert. Fastast hafa þeir kallað sem telja sig fá mjög mikla úthlutun. Sagan segir okkur að kvótasetning mun enda með samþjöppun eins og í öllum öðrum tegundum sem settar hafa verið í kvóta með þeim afleiðingum að takmörkuðu gæðin safnast á örfáa staði á landinu og örfáar útgerðir með tilheyrandi hnignun á þeim stöðum þar sem samþjöppunin mun ekki fara fram. Þetta er gömul saga og ný því þetta hefur verið gert oft áður eins og allir vita og allir vita afleiðingarnar og einhvertímann verðum við að læra af reynslunni. Með kvótasetningu er verið að búa til takmörkuð gæði og takmörkuð gæði eru verðmæt þeim sem fá þau úthlutað en skerðing á frelsi ,tækifærum og mannréttindum þeirra sem fá þau ekki.
Verði það þó svo að þetta frumvarp verði að lögum er mikilvægt að tekið verði tillit til nokkurra þátta til að gæta sanngirnis. Viðmiðunarárin 2014 til 2019 ætti að gefa góða mynd af dreifingu á grásleppuveiðum á Íslandi eftir svæðum þar sem einstök ár hafa verið sumum svæðum erfið við grásleppuveiðar sum árin en öðrum svæðum góð og svo öfugt. Með löngu viðmiðunartímabili eins og er í frumvarpinu frá 2014 til 2019 ætti að nást sem eðlilegust landfræðileg dreifing á aflamarki á grásleppu komi til þess að frumvarpið verði að lögum og dreifingin verða meiri en ella sem ætti að teljast gott. Of knappt viðmiðunartímabil gefur ekki endilega rétta mynd af veiðanleika tegundarinnar eftir svæðum og því er gott að viðmiðunarár nái yfir þetta tímabil sem lagt er til í frumvarpinu frá 2014 til 2019. Margir aðrir þættir sem snúa að eðli grásleppuveiða í gegnum tíðina styðja jafnframt við langt viðmiðunartímabil eins og lagt er til í frumvarpinu svo sem þeim staðreyndum að sum ár hafa markaðsaðstæður og veðurfar stjórnað því hvort útgerðir fari til veiða öll ár eða ekki. Stundum hefur hreinlega verið erfitt að selja grásleppuafurðir og það hefur stýrt ásókn í veiðarnar meira en margt annað. Það er gott að dreifing þess aflamarks sem úthlutað verður komi til þess að frumvarpið verði að lögum verði sem allra mest og nái til sem allra flestra bæði landfræðilega og í fjölda útgerða. Of stutt viðmiðunartímabil myndi stuðla að samþjöppun strax í upphafi lagasetningarinnar. Eins mætti setja hámark á úthlutun til að fletja út dreifingu aflamarksins því það er verið að úthluta takmörkuðum gæðum og því þarf að fylgja einhverjum takmörkunum á því hversu mikið einstökum útgerðum verður úthlutað.
Til að gæta alls sanngirnis verður að taka tillit til þeirra sem keyptu sér grásleppuleyfi árið 2020 , 2021 eða 2022 og að þær útgerðir fái möguleika til að skapa sér veiðireynslu á sín grásleppuleyfi jafnt við aðra og fái til þess 3 viðmiðunar ár sem byrja ættu að telja árið eftir að þessi leyfi voru keypt og hafi t.d sá sem kaupir leyfi 2022 árin 2023,2024 og 2025 til að afla sér veiðireynslu.Að öðrum kosti ætti að setja lágmarks úthlutun á þessi leyfi sem keypt eru eftir viðmiðunarárin og taka þá mið af meðaltali á úthlutun þeirri sem fram fer á hvert leyfi.
Það er samt mín von að grásleppuveiðar verði áfram í sóknarmarki eins og verið hefur og skora ég á stjórnvöld að búa svo um hnútana að svo verði áfram. Sóknarmarkskerfið á grásleppu má eflaust laga til muna og sníða af því þá vankanta sem grásleppusjómenn hafa talið upp í gegnum tíðina og gera kerfið þá jafnframt nýliða vænna með einhverjum hvötum og úrbótum og fýsilegra fyrir þá sem eru í því nú þegar sem hlýtur að telja öll grásleppuleyfi sem gefin hafa verið út á landinu. Taka mætti t.d fyrirkomulag Grænlendinga til fyrirmyndar við stýringu grásleppuveiða þar sem hverju svæði er úthlutað visst magn eftir fjölda báta. Þannig koma þeir í veg fyrir að eitt svæði klári allt aflamark veiðiársins því veiðar á svæðunum standa ekki yfir á öllum svæðum á sama tímabili frekar en hér heima og öll svæði fá jafnt vægi eftir fjölda báta á svæðunum. Taka mætti Norðmenn til fyrirmyndar með hvata til nýliðunnar í sjávarútvegi.
Stjórnvöld ættu að gjalda varhug við því að kollvarpa kerfinu með aflamarksetningu einungis til að svara kalli þeirra sem óska eftir því að sér verði úthlutuð takmörkuð gæði beint inn á sinn eigin efnahagsreikning á kostnað núverandi og framtíðarkynslóða.
Vigfús Ásbjörnsson smábátasjómaður
ViðhengiUmsögn um frumvarp um kvótasetningu á grásleppu , mars 2023
Ég vill byrja á að taka fram að ég er mótfallinn kvótasetningu á grásleppu en lítið hefur svo sem verið hlustað á þá sem eru ekki hlynntir kvótasetningu á tegundinni og tel ég því litlar líkur á því að byrjað verði á því núna. Það er ekkert sem kallar á það að tegundin sé sett í kvóta annað en það að þeir sem telja sig fá úthlutað takmörkuðum gæðum beint inn á sinn efnahagsreikning hafa verið að kalla fast eftir því að svo verði gert . Fastast hafa þeir kallað sem telja sig fá mjög mikla úthlutun. Sagan segir okkur að kvótasetning mun enda með samþjöppun eins og í öllum öðrum tegundum sem settar hafa verið í kvóta með þeim afleiðingum að takmörkuðu gæðin safnast á örfáa staði á landinu og örfáar útgerðir með tilheyrandi hnignun á þeim stöðum þar sem samþjöppunin mun ekki fara fram. Þetta er gömul saga og ný því þetta hefur verið gert oft áður eins og allir vita og allir vita afleiðingarnar og einhvertímann verðum við að læra af reynslunni. Með kvótasetningu er verið að búa til takmörkuð gæði og takmörkuð gæði eru verðmæt þeim sem fá þau úthlutað en skerðing á frelsi ,tækifærum og mannréttindum þeirra sem fá þau ekki.
Verði það þó svo að þetta frumvarp verði að lögum er mikilvægt að tekið verði tillit til nokkurra þátta til að gæta sanngirnis. Viðmiðunarárin 2014 til 2019 ætti að gefa góða mynd af dreifingu á grásleppuveiðum á Íslandi eftir svæðum þar sem einstök ár hafa verið sumum svæðum erfið við grásleppuveiðar sum árin en öðrum svæðum góð og svo öfugt. Með löngu viðmiðunartímabili eins og er í frumvarpinu frá 2014 til 2019 ætti að nást sem eðlilegust landfræðileg dreifing á aflamarki á grásleppu komi til þess að frumvarpið verði að lögum og dreifingin verða meiri en ella sem ætti að teljast gott. Of knappt viðmiðunartímabil gefur ekki endilega rétta mynd af veiðanleika tegundarinnar eftir svæðum og því er gott að viðmiðunarár nái yfir þetta tímabil sem lagt er til í frumvarpinu frá 2014 til 2019. Margir aðrir þættir sem snúa að eðli grásleppuveiða í gegnum tíðina styðja jafnframt við langt viðmiðunartímabil eins og lagt er til í frumvarpinu svo sem þeim staðreyndum að sum ár hafa markaðsaðstæður og veðurfar stjórnað því hvort útgerðir fari til veiða öll ár eða ekki. Stundum hefur hreinlega verið erfitt að selja grásleppuafurðir og það hefur stýrt ásókn í veiðarnar meira en margt annað. Það er gott að dreifing þess aflamarks sem úthlutað verður komi til þess að frumvarpið verði að lögum verði sem allra mest og nái til sem allra flestra bæði landfræðilega og í fjölda útgerða. Of stutt viðmiðunartímabil myndi stuðla að samþjöppun strax í upphafi lagasetningarinnar. Eins mætti setja hámark á úthlutun til að fletja út dreifingu aflamarksins því það er verið að úthluta takmörkuðum gæðum og því þarf að fylgja einhverjum takmörkunum á því hversu mikið einstökum útgerðum verður úthlutað.
Til að gæta alls sanngirnis verður að taka tillit til þeirra sem keyptu sér grásleppuleyfi árið 2020 , 2021 eða 2022 og að þær útgerðir fái möguleika til að skapa sér veiðireynslu á sín grásleppuleyfi jafnt við aðra og fái til þess 3 viðmiðunar ár sem byrja ættu að telja árið eftir að þessi leyfi voru keypt og hafi t.d sá sem kaupir leyfi 2022 árin 2023,2024 og 2025 til að afla sér veiðireynslu.Að öðrum kosti ætti að setja lágmarks úthlutun á þessi leyfi sem keypt eru eftir viðmiðunarárin og taka þá mið af meðaltali á úthlutun þeirri sem fram fer á hvert leyfi.
Það er samt mín von að grásleppuveiðar verði áfram í sóknarmarki eins og verið hefur og skora ég á stjórnvöld að búa svo um hnútana að svo verði áfram. Sóknarmarkskerfið á grásleppu má eflaust laga til muna og sníða af því þá vankanta sem grásleppusjómenn hafa talið upp í gegnum tíðina og gera kerfið þá jafnframt nýliða vænna með einhverjum hvötum og úrbótum og fýsilegra fyrir þá sem eru í því nú þegar sem hlýtur að telja öll grásleppuleyfi sem gefin hafa verið út á landinu. Taka mætti t.d fyrirkomulag Grænlendinga til fyrirmyndar við stýringu grásleppuveiða þar sem hverju svæði er úthlutað visst magn eftir fjölda báta. Þannig koma þeir í veg fyrir að eitt svæði klári allt aflamark veiðiársins því veiðar á svæðunum standa ekki yfir á öllum svæðum á sama tímabili frekar en hér heima og öll svæði fá jafnt vægi eftir fjölda báta á svæðunum. Taka mætti Norðmenn til fyrirmyndar með hvata til nýliðunnar í sjávarútvegi.
Stjórnvöld ættu að gjalda varhug við því að kollvarpa kerfinu með aflamarksetningu einungis til að svara kalli þeirra sem óska eftir því að sér verði úthlutuð takmörkuð gæði beint inn á sinn eigin efnahagsreikning á kostnað núverandi og framtíðarkynslóða.
Vigfús Ásbjörnsson smábátasjómaður
ViðhengiÞegar hætt var viđ ađ kvótasetja grásleppu tók ég þá ákvörđum ađ hefja veiđar á þeim og fjárfesti í leyfi og búnađi međ miklum kosnađi og veseni,ætlunin var ađ koma í stađ línuveiđar sem er mjög erfitt fyrir.Er ekki hlynntur kvótasetningu eđa þess þá heldur reynslutíma bara vegna menn settu leyfin í geymslu og nenntu ekki á veiđar og vilja síđan reynslu fyrir bestu árin þetta er bara algert rugl þetta er náttulega sniđiđ fyrir menn sem eru nùnađ safna leyfum og RÈTTUM ađilum sem heyrist örugglega í .kv Róbert Heiđar Georgsson
Strandveiðifélagið Krókur hafnar öllum hugmyndum um kvótasetningu sem fyrr, sjá viðhengi.
ViðhengiÉg tel að betra sé að stjórna veiðum með dagafjölda en kvótasetningu sem kemur til með að ganga kaupum og sölum. Í greinagerð kemur fram að á undanförnum árum hefur stjórn gráslepppuveiða sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir þá sem stunda veiðarnar. Það væri auðleyst með því að taka ákvarðanir fyrr t.d. með setningu reglugerðar um hrognkelsisveiðar en ekki bíða með það fram á síðustu stundu. Einnig væri hægt að gefa út snemma lágmarks daga fjölda og bæta svo við ef ráðgjöf leyfir.
Ekki er hægt að sjá að með þessu frumvarpi sé verið að tryggja sjálfbærari og markvissari veiðar. Með frumvarpi er reyndar verið að koma kappi í að sjómaður keppist við að ná að veiða sinn kvóta. Þannig stjórnun er á villigötum.
Þegar smábátasjómaður/einyrki á grásleppukvóta þá fylgir væntanlega veiðiskylda. Komi til veikinda eða annað sem verður til þess að sjómaður geti ekki veitt kvótann sinn gæti hann misst kvótann. Veiðitímabilið er mjög stutt frá því að hún kemur á svæðið og þar til hún hrygnir. Einnig eru margir gráslepppuveiðimenn orðnir fullorðnir.
Þeir sem fá úthlutaðan lítinn kvóta, ef viðmið við úthlutun hentar ekki þeirri útgerð, sjá sér ekki hag í að fara á grásleppu og byrja því á strandveiðum um leið og þær hefjast. Það mun því ganga meira á leyfilegan afla í því kerfi.
Því er fagnað að tekið sé tillit til mögulegra nýliða og gert ráð fyrir að þeir geti fengið úthlutað kvóta í nokkur ár í röð. Nýliði þarf samt á endanum að kaupa kvóta og kemst ekki hjá því verði frumvarp að lögum og nýliða langar að veiða grásleppu. Reynsla mín er sú að innkoma af grásleppuveiðum er nóg til að borga sér laun og eiga fyrir olíu en ekki sé svigrúm til að safna sér peninga til að kaupa kvóta seinna. Þannig er lokað fyrir nýliðun. Í greinagerð með frumvarpi er fullyrt að kostnaður við að hefja grásleppuveiðar sé ekki hár. Því er ég ekki sammála því þú þarft í fyrsta lagi að eiga bát og svo eignast niðurleggjara, netaspil og veiðafæri. Þetta er hár kostnaður fyrir einyrkja sem er að stíga sín fyrstu skref.
Fyrir mig hentar ágætlega hvernig veiðireynslan verður metin. En læt fylgja með hvernig þetta hefur verið hjá mér undanfarin 3 ár.
Ég landaði hjá fiskaup í mörg ár .svo firir 3 árum var ég að taka netin um borð hringja þeyr og seigjast ekki geta tekið á móti því þeirra markaður sé hruninn .og hafði ég eingöngu landað hjá þeim til að halda trigð við þá .nú var ekkert anað en í stöðunni að leita löndunnar hjá öðru firir tæki og leitaði èg hjá mörgum aðilum en alstaðar kom ég að lokuðum dirum svörin voru öll þau sömu nei vinur við getum ekki bættvið fleirum því við viljum láta þá sem hafa verið alla tíð hjá okkur njóta þerss að landa uppí samníngana sem við höfum.og nú á jafnvel að setja þetta í kvóta þetta hefur verið hluti af tekjum fjölskildunar og tekur það tárunum næst að fá svona skilaboð ég held að þing menn verði nú að taka svona til greinna .þerssu hefur verið stjórnað með dögum hingað til með fínum árángri . Ég veit að margir selja kvótan ef þetta fer í kvóta .og hef ég ekki ráð á að kaupa hann er það sem fólk vill útiloka þá sem vilja skapa fjölskildum sínum tilveru rétt . Og það fara fleiri firr á strandveiðar ef þetta verður tekið af og þá geingur hraðar á heildar kvótann og gerir níjum úngum mönnum erfiðara firir takk firir að hlusta .ég óska þerss að þeisem ætla að kvóta setja þetta lesi þetta.
Ályktun aðalfundur Bátafélagsins Ægis
haldinn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þann 12. desember 2022 varðandi veiðistjórn/fyrirkomulag hrognkelsaveiða.
Bátafélagið Ægir telur að veiðistýring á grásleppu eigi að vera eins og í öðrum tegundum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins, þ.e. setja hana í aflamark, og þar með hætta þeim ólympísku veiðum sem stundaðar eru í dag. Til að ná fram því markmiði telur félagið skynsamlegt að breyta ákvæðum laga og reglugerða sem um hrognkelsaveiðar gilda þannig að heimilt verði að svæðisbinda aflahlutdeild hrognkelsa og setja skipum aflahlutdeild með tilliti til aflareynslu viðkomandi skips. Mikilvægt er að tryggja í hinu nýja fyrirkomulagi eðlilega nýliðun í greininni og telur félagið að hugmyndir um nýliðapott sé vænleg leið til þess að styðja við það markmið.
Það er mat Bátafélagsins Ægis að veiðistýring með aflamarki sé eina leiðin til að tryggja stöðuleika, fyrirsjáanleika í afkomu við veiðarnar og eyða þeirri óvissu sem fylgt hefur veiðunum undafarin ár. Án þessara breytinga vita sjómenn í raun ekki að hverju er gengið hverju sinni, ekki einu sinni við upphaf vertíðar. Nauðsynlegt sé að skapa greininni stöðuleika og nauðsynlegan fyrirsjáanleika sem eru grundvallarþættir í öllum rekstri.
Veiðitímabil grásleppu er mismunandi eftir svæðum og hefst það seinni hluta mars fyrir Norðurlandi en ekki fyrr en um 20. maí við innanverðan Breiðafjörð. Vorið 2020 var búið að veiða leyfilegt magn í lok apríl. Endurspeglaðist vel á því ári hversu núverandi fyrirkomulag skerðir mjög samkeppnisstöðu greinarinnar þar sem hallar mjög á sjómenn við Breiðafjörð og ýtir undir ómálefnalega mismunun milli svæða.
Núverandi fyrirkomulag veiðistjórnunar með sóknarmarki, þar sem dagafjöldi og/eða stöðvun veiða þegar afli er kominn yfir ráðlagðan hámarksafla samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, er ekki til þess fallin að tryggja samfélagslega, líffræðilega eða efnahagslega sjálfbærni þegar til framtíðar er litið. Það hefur sýnt sig að slík stjórnun er auk þess hamlandi fyrir frekari nýsköpun og nýliðun í greininni. Vel á annað hundrað bátar hafa hætt veiðum á grásleppu á síðustu árum. Um 210 bátar stunduðu veiðar á síðasta ári, af þeim 449 bátum sem rétt hafa haft til grásleppuveiða frá árinu 1997. Bátafélagið Ægir telur að það liggi ljóst fyrir að hlutdeildarsetning hrognkelsaveiða muni koma til með að efla grásleppuútgerðir og á sama tíma þær byggðir landsins sem þessar veiðar stunda og tryggja efnahagslega, samfélagslega og líffræðilega sjálfbærni í sem mestri sátt við umhverfið.
Bátafélagið Ægir telur að veiðistjórn sem felst í hlutdeildarsetningu tryggi ábyrgari fiskveiðistjórn, hættuminni sjósókn, betri nýtingu veiðafæra og að veiðar falli betur að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum. Umgengni um auðlindina mun batna til muna með hlutdeildasetningu, m.a. draga úr olíunotkun, fækka netum í sjó og þar með tjónum á netum og minna verður um óæskilegan meðafla.
Fyrir hönd Bátafélagsins Ægirs í Stykkishólmi
Þröstur Ingi Auðunsson formaður
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar, veiðistjórn á Grásleppu mars 2023.
Ég fagna fyrirhuguðu frumvarpi.
Með því að setja grásleppu í aflamark er hægt að stunda veiðarnar á mun hagkvæmari og ábyrgari hátt heldur en í því kerfi sem nú er þar sem engin fyrirsjáleiki er.
Menn hafa haft áhyggjur á samþjöppun með kvótasetningu, ég blæs á þær áhyggjur, alveg eins má kalla það samþjöppun í núverandi kerfi þar sem hægt er að eiga eins mörg leyfi og hægt er, og uppi er krafa um sameiningu leyfa sem ganga kaupum og sölum óháð landsvæðum.
Þær takmarkanir á heildaraflahlutdeil 2% mun koma í veg fyrir samþjöppun ásamt staðbundinna veiðisvæða. Einnig mun frumvarpið leiða til nýliðunar og útilokar engan frá veiðum.
Þegar menn vita hvaða afla má veiða hjá hverri útgerð þá býrðu til mestu verðmætin. (fyrirsjáleiki)
Með kvótasetningu gæta menn stundað veiðarnar eins og gert er á þorskanetum þar sem menn sníða sér stakk eftir vexti og eru með þann netafjölda (með takmörkunum þó) sem þörf er á miðað við sitt aflamark og mun því netum fækka í heild í sjó miðað við það sem nú er.
Einnig mun það koma í veg fyrir að menn leggi net fyrir brælu til þess að nýta alla dagana í einhverju kapphlaupi eða geta alls ekki tekið þau upp vegna hættu á skerðingu daga.
Ef takmarkaður dagafjöldi er eins og núverandi kerfi er uppbyggt þá freistast menn til að leggja hámarksnetafjölda sem leyfilegur er.
Meðafli og brotkast mun minnka til muna við kvótasetningu og þau rök sem ég hef fyrir því er að þá geta menn tekið upp net vegna bræluspár eða þá tímabundin óhagstæðan meðafla, og geta hagað sínum veiðum á sem ábyrgastan hátt án þess að verða skertir um daga.
Það hefur verið gagnrýni á þau ár sem eru til viðmiðunar í frumvarpinu, en síðustu þrjú ár hafa verið dálítið frábrugðin fyrri árum bæði í sambandi við heimsfarald og markaðsbrest og einnig það kapp sem hljóp í suma við að ná sér í viðmiðun þar sem ýmsis brögð hafa verið stunduð til að hífa upp viðmiðun, þannig að þau ár eru ómarktæk að þeim ástæðum.
Ég vil samt benda á að það sem mætti bæta við í frumvarpið er t.d. það ef markaðsbrestur verður sem stundum hefur komið upp sum ár og ekki sé trygg sala á afurðinni að heimild sé í lögum að fella niður veiðiskyldu það árið, það ætti að vera auðvelt í framkvæmd.
Ég skora á alþingi að setja grásleppu í aflamark eins og aðrar tegundir og eyða þeirri óvissu sem ríkir um þessar veiðar, það mun aldrei skapast friður um þessar veiðar ef það er ekki gert, bæði frá hlið veiðimanna og ekki síðst umhverfissinna sem hamast nú við að stoppa þessar veiðar eins og þær eru stundaðar í dag og umhverfissamtök munu ná þeim árangri við óbreytt fyrirkomulag. Breytinga er þörf.
Bestu kveðjur,
Einar E. Sigurðsson Raufarhöfn
(Undirritaður hefur stundað grásleppuveiðar frá 1988 og á betri viðmiðunarár en miðað er við í frumvarpinu)
ViðhengiÞað ber að þakka að verið sé að vinna að endurbótum á veiðistýringu grásleppuveiða með því að setja grásleppuna í aflamark.
Ég er sammála því að setja grásleppuna í aflamark. Það er búið að vera mikið óvissuástand í grásleppuveiðum síðasta áratug. Menn vita aldrei við hverju má búast með dagafjölda og heildarmagn sem veiða má hverju sinni. Þær upplýsingar koma aldrei frá Hafró fyrr en veiðar eru hafnar. Það er óþolandi og erfitt að gera út á þessum forsendum. Þetta eru ólympískar veiðar sem byggjast frekar á heppni og keppni, því að um leið og dagarnir byrja að telja þá er allt undir að menn hafi eitthvað út úr vertíðinni.
Hér áður fyrr voru gefnir út 90 dagar til veiða og var ekki gefið út heildarveiðimagn frá Hafró. Síðustu 13 árin höfum við verið að rokka frá 15 dögum upp í 45 daga og skera netafjöldann niður um 1/3. Nú er farið að loka veiðisvæðum til verndunar landsel og hvatning til okkar veiðimanna að halda okkur frá svæðum þar sem landselur og teista eru í einhverjum mæli. Þetta þrengir að okkur því fyrst og fremst erum við að þessu til að hafa einhverja afkomu af. Með kvótasetningu kemur mikill sveigjanleiki til að stunda veiðarnar á hagkvæman hátt, t.d. að fyrst og fremst veiðimaðurinn ráði sínum hraða til að afla þess magns sem hann hefur heimildir til.
Tíðrætt hefur verið um nýliðun í grásleppuveiðum. Hún er sama og engin og mun áfram verða þannig við núverandi aðstæður þar sem veiðarnar teljast varla útgerðarhæfar, startkostnaður til að hefja veiðar er mikill í tækjum og netum. Það sem menn taka heldur aldrei með inn í reikninginn þegar verið er að tala um útgerðarhlutann í veiðunum er sú mikla vinna sem til fellur við fellingu netanna og vinnan við frágang eftir vertíð. Þannig að ef ungt fólk ætlar að byrja útgerð þá velur það síst grásleppuveiðar og leitar frekar til strandveiða þar sem þær hafa breyst til batnaðar undanfarin ár og stofnkostnaður mun lægri. Með kvótasetningu sé ég frekar möguleika fyrir fólk að byrja grásleppuútgerð þegar vitað er að hverju er gengið. Óvissan í núverandi kerfi er ekki bjóðandi þeim sem eru að reyna að hafa ofan í sig og á með þessari atvinnu, þurfa að ráða mannskap og vera klár með úthaldið en vita ekki hvað er framundan. Því fagna ég hugmyndum um nýliðakvóta í nýju frumvarpi.
Í frumvarpinu er komið í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda með því að hver útgerð megi einungis eiga 2% af heildaraflamarki grásleppu. Því fagna ég og tel að með þessu yrði svipuð dreifing veiða kringum allt land og því þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af samþjöppun. En um leið eru grásleppuveiðar orðnar útgerðarhæfar og möguleikinn til að efla útgerðina til staðar upp að vissu marki.
Ég styð hugmyndir varðandi staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar en tel mikilvægt að ávallt sé haft samráð við heimamenn þegar svæðin eru ákvörðuð.
Ég styð frumvarpið, finnst það liggja nokkuð ljóst fyrir og taka á því sem við grásleppusjómenn höfum verið að kalla eftir.
Valentínus Guðnason, Stykkishólmi.
Gerði fyrst út á grásleppu árið 1982 með hléum en samfellt öll sumur síðustu 15 árin. Alla tíð á Breiðafirði.
Gunnlaugur Oddsson heiti ég og hef stundað grásleppuveiðar í yfir 40 vertíðir og á vonandi 10-15 vertíðir eftir. Ég hef alltaf verið fylgjandi kvótasetningu á grásleppu því að það mun bæði verða ódýrari útgerðakosnaður þegar þú veist hvað þú mátt fiska mikið og umgengnin um auðlindina verður mun betri því að menn munu nota færri net við veiðar og fækka netum í sjó þegar veður útlit er slæmt alveg eins og gerðist í Aflamarkskerfinu þegar það var sett á.
Mér finnst það rétt nálgun að miða við 3 bestu af 6 árum þar sem vertíðar eru mjög misjafnar frá ári til árs. Mér finnst ekki er rétt að taka vertíðarnar 2020 til 2023 með heldur miða við 2014 til 2019. Árið 2020 fá fengu sumir ekki að fara á veiðar þar sem búið var að veiða heildarkvóann, þeir sem fóru seint af stað fengu nokkra daga og allt niður í 3 daga einsog ég fékk, sumir Breiðfirðingar fengu 15 daga þó að þeir byrjuðu síðastir. Árið 2021 voru verð fyrir grásleppu í algjöru lágmarki ca 100 kr fyrir kílóið og erfitt að selja, margir fóru ekki á vertíðina og aðrir fóru jafnvel einir á sjó, þar á meðal ég þar sem betra var fyrir háseta að vera á atvinnuleysisbótum heldur en vera á sjó. Vertíðina 2020 var verð lítið skárra en mikið til af birgðum þannig að Landssamband Smábátaeigenda bað menn að sleppa því að fara og gefnir voru út mjög fáir dagar og ekki bætt við þó að kvótinn sem Hafrannsóknastofnun gaf út næðist ekki.
Þegar fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson reyndi að koma kvótasetningu á grásleppu í gegn árið 2019 þá voru það strandveiðimenn innan Landssambands Smábátaeigenda sem komu í veg fyrir það og eru enn að reyna að koma í veg fyrir það en grásleppuveiðimenn vildu láta setja kvóta og vilja enn, þá mátti öllum vera það ljóst að það yrði settur kvóti fyrr eða síðar þar af leiðandi keyptu margir sér bát og grásleppuveiðileyfi einsog Vilhjálmur Ólafsson fasteigna og skipasali til að ná sér í veiðireynslu og eru þess vegna á móti því að nota 2014 til 2019 sem viðmiðunar ár, en þeir sem byrjuðu veiðar þurfa að sjálfsögðu að fá veiðireynslu sína metna og væri hægt að hugsa sér 50% skerðingu á þeim þremur árum.
Það er alveg ljóst að með kvótasetningunni verða ekki til fleiri fiskar í sjónum en það mun eiga sér stað hagræðing, bátum mun fækka því að þeir útgerðaraðilar sem fá lítinn kvóta sjá ekki rekstrargrundvöll þar af leiðandi betri grundvöllur fyrir þá sem halda áfram.
Nýliðapotturinn er ágæt hugmynd en býr til vandamál fyrir Fiskistofu og Ráðuneytið.
Svæðisskiptingin er að mínu mati óþörf þar sem það hlýtur að vera hægt með lögum að tryggja að sveitastjórnir hafi forkaupsrétt af grásleppukvóta og hann fari þar af leiðandi ekki úr sveitarfélaginu nema með samþykki sveitastjórnar, svæðisskiptingin tryggir ekki að kvótinn haldist í sveitarfélaginu þannig gætu Dalvík, Grenivík og Hrísey misst allan sinn kvóta til Sauðárkróks eða Siglufjarðar svo dæmi sé tekið og sveitastjórnir hafa ekkert um það að segja. Er það ekki tilgangur svæðisskiptingarinnar að kvótinn haldist í sveitarfélaginu?
Ég fagna því að grásleppan fari í aflamark, með því að kvótasetja grásleppuna er hægt að stunda þessar veiðar með ábyrgari hætti heldur en núverandi kerfi býður uppá. Ég veit að meðafli og brottkast muni stórlega dragast saman, því að við munum geta tekið netin í land ef þorskur er á veiðislóðinni eins og svo oft er í byrjun vertíðar og eins komist af með færri net sem við gerum ekki í núverandi kerfi því dagarnir telja frá degi eitt.
Það verður komið í ver fyrir samþjöppun með 2% reglunni, engin getur átt meira en 2 % af úthlutun.
Það var alltaf vitað að 2014-2019 yrðu viðmiðunnarár og því yrði ekki breytt, það hafa margir og meðal annars ég verið á hálfum afköstum undanfarin ár og aðrir sem hafa ekki einusinni farið til veiða útaf marksðsaðstæðum nú svo eru til menn sem hafa gengið út frá því að að fá 2020 til 2022 til viðmiðunnar og ausið bláu tunnunum í land með mis miklu af hrognum í
Ég skora á alþingi að setja grásleppu í aflamark eins og aðrar tegundir
Kv frá Raufarhöfn
Hörður þorgeirsson
#28 Útgerðarfélagið Íris ehf - 02.02.2023
Útgerðafélagið Íris ehf lýsir yfir fullum stuðningi við áform um kvótasetningu á grásleppu.
Útgerðafélagið Íris ehf hefur gert út á grásleppu frá árinu 2005 ýmist með 1 eða 2 báta og eigendur þess verið á grásleppu svo lengi sem elstu menn muna.
Fyrstu árin var þetta 3 mánaðar vinna fyrir 3 menn á einum bát síðan hefur netum fækk um 1/3 og dagar farið úr 90 í 32 uppí 44 og niður í 15 síðasta ár 25 dagar . Það sjá allir að það er ekki hægt að gera út svona .
Óvissan er allgjör og sjómenn vita ekki fyrr en rétt fyrir vertíð hvað má gera. Með hlutdeildarsetningu verður hægt að skipuleggja vertíðina mun betur með tiliti til veðurs og meðafla svo eitthvað sé nefnt.
Varðandi samþjöppun þá ætti 2% reglan að koma í veg fyrir samþjöppun.
Svæðaskiptin er af hinu góða og rímar vel við byggðarsjónarmið og ætti líka að halda verði á aflaheimildun niðri.
fh Útgerðarfélagsins Íris ehf
Jóhann Kúld Björnsson
Ég mótmæli kvótasetningu á grásleppu í þeirri mynd sem lagt er fram. Tel ég arfavitlaust að hafa hana í aflamarki, einungis til þess að eyðileggja allar veiðar á henni í þeirri mynd sem hún hefur verið stunduð. Krókaaflamark væri þó betra þar sem bátar sem hafa grásleppuleyfi eru að stærstum hluta í krókaaflamarki og ekki stærri en 15 tonna bátar. Annars tel ég að sóknardagar sé enn betra, svæðisskipt eftir svæðum. Ég hef lagt allt mitt undir að koma mér af stað á grásleppu, fjárfest í leyfum, netum og bátum síðustu 3 ár. Ástæðan er einungis sú að tryggja að ég geti búið á Patreksfirði, í minni heimabyggð þar sem ég er fæddur og uppalinn, og nýtt bátana mína sem best. Grásleppa er stórt byggðarmál í dreyfðum byggðum landsins. Hvet ég ráðamenn til þess að hlusta á alla sem hafa hagsmuni og hugsa um hag landsins alls.
Kveðja,
Grímur (Ánanaust slf)
Góðan dag.
Í ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða er lagt til að víkja frá meginreglu 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða, þar sem við úthlutun aflahlutdeildar skuli litið til veiðireynslu þriggja síðustu veiðitímabila. Þess í stað er lagt til að veiðireynsla báta sem hafa stundað grásleppuveiðar verði metin út frá þremur bestu veiðitímabilum af sex, frá og með árinu 2014 til og með árinu 2019. Ástæða þess að lagt er til að miða við þrjú bestu veiðitímabilin á þessum sex árum eru að grásleppuveiðar standa yfir í stuttan tíma og frátafir á einni vertíð geta því haft mikið að segja varðandi veiðireynslu það ár. Þá eru aflabrögð misjöfn á milli ára og eftir svæðum. Sá mismunur jafnast út með lengra viðmiðunartímabili. Því er í frumvarpinu litið til lengri viðmiðunartíma og málefnalegra sjónarmiða við úthlutun aflahlutdeildar í grásleppu.
Hér eru engin rök lögð fram fyrir því afhverju ekki er miðað við undanliðin þrjú ár, heldur lögð rök fyrir því afhverju sé æskilegt að hafa viðmiðunartímabilið lengra.
Það að ríkið hafi gert drög að frumvarpi undanliðin ár sem sagði að árin þrjú væru ekki til viðmiðunar eru ekki rök – þar fyrir utan hefur þingið hafnað þeim hugmyndum með því að málið fékk ekki blessun atvinnuveganefndar og þingsins, sem mætti segja að séu rök gegn þeirri útfærslu sem áður var lögð fram í drögum og frumvarpi til laga 2021.
Málið er að ég og pabbi erum með litla smábátaútgerð og erum að gera út 2 báta. Við byrjuðum að fjárfesta í bátum árið 2018 með tilheyrandi kostnaði, veðjuðum á að við gætum stundað þessar grásleppuveiðar næstu árin. En núna á að kippa undan okkur fótunum því það á að kvótasetja grásleppu sem ég er alls ekki á móti en það sem kemur sér mjög illa fyrir okkur er að eigi að miða við miðunarár 2014-2019 sem er algjörlega galið. Réttast væri að menn sem hafa verið að stunda þessar veiðar undanfarin ár fái að njóta þessa réttar áfram. Réttast væri að taka 6 ár aftur í tímann og menn mættu velja 3 bestu árin af þeim.
Svo er spurning með ef sá sem átti bátinn áður fær sína reynslu sem hann aflaði þá sit ég uppi með grásleppuleyfi er sem einskis virði ásamt verðlausum bát. Hann fær kvóta enn ekki sá sem er að stunda veiðar í dag, er samt búinn að kaupa það af honum.
Svo varðandi hitt leyfið sem ég á, þar er ég með reynslu 2018 og 2019 en annar er með árin þar á undan. Á hann þá rétt á 3 árum þar og ég rétt á þessum 2 árum sem ég aflaði minnar reynslu, eiga þá báðir aðilar rétt á úthlutun? Það gætu orðið nokkuð margir ágreiningar með þetta.
Þetta þarf að skoða vel.
Bestu kveðjur
Sigurður Hafsteinn Guðfinnsson.
Ég er alfarið á móti kvóta á grásleppuveiðar. Með því er verið að koma í veg fyrir nýliðun, það fer enginn heilbrigður maður að kaupa sér bát og veiðifæri, grásleppuleyfi, veiðibúnað og þurfa svo að kaupa sér kvóta, það er algerlega fjárhagslega vonlaust. Ég byrjaði fyrst að stunda grásleppuveiðar árið 1986 og gerði út á annan áratug þannig að ég veit alveg út á hvað þetta gengur. Ég kemst ekki hjá því að upplifa mig eins og trillukarlarnir í kvikmyndinni Verbúðin. Á þessu tímabili seldi ég 3 báta og aðrir högnuðust á veiðireynslu minni. Núna í sumar ákvað ég að skella mér í þetta aftur eftir áratuga hlé og gerast nýliði. Forsendan fyrir þeirri ákvörðun er einföld, ekki þurfti að kaupa kvóta og enginn kvótasetning fyrirhuguð, einungis bát, veiðifæri og búnað, sem er samt stór ákvörðun. Þegar bátur með leyfi og veiðifærum var fundinn og komið að undirskrift kom krafa um að veiðireynsla í grásleppu fylgdi ekki með. Taldi ég það ekki skipta máli þar sem VG hefur nýlega komið í veg fyrir að grásleppan verði kvótasett og viðmiðanir fyrri eiganda teldust varla með, þær væru hvorteðer að fjara út á tíma. Samkvæmt lögum á að miða við síðastliðin þrjú ár, hann var hættur útgerð fyrir tveimur árum en vill að sjálfsögðu núna fá úthlutaðann kvóta. En pólitíkin er skrýtin tík, blekið á samningnum varla þornað þegar VG ráðherra leggur til að grásleppa verði kvótasett. Ég get ekki að því gert að mér finnst vera hrossakaupslykt af þessu. Ég skora á yfirvöld að kvótasetja ekki grásleppuna, það er bara til að eyðileggja það sem reynst hefur vel. Auðvitað má betrumbæta sóknarkerfið með því að hlusta á þá sem stunda þessar veiðar en krafan um kvóta kemur ekki fram vegna þess að vernda þurfi stofninn, krafan kemur eingöngu fram af fjárhagslegum hvötum. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir þeim pirring sem upp kom í sóknarmarkinu, annarsvegar er það ráðgjöf Hafró 2020 sem reyndist alröng eins og seinna kom í ljós. Það hvarflar að manni að sú ráðgjöf hafi einfaldlega verið pöntuð til þess að koma grásleppunni í kvóta - enda veit stofnunin lítið sem ekkert um grásleppu. Ekkert meira en hásetar á togurum sem að venju láta grásleppukarlana í landi vita í febrúar hvort meira eða minna af grásleppu komi í trollið. Þetta er sama aðferð og Hafró notar og hinsvegar er að allt stjórnast þetta af markaðsmálum. Því nægur markaður er ekki fyrir grásleppuafurðir. Það er engin þörf á að hygla þeim sem eru hættir veiðum, búnir að selja frá sé bát og leyfi og/eða með leyfi í geymslu hjá Fiskistofu með von um kvóta. Það er verið að tala um viðmiðunar árin 2014 til 2019. Sjálfsagt eru einhverjir af þessum eldri grásleppukörlum nú þegar komnir yfir móðuna miklu. Nær væri að gefa það út strax að næstu þrjú ár verði viðmiðunar ár, þá rennur kvótinn til þeirra sem sannarlega eru að veiða grásleppu núna verði þetta kvótasett. Ég skora á matvælaráðherra að sýna skynsemi og draga frumvarpið til baka. Fyrir hönd Salthólma. Fannar Eyfjörð, afrit af þessu verður sent þingmönnum Atvinnumálaveganefndar.
Ég er mjög mótfalli kvótasetningu á Grásleppu , Hið íslenska Kvótakerfi hefur í eingu skilað nema leiðindum og eilifðar þrasi það verður svo einnig með Grásleppufrumvarpið , en ef svo ólíklega vill til að kvóti verður settur á Grásleppuna þá ætti að vera jafn kvóti á hvern bát annað væri verulega ósanngjarnt, svo er spurning hvernig farið verður með þá sem nýbúnir eru að kaupa leyfi og leyfin eru þinglíst verðmæti sem verið er að gera upptækt Það má búast við málareksti ef ekki komi bætur þá fyrir leyfin sem verða gerð verðlaus
Ég er algerlega á móti því að grásleppa verði sett í kvóta eins og hefur komið fram hér á undan þar sem fleiri hafa skrifað að þetta verður ekki samgjarnt fyrir þá sem eru að hefja sín fyrstu skref i þessum bransa. Mér finnst að þetta eigi bara að fá að vera eins og þetta er þá hafa nýliðarnir möguleika á að skapa sér vinnu og skapa þar að leiðandi vinnu fyrir fokið sem er í landi.
Guðmundur Elíasson
Ég stið kvotasetningu á grásleppu en mér finnst það ekki vera rétt að miða við árin 14 til 19 hér fyrir sunnan er oft talað um að menn fái góða vertið 10 ára fresti og því mun þessi ár koma koma frekar ílla fyrir flotan hér fyrir sunnan sanngjarnt væri miða við seinustu 10 árin fyrir norðan er nánast góð vertíð á hverju ári og standa því betur á vigi
Guðmundur Elíasson
Útgerð Gummi El e.h.f
Góðan daginn,
Fjölskyldan okkar hefur gert út árlega til grásleppuveiða sl. 80 ár. Langafi minn hóf þessar veiðar í fjölskyldunni og tók ég við af afa mínum fyrir tæpum 10 árum og stunda þessar veiðar árlega með föður mínum. Þegar ég segi að fjölskylda mín hafi stundað þessar veiðar óslitið í 80 ár þá er það ekki alveg rétt. Vegna ákvörðunar ráðherra þá var engin grásleppuveiði hjá fjölskyldunni árið 2020.
Undirritaðir fagna nýju frumvarpi að setja grásleppu í aflamark. Við settum einnig fram umsögn við áformin um lagasetningu og teljum við að sú umsögn eigi enn við.
• Núverandi kerfi hefur skapað gríðarlega óvissu á hverju ári fyrir þær útgerðir sem hafa tekið þátt í veiðunum.
• Grásleppuveiðar eru áhættusöm atvinnugrein sem er gríðarlega háð veðri og vindum.
• Til að auka á flækjustig veiðanna hefur verið viðvarandi óvissa með fjölda daga veiða áður en veiðitímabil hefst
• Núverandi kerfi gefur embættismönnum og stofnunum of mikið pólitískt vald og skapar gríðarlega ógagnsæja stjórnsýslu.Einkennilegter að hafa einungis grásleppu eina undanþegna frá varanlegum aflaheimildum.
• Að breyta í aflamark myndi lágmarka þá ókosti sem nefndir hafa verið hér að ofan, óvissu (bæði með verð og fjölda veiðidaga)og umhverfissjónarmið (eyðilegging á netum þar sem ekki er hægt að taka upp net vegna samkeppni um staði).
• Það verður að teljast skrýtið að ítrekað tjái sig háværir aðilar um þetta mál sem hvorki hafa reynslu, þekkingu eða stundað veiðarnar í fjöldamörg ár til að tjá sig en eru einungis pólitískt á móti kvótakerfinu.
En ef við komum að athugasemdum að frumvarpinu:
“Fiskistofa skal einnig að teknu tilliti til veiðireynslu, stærð og gerð skips ákveða aflahlutdeild í grásleppu á skip með krókaaflamarki sem stundað hafa grásleppuveiðar skv. 7. gr. “
Við teljum það bæði ósanngjarnt og ógagnsætt að ekki verði bara horft til veiðireynslu. Ef okkar skilningur á þessari grein er réttur þá er hættan sú að verðlauna stærri og/eða ákveðna báta með auknum kvóta eftir stærð/gerð. Að auki teljum við það brjóta 11. gr. Stjórnsýslulaga um jafnræðisregluna, “við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti”. Það er óskiljanlegt af hverju það er ekki veiðireynslan ein sem er notuð þar sem stærri bátar hafa nú þegar haft forskot á minni báta að veiða meira m.a. með að hafa fleiri í áhöfn.
“Við mat á veiðireynslu skal miða við þrjú bestu veiðitímabil leyfisins sem skráð er á skipið frá og með árinu 2014 til og með árinu 2019.”
Auðvelt er að taka undir umsagnir hér þar sem skrýtið er að þeir sem stunduðu veiðar seinast fyrir 7-10 árum fái kvóta en þeir sem hafa stundað veiðarnar nær 2023 fái minna eða þurfi að sækja í nýliðunarúrræðið. Að því sögðu þá er ekki hægt að nota 2020 þar sem stjórnsýsluleg mistök urðu til þess að veiðar voru stöðvaðar og ekki fengu allir bátar leyfi til að veiða.
Jens Guðbjörnsson, Skipstjóri á Völu HF-5
Guðbjörn Jensson, háseti á Völu HF-5
Góðan dag.
Ég hef fjárfest í leyfi til að hefja veiðar, komandi vertíð vertíð verður mín fyrsta í eigin útgerð.
Ég vissulega fagna því að eigi að taka að einhverju leyti tillit til þeirra sem hafa fjárfest í leyfum nýlega.
Þó þætti mér að umræddur nýliðapottur ætti að þjóna þeim sem fá úthlutað lítilli viðmiðun, ég mun vissulega einungis eiga möguleika á að fá viðmiðun fyrir eitt ár, og þætti mér að ég ætti þá að geta sótt kvóta í nýliðapottinn í einhver ár til að útgerð mín geti talist útgerðarhæf á Grásleppu. Potturinn ætti ekki að vera eingöngu fyrir þá sem eru kvótalausir á veiðum í fyrsta sinn. Þannig ætti potturinn að nýtast kvótalitlum útgerðum og þá minnka líkur á að kvótalitlir neyðist til að selja frá sér strax í upphafi.
Viðmiðunarár, ættu að vera 2021, 2022 og 2023. Þannig þyrfti ekki að rembast fram hjá lögum um stjórn fiskveiða á nokkurn hátt. Þeir sem hafa haft Grásleppu sem atvinnu en ekki sem einhverskonar uppgrip eða aukavinnu, hafa róið þessi ár þó verð hafi verið mjög lág.
Sé enga sanngirni í því að menn sem eru búnir að selja frá sér leyfin eða þeir sem hafa ekki séð sér fært að róa undanfarin ár vegna lágra verða ( þeir sem hafa stundað Grásleppuveiðar sem aukavinnu ) eigi að einhverjum ástæðum meiri rétt til kvóta en þeir sem eru að hefja útgerð, eða þeir sem hafa bitið á jaxlinn og róið gegnum erfiðu tímana?
Einnnig velti ég því fyrir mér að þar sem að segir í frumvarpsdrögum "skal þeim er hafa aflað sér leyfis til Grásleppuveiða eftir 1. janúar 2020 fram að gildistöku laganna fá úthlutað aflahlutdeild í Grásleppu á grundvelli veiðireynslu" Þá spyr ég, er þá mögulega í sumum tilfellum verið að úthluta tvöfalt á valin leyfi? Það er að sá er átt hefur leyfið 2014-2019 fái þá úthlutað miðað við sína veiði, síðan selt frá sér og er í raun hættur síðan nýr eignadi þá einnig.
Einfaldast og sanngjarnast væri einfaldlega að miða við 3 undangengin ár, mögulega verða einhverjir hræddir við mikið kapp á miðunum á komandi vertíð, en þá myndi kannski boðað eftirlit Fiskistofu nýtast að einhverju leiti. Erfitt er að miða við 2020 af kunnum ástæðum en árin þar á eftir ásamt líðandi vertíð ættu að telja. Ef ómögulegt þykir að notast við líðandi vertíð ætti að miða við 2019-2022 og menn mættu þá velja 3 af 4 árum, þá vegna þeirra erfiðleika sem áttu sér stað 2020. Það hlýtur að vera nóg að fara 5 ár aftur ef á að ná til allra sem stunda veiðarnar af alvöru. Sé það þannig að Grásleppu sé betur borgið í kvóta ( tek alveg undir það að mestu leiti ) þá hlýtur að vera óhætt að fara í mestu eftir þeim reglum sem gilda í kvótakerfinu, bæði er varðar viðmiðunarár, veiðiskyldu o.fl.
Virðingarfyllst:
Gunnar Ægir Gunnarsson
Bjargey SH , Stykkishólmi
Meðfylgjandi er umsögn Sveitarfélagsins Stykkishólms um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn frá stjórn Slow Food Reykjavík.
Dóra Svavarsdóttir
Formaður
ViðhengiÉg undirritaður er hlyntur frumvarpinu.
Það er löngu orðið tímabært að koma á breytingum um hroknkelsaveiðar, því fyrirsjánlegleiki á núverandi kerfi er enginn.
Eins og menn vita þá hafa sum ár verið 15 dagar, önnur 25 dagar og eins og við höfum lent í að þurfa að hætta á nýhafinni vertíð eða jafnavel ekki getað lagt þar sem endi var bundinn veiðitímabilið. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera út á veiðar sem bjóða uppá þessa óvissu.
Með kvótasetningu verður mun betra fyrir útgerðirnar að stjórna sínum veiðum, m.t.t. veðurs og hagræðingar í rekstri.
Kristinn Ólafsson
Grundarfirði
Mótmæli þessum áformum um kvótasetningu á grásleppu. Engin haldbær rök með þessu, skapar fleiri vandamál en það leysir. Aukin samþjöppun veiðiheimilda mun gerast og heildarveiði mun minnka verulega og leiðir því af sér lakari nýtingu á grásleppunni. Hún verður að stærstum hluta notuð til tegundatilfærslu. Búinn verður til þorskur á pappírunum.
Í viðhengi er sameiginleg umsögn 7 aðila á Húsavík.
Útgerðir og vinnsla.
ViðhengiVarðar umsög um frumvarp um kvótasetningu á grásleppu.
Stjórn félags Smábátaeigenda á Austurlandi telur margt jákvætt í frumvarpinu sé miðað við reglur þær er gilda um kvóta annarra nytjastofna.
Félagið hefur ekki tekið afstöðu til kvótasetningar grásleppu á aðalfundum sínum síðan 2020 en var þá á móti kvótasetningu grásleppu.
Fyrir hönd Félags smábátaeigenda á Austurlandi
Guðlaugur Birgisson
Núverandi skipulag grásleppuveiða er ekki fullkomið og það hafa oft verið settar fram tillögur um lagfæringar sem ekki hafa hlotið hljómgrunn hjá sjávarútvegsráðherrum. Held þó að ef núverandi kerfi verði lagfært aðeins (sjá hugmyndir frá LS undanfarin ár) þá sé það skárri kostur en kvótasetning með sínum göllum. Talað er um að skipta landinu upp í svæði og að kvótanum verði jafnvel skipt á milli svæða til að dreifa veiðiálagi. Af hverju hefur þetta ekki verið gert undanfarin ár?
Sé að það er enn og aftur vitnað í árið 2020 til að tala um galla núverandi kerfis. Gallinn við vertíðina 2020 var fyrst og fremst starfandi sjávarútvegsráðherra sem var þá. Vertíðin byrjaði 1.mars án þess að það væru nokkur rök fyrir því. Það að veðrið var með besta móti á afmörkuðum svæðum á þessum árstíma miðað við oft áður hafði mikil áhrif. Af hverju var svæðaskiptingin ekki notuð? Annað dæmi nokkrum árum fyrr er þegar grásleppusjómenn báðu um fleiri veiðidaga vegna góðrar veiði en ekki var hlustað á þá. Menn tóku því netin upp og voru sumir búnir að skrá sig á strandveiðar þegar ráðherra bætti við nokkrum dögum eftir að beiðni kom frá ******. Það var greinilega ekki sama hver bað um hvað og hvenær!
Það er ekki alltaf hægt að kenna kerfinu um þegar vandinn er heimatilbúinn af ráðherrum.
Talandi um að nýliðun hafi verið lítil undanfarin ár þá er það að stórum hluta til vegna þess að eftir að orðrómur fór af stað 2016-2017 að til stæði að kvótasetja grásleppu þá hefur verið frekar erfitt að fá keypt grásleppuveiðileyfi. Og algengt að þau leyfi sem í boði voru hafi verið verðlögð hátt og menn þurft að skrifa undir við kaupsamninga að þeir afsali sér öllum kvóta sem kann að koma á leyfið. Það er skiljanlegt að menn vilji ekki taka þessa áhættu með að fjárfesta í leyfi og svo væri allt sett í kvóta árið eftir og þeir standi eftir án veiðiréttar en eiga samt veiðileyfi.
Einhverjir munu þó hafa gert þetta og aðrir náðu að grafa upp gömul grásleppuleyfi sem ekki höfðu verið nýtt í langan tíma og voru án veiðireynslu og þess vegna tímdu fyrrum eigendur að selja þau. Hvort sem menn gerðu þá munu þeir standa uppi kvótalausir og með ónothæft veiðileyfi ef frumvarpið fer fram með þessum hætti.
Og nýliðapotturinn, ekki eru þeir gjaldgengir í hann, er hann ekki hugsaður fyrir þá sem eru að byrja í fyrsta skipti? (samt óljóst hvort þar er átt við bátinn, lögaðilann, skipstjórann eða hásetann, hvað er nýliði)
Að það sé nýliðapottur er falleg hugmynd en segir allt um hversu gallað kerfið er og hvað það er sem margir eru hræddir um.
kv.Atli
Ég styð kvótasetningu á grásleppu
Umsögn
Mál nr. 67/2023
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
1. Það sem slær mann fyrst er að markmið frumvarpsins er sem hér segir:
„Megintilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við veiðarnar og tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar.“
Kvótasetning grásleppu snýst að engu leyti um að vernda fiskistofninn fyrir ofveiði eða verja almannahagsmuni með breyttri veiðistýringu og fiskveiðistjórnun á grásleppu. Kvótasetning grásleppu snýst eingöngu um það að kvótasetja grásleppustofninn til þess eins að auka verðgildi veiðiréttarins með það að markmiði að menn geti selt kvótann og hagnast gríðarlega á kostnað þeirra sem vilja stunda grásleppuveiðar í framtíðinni að atvinnu um ófyrirséða framtíð, ekki bara næstu þrjú ár.
Hvað varðar fyrirsjáanleikan, þá sér undirritaður ekki hvernig fyrirsjánleiki veiða eykst við kvótasetningu grásleppu miðað við sóknardagastýringu. Leyfilegur heildarafli mun ekki sveiflujafnast við kvótasetningu. Dagsetning endanlegs útgefins heildarafla mun ekki breytast við kvótasetningu og verður áfram háður mjög hæpnum forsendum stofnstæðarmats, úr togararalli Hafró sem haldið er í mars, þar sem niðurstöður liggja fyrir í fyrsta lagi í apríl, ár hvert. Annað varðandi meinta aukningu í fyrirsjáanleika við veiðarnar ef af kvótasetningu verður, eru að veiðarnar á grásleppu eru mjög svo háðar markaðsaðstæðum hverju sinni. Kvótasetning grásleppu mun ekki leysa eða hjálpa til við markaðsaðstæður, kvótasetning grásleppu mun ekki opna nýja markaði, heldur þvert á móti, torvelda nýliðum að fóta sig innan greinarinnar og herja á nýja markaði eða sækja á þekkta markaði.
Varðandi að kvótasetning grásleppu muni „tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar“. Þá er flestum kunnugt að það stendur nýliðum fyrir þrifum sem og veldur flestum þeim stunda grásleppuveiðar miklum erfiðleikum. Það er meðafli í þorski við gráleppuveiðar og gríðarlegt brottkast á þorski við grásleppuveiðar. Það eins sem er ósjálfbært við núverandi fyrirkomulag grásleppuveiða, er meðafli hins kvótasetta þorskstofns. Grásleppubátar hafa oftast ekki neinn þorskkvóta til að mæta þessum meðafla og VS-heimildin er alltof þröngur rammi til að vinna eftir. Það er einfaldlega of lítið sem bátar á grásleppu hafa í VS-heimild til að mæta þessum meðafla í þorski við grásleppuveiðar. Það er ekkert leyndarmál og allir sem stunda grásleppuveiðar vita það, að gríðarlegt brottkast er stundað á kvótasettum þorski við grásleppuveiðar. En öll grásleppa skilar sér í land og er landað með löglegum hætti. Það er engin þörf fyrir að henda grásleppu, enda ekki bundin í kvóta. Kvótasetning grásleppu mun ekki koma í veg fyrir að þorskur veiðist áfram sem meðafli í grásleppunet. Betra hefði verið að seinka grásleppuveiðitímanum í núverandi fyrirkomulagi grásleppuveiða, til að minnka líkurnar á því að þorskur sem er að koma inn til hryggningar við strendur landsins, veiðist sem meðafli í grásleppunet. Líka mætti í núverandi fyrirkomulagi að leyfa bátum að draga upp grásleppunetin og gera hlé á veiðum vegna mikillar þorsksgengdar á veiðislóð grásleppu. Kvótasetning fiskistofna á íslensku hafsvæði hefur ekki leitt til sjálfbærrar nýtingar heldur þvert á móti, það sýnir sagan. Nægir þar að nefna kvótasetning fiskstofna sem hefur leitt af sér gríðarlega byggðaröskun, þegar aflaheimildir hafa horfið úr byggðarlagi. Misskiptingu á meðal fólks þar sem einstaklingar hafa eignast gríðarlegan fjárhagslegan auð og öryggi með sölu aflaheimilda, sem er NOTA BENE ein af afleiðingum þessa frumvarps, sbr. kafla 3.2. þar sem viðurkennt er að féverðmæti veiðiréttarins mun aukast með kvótsetningu, miðað við núverandi fyrirkomulag. Eftir stendur fólk í byggðum, sem hefur treyst á atvinnu við löndun og vinnslu grásleppuhrogna í algjöri óvissu. En þetta er þekkt stef úr sögu kvótakerfisins á Íslandi.
2. Varðandi tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar segir:
„Markmið fiskveiðistjórnar er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna Íslands og tryggja þannig trausta atvinnu og byggð í landinu. Veiðum á helstu nytjastofnum er stjórnað með úthlutun aflamarks við upphaf hvers fiskveiðiárs á grundvelli þeirrar aflahlutdeildar sem fiskiskip hafa. Slík fiskveiðistjórn hefur reynst góð með tilliti til þess hversu auðvelt er að stýra því magni sem er veitt hverju sinni og hefur það einnig aukið hagkvæmni veiða. Á þennan hátt hafa sjálfbærar veiðar verið tryggðar, verið hvatning til nýsköpunar, þar sem aðilar reyna að fá sem mest verðmæti úr aflahlut sínum sem og stuðlað að bættri umgengni um auðlindina“
Þetta orðagjálfur að ofan, er kastali sem er byggður á sandi. Þarna er fullyrt að kvótasetning fiskistofna á Íslandsmiðum hefur reynst farsæl og tryggt sjálfbærar veiðar. Treyst atvinnu og byggð í landinu. Þetta er svo víðsfjarri sannleikanum. Íslenskt samfélag hefur séð byggðaröskun, atvinnumissi, samfélagsvandamál og grófri misskiptingu auðs meðal fólks, sem hefur fylgt kvótasetningu fiskistofna og kvótakerfinu almennt.
Varðandi að tryggja betur sjálfbærar veiðar grásleppu með kvótasetningu og stuðla að bættri umgengni. Þá verður að hafa í huga að kvótasetning fiskistofna tryggir ekki betur sjálfbærni í veiðum. Brottkast er gríðarlegt vandamál í kvótakerfinu á Íslandi og í raun höfum við aðeins séð toppinn á ísjakanum í þeim málum. Brottkast á grásleppu mun aukast með kvótasetningu. Það er margt sem bendir til þess að kvótasetning fiskistofna með tilheyrandi brottkasti og þar af leiðandi óskráðum veiðum, sé í raun og veru mjög örugg leið til að ganga frá sjálfbærum veiðum á fiskistofnunum. Máli mínu til stuðnings nefni ég að fiskistofnar eins og:
• Langlúra, þar sem veiðin hefur dregist saman um meira en helming síðan 2005/2006.
• Veiðiráðgjöf sandkola hefur dregist saman um 95% síðan 2003/2004
• Veiðiráðgjöf skrápflúru dróst saman um 95% á fimm fiskveiðiárum, frá 2004/2005 til 2009/2010.
• Ráðlagður afli í löngu hefur dregist saman um rúm 60% síðan 2015/2016.
• Veiðiráðgjöf í blálöngu hefur dregist saman yfir 90% síðan 2011/2012.
• Ráðgjöfin í steinbít hefur dregist saman um 40% síðan 2003/2004.
• Tæplega 70% samdráttur er í veiðiráðgjöf keilu síðan 2011/2012.
• Skötuselur hefur minnkað um tæp 85% í veiðiráðgjöf síðan 2011/2012.
• Veiðiráðgjöf í úthafsrækju er innan við 10%, miðað við ráðgjöf fiskveiðiárið 1997/1998.
• Veiðiráðgjöf í gullkarfa á Íslandsmiðum minnkað um 45% síðan 2013/2014.
• Það er ráðlagt veiðibann á humri en 2009/2010 mátti veiða 2.200 tonn.
• Veiðiráðgjöf fyrir djúpkarfa hefur dregist saman um meira helming síðan fiskveiðiárið 2018/2019.
Ég segi það og stend við það að öruggasta leiðin til að drepa niður sjálfbærar veiðar á fiskistofni, er að kvótasetja viðkomandi fiskistofn. Það leiðir af sér snarminnkandi veiðistofn með tilheyrandi byggðaröskun, atvinnu- og tekjumissi fyrir sjómenn og fólk í sjávarútvegi, samþjöppun veiðiheimilda með þekktum afleiðingum stéttskiptar og auðsöfnunar fárra einstaklinga sem ráða yfir aflaheimildum.
2.2. Í kaflanum um veiðistjórn grásleppu segir m.a. varðandi meinta ókosti við núverandi veiðistjórnun:
„Á vertíðinni 2020 komu ókostir núverandi veiðistjórnar grásleppu vel í ljós. Veiðar voru heimilaðar í tiltekinn fjölda daga en þegar á leið varð ljóst að stöðva yrði veiðarnar fyrr en ætlað var með hliðsjón af aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þetta kom misjafnlega niður á þeim sem stunda veiðarnar þar sem mismunandi var hvenær veiðar hófust. Hafði það m.a. þýðingu að veiðar í innanverðum Breiðafirði eru heimilaðar síðar en á öðrum svæðum vegna áhrifa grásleppuveiða á æðarvarp og dúntekju„
Þarna er verið að hengja bakara fyrir smið. Vertíðin 2020 verður lengi höfð í manna minnum vegna gríðarlega mikillar veiði út um allt land. Ráðgjöf Hafró var í engu samræmi við veiðina þessa grásleppuvertíð. Enda byggir veiðiráðgjöf Hafró á mjög hæpnum forsendum stofnstæðarmats, sem aftur á móti byggist á togararalli í mars, ár hvert hjá Hafrannsóknarstofnunn (Hafró). En Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) hefur enn ekki viljað viðurkenna réttmæti né sannreyna nákvæmni stofnstæðarmats Hafró á grásleppu, enda byggist stofnstærðarmatið á óskhyggju, þar sem reynt er að framkvæma vísindalega stofnstærðarmælingu uppsjávarfisks ( þ.e. grásleppu) með stórum togurum sem veiða með botntrolli, dregið eftir sjávarbotninum. Það mætti alveg eins ákveða veiðidaga á rjúpu, byggt á þessu togararalli, ef þetta er látið virka fyrir veiðiráðgjöf grásleppu. Það má benda á það að grásleppa veiðist upp í fjörum landsins á ákveðnum árstíma, mismunandi eftir landsvæðum, en auðvitað vill Hafró ekki stofnstærðarmæla upp í fjöru eða lítið innan 12 sjómílna frá landi, hvað þá innan 4 sjómílna þar sem mest veiðist af grásleppu. ÞAÐ ER NEFNILEGA EKKI HÆGT KOMA STÓRUM TOGARA SVO NÆRRI LANDI MEÐ BOTNTROLL AÐ DRAGA EFTIR SJÁVARBOTNINUM.
2.2. Í kaflanum um veiðistjórn grásleppu segir enn fremur. varðandi meinta ókosti við núverandi veiðistjórnun:
„Þá kom fram að helstu ókostir núverandi veiðistjórnar fælust í því að hún er ómarkviss með tilliti til þess að fylgt sé ráðgjöf, þ.e. að veiði sé innan heildarafla. Heimildir til veiða eru bundnar ákveðnum samfelldum dögum sem þýðir að þegar leyfi er virkjað á skip hefst talning daga óháð veðri, sem getur ýtt getur undir að veitt sé þótt veður séu slæm eða óæskilegur meðafli sé mikill. Þá er ekki unnt að taka tillit til bilana, veikinda eða annarra ófyrirséðra tafa. Auk þess er breytilegt á milli ára hversu margir virkja leyfi til veiðanna. Einnig var talið til ókosta að ekki lægi fyrir í byrjun vertíðar hversu marga daga hverjum leyfishafa sé heimilt að stunda veiðarnar.“
Það er ekkert einfaldara að fylgja veiðiráðgjöf grásleppu innan kvótakerfis heldur en í núverandi fyrirkomulagi. Dæmin úr kvótakerfinu sanna það. Brottkast verður þá stundað á grásleppu, líkt og í öðrum tegundum sem eru bundnar í kvóta ef menn veiða fram úr ráðgjöf eða þeim kvóta sem þeir hafa til umráða. En vandamálið er ekki að framfylgja ráðgjöf í núverandi kerfi grásleppuveiða. Heldur er vandamálið að ráðgjöfin í grásleppu, byggir á togararalli, langt frá hryggningaslóðum grásleppu og búsvæðum. Grásleppa er uppsjávarfiskur sem leitar upp í fjöru til að hryggna. Ráðgjöfin er ekki viðurkennd af ICES. Allir hinir ókostirnir sem taldir eru upp, eru mjög einfaldir til að laga innan núverandi kerfis í veiðistjórn grásleppu. Með einu pennastriki ráðherra er hægt að leyfa bátum að gera hlé á veiðum vegna slæms veðurs, mikils óæskilegs meðafla, bilana, veikinda eða annarra ófyrirséðra tafa. Líka mætti fjölga dögum ef fyrirséð er, að veiðarnar séu innan ráðgjafar Hafró, þó byggð sé á hæpnum forsendum.
2.2. Í kaflanum um nýliðun segir:
„Þá var í umsögnum við fyrra frumvarp bent á að ekki hafi orðið mikil nýliðun í grásleppuveiðum síðast liðin 10 ár þrátt fyrir að kostnaður við að hefja veiðar í núverandi kerfi væri ekki hár. Með því að setja skipum aflahlutdeild í grásleppu má leiða líkur til þess að aukin hagkvæmni náist við veiðarnar og hugsanlegt að verðmæti aflaheimilda kunni að aukast og því verði kostnaðarsamara fyrir nýliða að hefja veiðar.
Í frumvarpinu er því mælt fyrir um að ráðherra sé heimilt að draga 5,3% frá heildarafla grásleppu og úthluta því aflamarki til nýliða sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti, svokallaður nýliðunarpottur. Gert er ráð fyrir að úthlutun á aflamarki til nýliða verði til eins árs í senn. Unnt sé að fá úthlutað nýliðunaraflamarki í nokkur ár í röð og að þeim tíma liðnum hafi viðkomandi útgerð/sjómanni tekist að kaupa sér aflahlutdeild til grásleppuveiða“
Undirritaður ætlar að gerast svo djarfur að benda á að aðalástæðan fyrir því að nýliðar hafa verið fáir í núverandi fyrirkomulagi grásleppuveiða, er einfaldlega sú, að margir sem stunda grásleppuveiðar að jafnaði ár hvert, hafa selt kvóta frá sér í þorski eða öðrum tegundum en haldið eftir bátnum og grásleppuleyfi eða keypt það síðar. Margir af þeim sem styðja kvótasetningu grásleppu vita hvaða fjárhagslega þýðingu það hefur fyrir þá. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að menn vilji selja sig út úr kerfinu aftur og aftur, enda er um gríðarleg verðmæti að ræða. Ssagan um kvótakerfið og reynsla þess, segir okkur það. Nýliðar hafa ekki séð kannski kosti þess að kaupa bát til að stunda eingöngu grásleppuveiðar. Enda allar aðrar veiðar bannaðar nema nýliðar leigi eða kaupi kvóta dýrum dómi.
Varðandi það að stofnaður verður sérstakur nýliðapottur. Hvernig ætlar löggjafinn að skilgreina nýliða þegar það er ekki einu sinni til skilgreining á tengdum aðilum í kvótakerfinu? Menn sem munu selja grásleppukvóta munu bara koma aftur inn á nýrri kennitölu lögaðila sem nýliðar. Fiskistofa getur ekki stoppað það, enda ekki neinar skilgreiningar sem fylgja frumvarpinu um hvað sé nýliði. Ekki frekar en að Fiskistofa getur komið í veg fyrir að kvótaþakið sé margsprengt með því að vista kvótann á mismunandi kennitölum lögaðila. Fiskistofa getur ekki einu sinni komið í veg fyrir menn geri út fleiri en einn fiskibát á strandveiðum, út af því að löggjafinn skilgreinir ekki hvað eru tengdir aðilar. Það er ekki heldur gert í þessu frumvarpi, hvað varðar skilgreiningu á nýliða.
3.4. Í kaflanum um hámarkshlutdeild segir:
„Til að tryggja að aflahlutdeild í grásleppu verði dreifð innan staðbundinna veiðisvæða er lagt er til í frumvarpinu að sett verði 2% hámarksaflahlutdeild í grásleppu“
Líkt og í kaflanum um nýliða, þá er engin skilgreining á tengdum aðilum að finna í frumvarpinu. Það þýðir að menn geta vistað kvótann á mismunandi lögaðilum og margsprengt hámarksaflahlutdeild í grásleppu, líkt og gert er víða í kvótakerfinu í dag.
4. Í kaflanum um amræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar segir:
„Mat löggjafans þarf þó ávallt að vera reist á málefnalegum forsendum þannig að ekki fari í bága við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Jafnframt þarf að gæta jafnræðis við takmörkun atvinnufrelsis skv. 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar“
Þessi fyrirhugaða kvótasetning er ekki reist á málefnalegum forsendum. Kvótasetning grásleppu er tilkomin vegna pólitísks þrýstings tiltölulega fámenns hóps manna, er stunda grásleppuveiðar í dag og margir hverjir hafa selt frá sér kvóta í öðrum tegundum en stundað grásleppuveiðar eftir það. Ráðgjöf Hafró í grásleppuveiðum byggir ekki á málefalegum forsendum og er ekki viðurkennd af ICES, Alþjóðahafrannsóknarráðið sem fullnægjandi veiðiráðgjöf fyrir grásleppu. Kvótasetning grásleppu er áframhald að þeirri vegferð sem hefur misboðið þjóðinni, þ.e. að afhenda mönnum mikinn auð með einkavæðingu auðlindanna og byggðaröskun. Þetta skerðir atvinnufrelsi komandi kynslóða og kvótasetningin grásleppu af hálfu löggjafans, gætir ekki meðalhófs, við að leysa fremur auðleysanleg vandamál innan núverandi kerfis.
Í Vatneyrardómum 12/2000 var takmörkun atvinnufrelsis rökstudd m.a. með þeim rökum að íslensk stjórnvöld þyrftu að takmarka veiðar í þágu alþjóðlegra samninga, sér í lagi Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það var nýtt í íslenskum rétti þá að ólögfest þjóðréttarregla væri notuð til að rökstyðja takmarkanir á stjórnarskrárvörðum réttindum. Í þessu frumvarpi er ekkert sem rökstyður takmörkun atvinnufrelsis eða 1. mgr. 75. stjórnarskrárinnar. Grásleppa er ekki í hættu vegna ofveiði, núverandi fyrirkomulag í veiðum á grásleppu er sjálfbært og engin hætta á ofveiði.
Frumvarpið fer gegn atvinnufrelsis ákvæði stjórnarskrárinnar sbr. 1. mgr. 75. gr. og ber að hafna með öllu.
Virðingarfyllst
Finnbogi Vikar Guðmundsson
ViðhengiUndirritaður er hlýntur aflamarksettningu á grásleppu.
núverndi kerfi er engum til hagsbóta hvori nýliðum né þeim sem stunda það og hefur eflaust sett fleiri nýliða í útgerð í gjaldþrot fremur að koma undir þeim fóttunum í útgerð.
af mörgum vandamálum sem snú að okkur grásleppusjómönnum þá er núverandi kerfi heimatilbúið vandamál og eitt okkar stærðsta vandamál ásamt óvísindalegri stofnvísitölumælingu hafró.
en á meðan þetta fræga "einhvað annað" er ekki en fundið er aflamarksettning skársta lausnin bæði fyrir þá sem stunda veiðar og nýliða.
Að ráða manskap eða ráða sig á grásleppubát í von og óvon um hvort veiðar verið stöðvaðar, bætt við nokkrum dögum eða einfaldlega ekki byrjaðar áður en verktíðin er lokið áður en hún hefst einsvog dæmi eru um.
það sér hver maður að þetta er mein gallað. Fyrir sjánaleikin er engin í núverandi kerfi.
Vill ég benta ráðherra nefndarmönnum og örðum þeim sem vinna úr þessu að andvíg umræða er oft mjög lituð af þeim sem stundar ekki og hafa ekki stundað grásleppuveiðar.
Einnig er rétt taka til hliðsjónar að innan LS eru grásleppusjómenn í miklum minni hluta,það var gerð könnun meðal handhafa Grásleppuveiðileyfa og var meirihluti samþykkur aflamarksettningu og eftir að veiðar voru stöðvaðar og sumir fengu 15 daga og aðrir ekkert hefur þeim eflaust bara fjölgað sem hlýntir eru frumvarpinu.
Kv Andri Ottó Kristinsson
Ég held áfram að vera hlynnt því að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á grásleppu og styð það að tekið verið tillit til þeirra sem hafa nýverið byrjað veiðar á grásleppu.
Eydís Jónsdóttir
Stykkishólmi
Áform um kvótasettningu grásleppu.
Það er löngu tímabært að breyta lögum um veiðistjórn á grásleppu og setja grásleppu í aflamark. því fagna ég að nú eru komið fram frumvarpi um kvótasetningu .
Og mér sýnis að ráðherra hafi loksins hlustað á sjónarmið þeirra sem STUNDA veiðarnar því mikill meirihluti þeirra hefur kallað eftir beytingum .
Sem stuðli að meiri fyrirsjáanleika varðandi veiðarnar og að menn viti hvað má veiða mikið ekki bara eitthverja daga sem undafarið hafa verið of fáir.
Og þar tók nú steinin endanlega úr á síðustu vertíð þegar einungis var leift að veiða í 25 daga .
Hafransóknarstofnun lagði til að heildaraflamagn á grásleppu yrði 6972 kg en veidd voru 4439 kg eða 63.67% af ráðgjöfinni. Voru því 2533 kg eða 36.33% af ráðgjöfini skilin eftir í sjó.
Varð þetta til þess að það var ekki hægt að sinna nýjum mörkuðum sem var búið að leggja mikla vinnu í að finna .
Við getum ekki reynt að hækka verð með skortsölu heldur verðum við að finna nýja markaði og sinna þeim því ef varan er ekki til þá kaupa menn eitthvað annað.
Mér lýst mér vel á svæðaskiptingu aflaheimilda og vona að það verði til þess að þeir sem ætla að stunda veiðarnar geti fengið til sín veiðiheimildir sem henta þeirra útgerð. Og 2% reglan kemur í veg fyrir að aflaheimildir safnis á fáar útgerðir .
Svæðisskiptin rímar líka vel við byggðarsjónarmið .
Nýliðunar pottur úr 5.3 % er af hinu góða og gefur nýjum aðilum tækifæri til að byrja veiðar án þess að þurfa að kaupa sér aflaheimildir.
Varðandi viðmiðunaráin (2014 til 2019 ) sem eru í frumvarpinu er spurnig hvort ekki væri betra og réttlátara að nota 2016 til og með 2022 að undanskildu 2020 þar sem sumir fengu 44 daga aðrir 15 og en aðrir fengu enga daga svo það gefur augaleið að 2020 kemur ekki til greina sem viðmiðunarár.
fh. Hrafnasteina ehf ( Stína SH 91 )
Þröstur Ingi Auðunsson
Ég mótmæli harðlega öllum hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu. Núverandi fyrirkomulag veiðistjórnunar í formi útgefina veiðidaga hefur gefist afskaplega vel undan farin 40 ár. Það hefur alltaf náðst að fiska það magn sem markaðurinn hefur þurft á hverju ári. Ég mótmæli því harðlega að það virðist ekkert vera talið að því að svifta leyfishafa þeim sérveiðileyfum á grásleppu sem þeir eiga. Sem menn hafa ýmist átt eða keypt á undanförnum árum. Ég undrast það að það sé talið í lagi að fótumtroða eignarétt manna á þessum leyfum. Og ég áskil mér allan rétt til að leyta réttar míns og tel að fleiri muni gera það. Því ef fer fram sem horfir þá fer þessi kvóti einungis á 50 aðila og þar með er eignaréttur um 400 aðila að engu gerður.
Friðþjófur Jóhannsson
Umsögn v/ Frumvarps um grásleppuveiðar
Ég undirritaður, nefndarmaður í Grásleppunefnd LS, trúi því að kvótasetning á grásleppu geti orðið til hagsældar, og styð því frumvarpið.
En eins og kerfið er í dag liggja flestar leiðir „niðurávið“, það er auðvelt að sjá hvað nýliðun er lítil, þrátt fyrir framboð af grásleppuleyfum. Þar kemur einkum tvennt til, annarsvegar þessi endalausa óvissa um fjölda veiðidaga og óvissa í sölumálum sem tekur mið af þeirri hringavitleysu. Og hinsvegar af slæmu umtali af veiðum og einkum veiðimönnum, sem fiskistofa, og nú síðast ráðherra keppast við að gera að glæpamönnum... Ég hef stundað grásleppuveiðar flest vor frá því á 9 áratug síðustu aldar, þá var ekki mikið um selveiði, enda stofninum haldið markvist niðri með tilvist Hringormanefndar. En eins og umræðan hefur verið upp á síðkastið þá erum við að ganga að selastofninum dauðum, þrátt fyrir að alltaf veiðist meira og meira af honum og sel fjölgi ár frá ári samkvæmt talningu! (Getur verið að umræðan sé á villigötum?)
En að útfærslu á kvótasetningu! Það verður víst seint sem allir verða ánægðir með sinn hlut...
Það væri kannski eðlilegt að taka síðustu ár til viðmiðunar líka, en Það er í rauinni ekki hægt að nota árið 2020 vegna þess að veiðar voru stöðvaðar það snemma, að sumir fengu enga vimiðun, og eftir það eru komnir allskonar „spákaupmenn“ í greinina og erfitt að réttlæta kvótaviðmið á þeim forsendum þegar menn voru farnir að keppast við, til að ná í aflareynslu. Og auðvita kemur ekki til greina að nota komandi vertíð til viðmiðunar. Það væri beilínis hættulegt að etja mönnum út í þessháttar kapphlaup. Þannig að skásta lausnin er í frumvarpinu, eins og það stendur...
Og til að tryggja ennfrekar að kvótinn safnist ekki á stórútgerðin væri ráðlegt að hafa áfram 15 tonna hámarksstærð á bátum eins og það hefur verið í núverandi kerfi.
En þessi útfærsla á svæðisskiptingu hugnast mér ekki! Og tel engar forsendur eða þekkingu til að ákveða aflamagn eftir svæðum, eða hvar eigi að sækja kvótann. Er t.d. hægt að fullyrða að grásleppa sem gengur inn í Berufjörð sé af sama stofni og sú grásleppa sem kemur til hrygningar sunnan við Langanes, en sú grásleppa sem sést norðan við Langanesið séu af öðrum stofni? Mitt svar er: NEI. Þannig að ég legg til að 4. gr. verði felld út.
Með kveðju úr firðinum fagra.
Kári Borgar
Nú eru áform um hlutdeildarsetningu grásleppu lögð fram í þriðja sinn og öll helstu rök með þeim hafa verið lögð fram. Það er klárt að meirihluti þeirra sem hafa haft þessar veiðar að atvinnu, styðja hlutdeildarsetningu og að veiðunum verði stýrt með aflamarki og ég er ein af þeim.
Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að halda áfram þeirri stefnu, að það verði aflamarksstýring á öllum nytjategundum við Ísland. En engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að undanskilja grásleppu frá þeirri stefnu.
Veiðistýring með sóknarmarki hefur ekki gengið vel og skapar lítinn fyrirsjáanleika og er kostnaðarsöm fyrir hið opinbera og útgerðir.
Eftir að byrjað var að gefa út ráðgjöf fyrir grásleppu árið 2012 og að reyna að stjórna veiðunum með dagafjölda með tilliti til ráðgjafarinnar, sýnir niðurstaðan að það er á engan hátt hægt að kalla hana eðlilega eða sjálfbæra nýtingu á tegundinni. Frá 2012 höfum við farið frá því að veiða 79% umfram ráðgjöf, niður í 57% undir ráðgjöf Hafró.
Frá því að ég hóf þessar veiðar árið 2004, hefur dagafjöldi sem leyft er að veiða farið frá því að vera 90 daga niður í 15 daga. Og í raun hefur staðan einnig komið upp að engir veiðidagar hafa verið í boði því framleiðandi var hættur að taka við hrognum þegar að það svæði sem ég stunda veiða á var opnað. Með þessu er ég að lýsa því sem er einn helsti gallinn við núverandi veiðistjórnun, sem er að það er nánast engin fyrirsjáanleiki í veiðunum.
Reynt hefur verið að færa rök fyrir því að þessum veiðum ætti að stjórna með tilliti til markaðsaðstæðna með afurðirnar. En það væri einkennilegt ef þau sjónarmið fá hljómgrunn, og ég bendi á að grásleppan væri þá eina tegundin sem veidd er við Ísland sem það ætti við um. Þetta hefur verið reynt, en með þeim árangri að sveiflur hafa verið mjög miklar á verði og magni, sem hefur orðið til þess að eftirspurn á heimsmarkaði hefur dregist mikið saman.
Grásleppan gengur á grunnslóð í veiðanlegu mæli yfir mjög stutt tímabil frá austfjörðum norður og rangsælis suður fyrir Reykjanes, sem gerir það að verkum að veiðarnar verða alltaf mjög dreifðar og góður árangur á grásleppuveiðum byggist mikið á staðbundinni þekkingu á veiðislóð.
Áhyggjur af samþjöppun eru óþarfar, þó ljóst sé að samþjöppunin verður einhver. Það má benda á að allt að 60 útgerðir reka 2-4 báta sem stunda veiðarnar samhliða eða í beit, og því augljóst hagræði fyrir þá aðila að reka einungis einn bát með aflamarki, nái þessi áform í gegn. Ég hefði kosið að hámarks hlutdeild yrði 1,5% og með því koma til móts við þá sem hafa áhyggjur af samþjöppun.
Þátttaka í grásleppuveiðum hefur farið minnkandi síðustu 12 -15 ár og frá því að strandveiðar hófust hefur fækkað þeim strandveiðibátum sem einnig stunda grásleppuveiðar.
Þær áskoranir sem blasa við okkur sem stundum þessar veiðar, varða meðafla í öðrum kvótabundnum tegundum, fuglum og sel. Í aflamarksstýringu veiðana verður mun auðveldari að bregðast við þessum áskorunum með t.d. tímabundnum eða varanlegum lokunum svæða.
Einnig geta aðilar brugðist við tímabundnum meðafla, brælum og aflabresti með því að draga upp netin án þess að dagar telji. Það mun skapa möguleika á mun betri umgengni varðandi meðafla og einnig mun veiðarfæratap með þeim umhverfisáhrifum sem það hefur, minnka til muna.
Varðandi viðmiðunarárin, þá er augljóst að afstaða manna stjórnast eingöngu út frá eigin hagsmunum eins og viðbúið er. En ég tel að þau ár sem eru næst því sem upphafleg áform fyrverandi ráðherra stóðu til, séu þau ár sem miða ætti við. Ætla mætti að þeir sem hafa keypt leyfi eftir að áform um hlutdeildarsetningu voru fyrst kynnt, hafi verið meðvitaðir um hvað stóð til og því gert samninga um kaup á leyfum í samræmi við það.
Varðandi ákvæði um heimilisfesti útgerðar, þá vil ég gera athugasemd við það ákvæði.
Ég hef alla tíð veitt í innanverðum Breiðafirði og heimilisfesti útgerðarinnar hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Verði frumvarpið óbreytt að lögum, skil ég það þannig að ég verði að flytja heimilisfang útgerðarinnar í Breiðafjörðinn. Sem í sjálfu sér verður líklega ekki vandamál, nema að því leyti að það er óhagræði í því fyrir sveitarfélögin og þá sem neyðast til að færa heimilisfesti.
Varðandi nýliðun og áform um að 5,3% verði úthlutað til þeirra sem falla undir þá skilgreiningu, vil ég benda ráðuneytinu á að skoða nýliðun á grásleppuveiðum t.d. frá 2008-2018 og síðan frá 2019-2022. Velti upp hvort eðlilegt sé að úthluta hærri hlutdeild af afla til nýliða nú, en þeir höfðu í veiðunum frá 2008-2018.
Varðandi veiðireynslu þeirra sem hefja veiðar fyrst 2020, þá hljóta sömu rök að gilda um þá varðandi ómöguleika þeirrar vertíðar er varðar viðmið, vegna fordæmalausrar stöðvunar veiða þá vertíð. Einnig vil ég benda á að líklegt er að flest þau leyfi sem ekki hafa veiðireynslu samkvæmt frumvarpinu, verði dregin úr geymslum fyrir yfirstandandi vertíð.
Það mun skapa vanda fyrir ráðuneytið varðandi ákvörðun um dagafjölda vertíðarinnar, vegna óvissu um fjölda leyfa sem virkjuð verða út frá þeim hvata sem þessi áform skapa. Einnig er mikill hvati til að landa háu íshlutfalli (vatni) á komandi vertíð fyrir þá sem hafa aðstöðu til þess og geta haft ávinning af því.
Virðingarfyllst
Axel Helgaon
Já verður ekki dásamlegt að hefja veiðar 2024 á grásleppu ......
Alla vega miða við rök manna sem eru fylgjandi kvótasetningu
En þetta á víst að breyta öllu sem hefur dunið á manni síðan ég byrjaði sem krakki með pabba 1980 og síðan sjálfur 1988 en við að kvótasetja kvikindið breitist víst td veðrið og eftir kvótasetningu kemur það lítið af þorski að erfitt verður að fá í soðið og það mun ekki sjást fugl nærri bátunum hvað þá í netunum,hnýsa og selur munu sinda saman inn í sólarlagið og meðan grásleppunet eru í sjó munu þau halda sig annars staðar.
Öll vændræði með þara og þöngla og uppásnúin net verða bara í minningunni og það verða ekkert kapp um stæði þannig að það munu bara allir draga upp ef spáir gulri viðvörun, og ekki bara það heldur á verðið á grásunni að síga og ekki niður heldur upp og á víst að haldast bara hátt það sem eftir er,markaðurinn tekur einnig kipp og verður það mikil eftirspurn að það fá færri en vilja.
Þetta er það sem blasir við manni þegar maður les yfir umsagnir kvótasinna.
Við höfum tvö kerfi sem vara okkur við þessari vitleysu, krókaaflamark og aflamark
það þarf ekkert að skoða þessi mál lengi til að skjá hvernig farið hefur í þeim kerfum, samþjöppun alveg gríðarleg í báðum kerfum og ég skil ekki hvernig er hægt að vera á móti samþjöppun i sjávarútvegi og vera með kvótasetningu á grásleppu,,,
Hér í umsögnum eru men sem eru sko alveg til í kvótasetningu á grásunni en eru svo búnir að selja td þorskhlutdeildir sem þeim var úthlutað á grundvelli veiðireynslu sinnar
Þessa aðilla mætti byrja á að útiloka frá þessu ef þetta verður raunin.
Það er alveg morgun ljóst hvernig það verður ef af kvótasetningu verður þetta verður veitt af nokkrum útgerðum eftir nokkur ár alveg sama hvað hljómar í reglugerð í dag því er bara breitt seinna, fyrst með stækkun báta af öryggis ástæðum og betri aðstæðum fyrir áhöfn og afla,,hljómar kunuglega er það ekki og síðan svæða laust þannig að þessir stóru dallar geti byrjað á na horninu í mars og endað í Breiðafirði í Ágúst til að veiða það sem þær útgerðir hafa sópað upp af öðrum.
Það verður frábært að vera með 50% veiðiskyldu á fiski sem þú getur varla veitt vegna lágra verða og ert þannig skyldugur að veiða fyrir ekki neitt.
Held að menn ættu að líka að róa sig með þessar væntingar um úthlutun,þetta verður líklega þannig að men fá um 55 til 60 % af því sem telja sig vera með í viðmiðun vegna þess að allir eru með sín 3 bestu ár inni og sá pottur orðin alltof stór miða við úthlutun hafró á gæðunum
Þannig að það verða ansi margir kvótalitlir í byrjun veiða 2024
Það er hægt að laga núverandi kerfi eina sem þarf er viljan til þess
Er algerleg á móti þessum breytingum
Bkv
Heimir Ingvason
þ