Samráð fyrirhugað 14.03.2023—14.04.2023
Til umsagnar 14.03.2023—14.04.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 14.04.2023
Niðurstöður birtar

Fjárnám og nauðungarsala - stafræn málsmeðferð

Mál nr. 69/2023 Birt: 14.03.2023
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.03.2023–14.04.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áform um lagasetningu til þess að heimila stafræna málsmeðferð í fjárnáms- og nauðungarsölumálum.

Í stefnu ríkisstjórnar 2017-2018 var mörkuð sú leið að stafræn þjónusta yrði á árinu 2020 orðin meginleið samskipta á milli hins opinbera og almennings. Áherslur í stefnu stjórnvalda um stafræna þjónustu hins opinbera (Stafrænt Ísland) frá 2021, eru m.a. þær að hið opinbera nýti lausnir á borð við rafrænar undirritanir, fjarfundatækni og aðrar framleiðniaukandi lausnir til að bæta vinnuumhverfi og veita betri þjónustu, og að upplýsingatækni verði hagað á öruggan, skilvirkan og hagkvæman hátt í gegnum trausta innviði sem mæta bæði kröfum almennings til grunnþjónustu stofnana og stuðlar að auknum sveigjanleika opinberrar þjónustu.

Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs kemur m.a. fram að ríkisstjórnin einseti sér að Ísland sé meðal allra fremstu þjóða á sviði stafrænnar tækni og þjónustu. Markmiðið sé að einfalda stjórnsýslu, bæta þjónustu við almenning og auka gagnsæi og aðgengi að upplýsingum með nýtingu stafrænna lausna.

Tímabært þykir að hefja stafræna málsmeðferð fullnustumála sem lúta að innheimtu fjárkrafna, til þess að stuðla að því sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Áformin fela í sér breytingar sem gera þarf á lögum um aðför, nr. 90/1989, og lögum um nauðungarsölu, nr. 91/1991, til að lögfesta heimild til stafrænnar málsmeðferðar í fjárnámsmálum og nauðungarsölumálum. Þá er lögð áhersla að bæta fræðslu og leiðbeiningar til málsaðila m.a. með því að auka gegnsæi málsmeðferðarinnar.

Lagabreytingin sem stefnt er að mun hafa áhrif á gerðarbeiðendur, sem eru til að mynda fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir, Fjársýslan og Skatturinn auk lögmanna sem starfa í umboði gerðabeiðenda. Tími og vinna sparast ef fullnustubeiðni er send rafrænt og miðað er að því að mögulegt verði að fækka fyrirtökum, sem leiðir til þess að bílferðir verða færri. Ábati stafrænnar málsmeðferðar lækkar málskostnað gerðarþola, sem eru einstaklingar og fyrirtæki. Auk þess skapast tækifæri á að koma leiðbeiningum betur til gerðarþola, auka yfirsýn beggja málsaðila og bæta þjónustu við þá. Þá verða leiðbeiningar, tilkynningar og gögn málsins ávallt aðgengileg með rafrænum hætti á grundvelli rafrænnar auðkenningar.

Hér er verið að stíga mikilvægt skref til framþróunar með því að bæta heimild í lögin til stafrænnar málsmeðferðar en halda inni ákvæðum um gildandi ferli.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 14.04.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi