Allar umsagnir voru teknar til skoðunar og mat lagt á þær allar. Umrædd skýrsla var lögð fram á 153. löggjafarþingi.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.03.2023–28.03.2023.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.06.2023.
Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu til næstu fimm ára í samræmi við lýðheilsustefnu til ársins 2030.
Í lok júní 2022 skipaði heilbrigðisráðherra verkefnahóp sem hafði það hlutverk að vinna að drögum að aðgerðaáætlun í samræmi við lýðheilsustefnu til 2030, sem hvetji fólk til að huga að eigin heilsu. Verkefnahópurinn kallaði fjölmarga aðila sem sinna lýðheilsustarfi á sinn fund og fékk frá þeim kynningar á ýmsum verkefnum sem hafa áhrif á lýðheilsu með einum eða öðrum hætti. Helstu niðurstöður hópsins voru kynntar á heilbrigðisþingi sem tileinkað var lýðheilsu, með sérstakri áherslu á heilsulæsi, í nóvember 2022. Heilsulæsi er mikilvægur áhrifaþáttur góðrar heilsu, en heilsulæsi felur í stuttu máli í sér hæfni fólks til að afla sér upplýsinga, skilja þær og nýta á þann hátt sem stuðlar að og viðheldur góðri heilsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir hugtakið á þann hátt að heilsulæsi geri fólki kleift að taka jákvæðar ákvarðanir. Það feli í sér ákveðið stig þekkingar og persónulegar færni til að grípa til aðgerða til að bæta heilsu einstaklinga og samfélagshópa með því að breyta persónulegum lifnaðarháttum og lífsskilyrðum. Aðgerðaáætlun þessi byggir á vinnu þessa verkefnahóps, þeirra tillagna sem fram komu í vinnuhópum á heilbrigðisþingi og stefnumótunarvinnu ráðuneytisins, þ.e. samþykktum stefnum og aðgerðaáætlunum er varða heilsueflingu og forvarnir t.a.m. heilsuefling aldraðra, krabbameinsáætlun, geðheilbrigðisstefna og stafræn heilbrigðisþjónusta o.fl. Í aðgerðaáætlunum um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára í senn verða lagðar fram aðgerðir og aðgerðaáætlanir einstakra málaflokka, sem forgangsraðað verður hverju sinni.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að skýrslm aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu
ViðhengiÍ skýrsludrögunum er áhersla lögð á hæfni fólks til að efla heilsulæsi án þess að huga nægjanlega að mikilvægi áhrifa umhverfisins á raunveruleg tækifæri fólks til að t.d. afla sér upplýsinga. Sjá nánar í meðfylgjandi skrá.
Sonja Stelly Gústafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi við Háskóla Íslands
ViðhengiUmsögn Reykjavíkurborgar er hér hjálögð.
ViðhengiUmsögn um Skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára.
Við blasir brýn þörf á virkri lýðheilsuáætlun hér á landi, meðal annars til að vinna gegn þeim áhrifum sem búast má við vegna öldrunar þjóðarinnar. Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um ca 500 á ári fram til ársins 2030 og um 1000 á ári fram til ársins 2040.
Öflugar forvarnir, meðal annars til að vinna gegn þessari þróun, eru afar mikilvægar og er einn af lykilþáttum lýðheilsustefnu.
Afar mikilvægt er fyrir alla sem láta sig lýðheilsumál varða, að skýr markmið liggi fyrir. Í því skjali sem hér er til umsagnar eru sett fram markmið til fimm ára, nokkuð óljós og opin en jákvæð skref. Til að skjalið nýtist sem raunveruleg aðgerðaáætlun er hins vegar afar brýnt að ljóst sé hvaða aðgerðum eigi að beita til að ná markmiðunum, hver beri ábyrgð á þeim, hvaða áföngum skuli náð á hvaða tíma og hvernig meta skuli árangur. Þá liði vantar í skjalið og því er illmögulegt að veita efnislega umsögn.
Til að auðvelda efnislega umsögn um skjalið leggur Krabbameinsfélagið til að aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu verði unnin frekar, með ofangreinda þætti í huga.
Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.
Viðhengimeðfylgjandi er umsögn frá Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands
ViðhengiSjá umsögn Öryrkjabandalags Íslands í viðhengi.
Viðhengi