Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.3.2023

2

Í vinnslu

  • 29.3.–14.6.2023

3

Samráði lokið

  • 15.6.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-70/2023

Birt: 14.3.2023

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu

Niðurstöður

Allar umsagnir voru teknar til skoðunar og mat lagt á þær allar. Umrædd skýrsla var lögð fram á 153. löggjafarþingi.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu til næstu fimm ára í samræmi við lýðheilsustefnu til ársins 2030. 

Nánari upplýsingar

Í lok júní 2022 skipaði heilbrigðisráðherra verkefnahóp sem hafði það hlutverk að vinna að drögum að aðgerðaáætlun í samræmi við lýðheilsustefnu til 2030, sem hvetji fólk til að huga að eigin heilsu. Verkefnahópurinn kallaði fjölmarga aðila sem sinna lýðheilsustarfi á sinn fund og fékk frá þeim kynningar á ýmsum verkefnum sem hafa áhrif á lýðheilsu með einum eða öðrum hætti. Helstu niðurstöður hópsins voru kynntar á heilbrigðisþingi sem tileinkað var lýðheilsu, með sérstakri áherslu á heilsulæsi, í nóvember 2022. Heilsulæsi er mikilvægur áhrifaþáttur góðrar heilsu, en heilsulæsi felur í stuttu máli í sér hæfni fólks til að afla sér upplýsinga, skilja þær og nýta á þann hátt sem stuðlar að og viðheldur góðri heilsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir hugtakið á þann hátt að heilsulæsi geri fólki kleift að taka jákvæðar ákvarðanir. Það feli í sér ákveðið stig þekkingar og persónulegar færni til að grípa til aðgerða til að bæta heilsu einstaklinga og samfélagshópa með því að breyta persónulegum lifnaðarháttum og lífsskilyrðum. Aðgerðaáætlun þessi byggir á vinnu þessa verkefnahóps, þeirra tillagna sem fram komu í vinnuhópum á heilbrigðisþingi og stefnumótunarvinnu ráðuneytisins, þ.e. samþykktum stefnum og aðgerðaáætlunum er varða heilsueflingu og forvarnir t.a.m. heilsuefling aldraðra, krabbameinsáætlun, geðheilbrigðisstefna og stafræn heilbrigðisþjónusta o.fl. Í aðgerðaáætlunum um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára í senn verða lagðar fram aðgerðir og aðgerðaáætlanir einstakra málaflokka, sem forgangsraðað verður hverju sinni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is