Samráð fyrirhugað 15.03.2023—22.03.2023
Til umsagnar 15.03.2023—22.03.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 22.03.2023
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og lögum um tekjuskatt

Mál nr. 71/2023 Birt: 15.03.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (15.03.2023–22.03.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og lögum um tekjuskatt.

Í frumvarpinu er lagt til að ríkisskattstjóra verði veitt aukin úrræði í þeim tilgangi að bæta skil og eftirlit með greiðslu virðisaukaskatts. Um er að ræða frekari heimildir annars vegar til að synja aðila um skráningu á virðisaukaskattsskrá í ákveðnum tilvikum og hins vegar til að úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá í ákveðnum tilvikum.

Þá er í frumvarpinu lagt til að heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar og úttektar viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar í tengslum við öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem að óbreyttu falla úr gildi 30. júní 2023, verði framlengdar um eitt og hálft ár, eða til og með 31. desember 2024.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 20.03.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 22.03.2023

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bandalag háskólamanna - 22.03.2023

Umsögn BHM

Viðhengi