Umsagnir um drög að stefnu um sveitarstjórnarmál eru samandregnar í meðfylgjandi skjali. Jafnframt er bent á samráðskafla í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem lögð verður fram á Alþingi á vorþingi 2023.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.03.2023–14.04.2023.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 21.04.2023.
Markmið hvítbókarinnar er að hvetja til umræðu um drög að stefnu ríkisvaldsins í málefnum sveitarfélaganna og möguleg áhrif hennar á íslenskt samfélag til skemmri og lengri tíma.
Hvítbók í málefnum sveitarfélaga er þáttur í stefnumótunarferli ríkisvaldsins í málefnum sveitarfélaga. Stefnan er unnin á grundvelli gildandi sveitarstjórnarlaga um að ráðherra sveitarstjórnarmála leggi fram tillögu um stefnu í málefnum sveitarfélaga til 15 ára í senn og samhangandi aðgerðaáætlun til fimm ára í senn á minnst þriggja ára fresti.
Stefnuskjalið er unnið á grunni grænbókar um stöðu og valkosti íslenskra sveitarfélaga frá því í lok síðasta árs. Grænbókin er byggð á víðtæku samráði við íbúa, sveitarstjórnir og hagsmunasamtök á öllu landinu. Samráðinu var ýtt úr vör með ítarlegum spurningalista til allra sveitarfélaga í landinu um stöðu og valkosti sveitarstjórnarstigsins á sviði sveitarfélaga-, skipulags- og húsnæðismála síðastliðið sumar. Alls bárust svör við spurningalistanum frá 35 sveitarfélögum af 64 talsins. Í þessum sveitarfélögum búa um 87% íbúa á landinu öllu.
Annar liður í samráðinu fólst í sameiginlegum samráðsfundum allra málaflokka ráðuneytisins með íbúum undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman í október sl. Í tveimur vinnustofum á fundum var gengið út frá meginmarkmiði um búsetufrelsi, þ.e. stefnu ráðuneytisins um að íbúar í öllum sveitarfélögum geti búið við eins sambærileg búsetuskilyrði og aðgengi að þjónustu og og kostur er. Síðast en ekki síst fólst samráðið í viðhorfskönnun meðal ungs fólks á aldrinum 16 til 20 ára gagnvart málaflokkum ráðuneytisins. Samráð var við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í öllu ferlinu.
Eftir opið samráð í samráðsgátt verður farið yfir innsendar umagnir áður en endanleg stefna verður útfærð. Þá verður lögð fram á Alþingi tillaga að þingsályktun um samgönguáætlun.
Á 40. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. mars 2023 var tekið fyrir mál til samráðs nr 72/2023, Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók), og þannig bókað.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum. Mikilvægt er að þessar stefnur og áætlanir vinni raunverulega að framgangi mála, t.d. hvað varðar úrbætur á lýðfræðilegum veikleikum ólíkra landshluta en ljóst er að margar af fyrrgreindum áætlunum og stefnum hafa ekki stutt nægjanlega við þróun innviða og samfélaga á Norðurlandi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í drögum að stefnunni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar jafnframt áformum um að útmá svokölluðum gráum svæðum í þjónustuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga.
F.h. byggðarráðs
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)
ViðhengiMeðv. er umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs.
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvítbókina.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs
ViðhengiGóðan dag,
meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar
Viðhengi