Umsagnarfrestur er liðinn (16.03.2023–27.03.2023).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum um endurskoðendur nr. 94/2019 og breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Hluti frumvarpsins var birtur í samráðsgáttinni 11. nóvember sl.
Í frumvarpinu er að finna breytingar á lögum um endurskoðendur nr. 94/2019 og breytingar á lögum um ársreikninga nr. 3/2006.
Með frumvarpinu er verið að bregðast við ábendingum frá endurskoðendaráði, ársreikningaskrár og haghöfum um skýrari lagatexta varðandi stöðu endurskoðendaráðs, að ljúka innleiðingu á ákvæðum úr endurskoðendatilskipun ESB varðandi endurskoðunarnefndir og taka skref í átt að einföldun á stjórnsýsluframkvæmd mála þar sem lagðar hafa verið á stjórnvaldssektir vegna seinna skila ársreiknings eða samstæðureiknings skilaskyldra félaga samkvæmt lögunum.
o Í fyrsta lagi er um að ræða innleiðingu á þeim ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/56/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila sem fjalla um endurskoðunarnefndir en innleiðingin kallar á breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga.
o Í öðru lagi er um að ræða breytingu á ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun þar sem vísað er til siðareglna endurskoðenda en með breytingunni er brugðist við ábendingum sem borist hafa um tilvísun í lögunum til siðareglna endurskoðenda en ábendingarnar lúta að því hvort rétt sé að skýra lagaumhverfið, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
o Í þriðja lagi eru ábendingar frá endurskoðendaráði sem fer með eftirlit með endurskoðendum. Þar er lagatextinn gerður skýrari er lýtur að stöðu ráðsins sem sjálfstætt stjórnvald, sem veitir starfsleyfið sem heimilar endurskoðendum að starfa sem slíkir. Einnig er endurskoðendaráði heimilt að ráða sér starfsmann til að aðstoða nefndina.
o Í fjórða lagi er lögð til hækkun á árlegu eftirlitsgjaldi endurskoðenda úr 100.000 kr. í 120.000 kr. Hækkunin er til að koma á móts við almenna hækkun kostnaðar á ýmissi þjónustu ráðsins, auk eftirlits með nú endurskoðunarnefndum. Lagt er til í frumvarpinu að þessi hækkun taki gildi 1. janúar 2024 og fyrsti gjalddagi samkvæmt nýju ákvæði 1. apríl 2024. Það er gert til þess að tekju- og útgjaldarammi endurskoðendaráðs haldist í hendur, þ.e. að hægt sé að leggja til hækkun á tekjuramma endurskoðendaráðs á fjárlögum en vinna við slíkar breytingar þarf að horfa fram í tímann.
o Í fimmta lagi er lagt til að ákvarðanir ársreikningaskrár um álagningu stjórnvaldssekta vegna seinna skila ársreiknings eða samstæðureiknings sæti ekki stjórnsýslukæru en að í undantekningartilvikum geti ársreikningaskrá, berist beiðni frá skilaskyldum aðila, lækkað eða fellt niður stjórnvaldssekt hafi óviðráðanleg atvik sannarlega valdið því að félög hafi ekki staðið skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar innan þeirra fresta sem kveðið er á um í 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006.
Meðfylgjandi er umsögn Gildis-lífeyrissjóðs
ViðhengiGóðan dag,
meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands um málið.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn hagsmunahóps bókhaldsstofa innan SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
ViðhengiUmsögn Landssamtaka lífeyrissjóða
Viðhengi