Niðurstöður samráðs vegna áforma um gerð vegvísis að vistvænum samgöngum til ársins 2030 eru samanteknar í meðfylgjandi skjali.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.03.2023–11.04.2023.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.05.2023.
Vegvísir að vistvænum samgöngum á Íslandi til ársins 2030 mun innihalda skilgreindar tímasettar aðgerðir sem miða að því að markmiðum um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði náð.
Ríkisstjórnin setur loftslagsmál í forgang í stjórnarsáttmála og eru markmið íslenskra stjórnvalda metnaðarfull. Draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til ársins 2030 miðað við losun árið 2005. Þá skulu efldar aðgerðir í kolefnisbindingu og landnotkun sem miða að því að ná markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040, sbr. 1. gr. laga um loftslagsmál nr. 70/2012. Árið 2040 skal fullum orkuskiptum náð og þannig skal Ísland verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ísland er aðili að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og þátttakandi í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 1990.
Á árunum 2005 – 2020 var um þriðjungur af losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands vegna samgangna. Framreikningar Umhverfisstofnunar á losun gróðurhúsalofttegunda sýna að frekari aðgerða er þörf til að uppfylla metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Vegvísir um vistvænar samgöngur til 2030 verður því settur fram til að vinna að frekari aðgerðum í samdrætti í losun frá samgöngum til að vinna að því markmiði að Ísland standi við skuldbindingar sínar og uppfylli sjálfstæð markmið.
Viðfangsefni vegvísis verður orkuskipti í samgöngum, þ.m.t. samgöngutæki, eldsneyti og uppbygging innviða sem og leiðir til að draga úr kolefnisspori vegna uppbyggingar og reksturs samgöngumannvirkja. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi.
Frábært framtak.
Að meta losun frá bæði samgöngum (væntanlega bein losun frá samgöngutækjum) og samgöngumannvirkjum gefur heildrænni mynd á losun málaflokksins, og er í takt við það sem gert var í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030. Það mætti einnig bæta við losun sem stafar af framleiðslu samgöngutækjanna sjálfra. Þannig næst betri yfirsýn yfir losun frá samgöngum, sem verður enn töluverð þegar orkuskiptum er náð.
Góðan dag, sé Íslenskum stjórnvöldum einhver alvara með þessum aðgerðum sínum ber að beina athygli ekki síst að öðrum samgönguháttum en einkabifreiðum.
Hingað til hefur skipa- og flugumferð verið svo að segja óáreitt, en þar er mengun gjarnan lang mest, og staðbundin, og fyrir vikið, afar slæm heilsu fólks.
Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun rafbíla, því hér er orkan framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, ólíkt því sem annars staðar þekkist þar sem rafmagn er gjarnan framleitt með jarðolíu eða kolum osfv. -
Þó má ekki gleyma því að gjöld vegna bifreiða eru mjög stór tekjustofn fyrir ríkið og því hefur eðlilega myndast nokkur kurr meðal almennings vegna misskiptingar gjaldtöku af ökutækjum eftir orkugjöfum, s.k. ívilnanir vegna rafbíla osfv. - Þetta þarf að jafna einhvern veginn út án þess þó að fæla bíleigendur frá því að fá sér rafbíl.
Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi
kær kveðja
Auður
ViðhengiÍ viðhengi er að finna umsögn Reykjavíkurborgar.
ViðhengiNotkun vetnis í samgöngum á Íslandi má rekja aftur til ársins 2003 þegar fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem seldi vetni til einstaklinga var opnuð. Síðan þá hafa þrjú tilraunaverkefni verið í gangi um notkun vetnis í samgöngum. Íslenska vetnisfélagið rekur nú tvær vetnisstöðvar, eina á Grjóthálsi 8 í Reykjavík og aðra að Fitjum í Reykjanesbæ. Í raun má segja að þessar tilraunir hafa gengið vel, bæði hefur rekstur bílana gengið vel og vetni sem orkugjafi hefur sýnt sig að henti vel á íslandi. Verkefnin hafa hins vegar verið smá í sniðum og staðbundin við Reykjavík og SV-hornið. Til að mæta þeim metnaðarfullu markmiðum sem Ríkisstjórnin hefur sett í samdrætti CO2 frá samgöngum á Íslandi er fjórði fasi vetnisuppbyggingar í samgöngum framundan.
Vetni mun verða mikilvægur hluti af orkuskiptum í samgöngum, eitthvað sem minna er rætt um en notkun rafmagns. Það eru hins vegar margar áskoranir tengdar vetnisvæðingu sem þarf að gera ráð fyrir sjá meðfylgjandi umsögn.
Vegna sérstöðu ÍV sem eina söluaðila vetnis á Íslandi og eina aðilans sem er að byggja upp innviði fyrir vetni í samgöngur á Íslandi teljum við mikilvægt að fyrirtækið fá aðkomu með sérþekkingu sína og reynslu að fyrirhugaðri vinnu um Vegvísi að vistvænum samgöngum. Fyrirtækið bíður því fram krafta sína og hjálp í þeirri vinnu sem framundan er.
ViðhengiNotkun vetnis í samgöngum á Íslandi má rekja aftur til ársins 2003 þegar fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem seldi vetni til einstaklinga var opnuð. Síðan þá hafa þrjú tilraunaverkefni verið í gangi um notkun vetnis í samgöngum. Íslenska vetnisfélagið rekur nú tvær vetnisstöðvar, eina á Grjóthálsi 8 í Reykjavík og aðra að Fitjum í Reykjanesbæ. Í raun má segja að þessar tilraunir hafa gengið vel, bæði hefur rekstur bílana gengið vel og vetni sem orkugjafi hefur sýnt sig að henti vel á íslandi. Verkefnin hafa hins vegar verið smá í sniðum og staðbundin við Reykjavík og SV-hornið. Til að mæta þeim metnaðarfullu markmiðum sem Ríkisstjórnin hefur sett í samdrætti CO2 frá samgöngum á Íslandi er fjórði fasi vetnisuppbyggingar í samgöngum framundan.
Vetni mun verða mikilvægur hluti af orkuskiptum í samgöngum, eitthvað sem minna er rætt um en notkun rafmagns. Það eru hins vegar margar áskoranir tengdar vetnisvæðingu sem þarf að gera ráð fyrir sjá meðfylgjandi umsögn.
Vegna sérstöðu ÍV sem eina söluaðila vetnis á Íslandi og eina aðilans sem er að byggja upp innviði fyrir vetni í samgöngur á Íslandi teljum við mikilvægt að fyrirtækið fá aðkomu með sérþekkingu sína og reynslu að fyrirhugaðri vinnu um Vegvísi að vistvænum samgöngum. Fyrirtækið bíður því fram krafta sína og hjálp í þeirri vinnu sem framundan er.
ViðhengiGóðan dag.
Hjálögð er umsögn OR og dótturfélaga við áform um gerð vegvísis að vistvænum samgöngum til ársins 2030.
bkv. Íris Lind
ViðhengiSjá meðfylgjandi umsögn Landsvirkjunar
ViðhengiViðhengd er umsögn Icelandair ehf. um ofangreint mál.
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku.
Virðingarfyllst,
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna um þetta mál.
mbk,
Árni Davíðsson formaður
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um áformaskjal um vegvísi að vistvænum samgöngum, til ársins 2030, mál nr. 74/2023
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá Rafbílasambandi Íslands
ViðhengiVistvænar samgöngur eru eitt að leiðarstefum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og samgöngusáttmálinn gegnir þar lykilhlutverki.
Leiða má líkur að því samgöngur innan höfuðborgasvæðis vegi þungt í heildarsamgöngubókhaldi landsins og erfitt er ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda án þess að árangur náist í orkuskiptum og breyttum ferðavenjum á því stigi.
Mjög ánægjulegt er að ákveðið hafi verið að ráðast í gerð vegvísins. Þar sem undirritaður gegnir nú hlutverki formanns svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins hvetur hann ráðuneytið til að hafa samráð við sveitarfélögin og svæðissambönd þeirra við áframhaldandi vinnslu málsins.
Meðfylgjandi er umsögn Umhverfisstofnunar um mál nr. 74/2023 (Áform um gerð vegvísis að vistvænum samgöngum til ársins 2030).
Viðhengi