Samráð fyrirhugað 31.03.2023—12.05.2023
Til umsagnar 31.03.2023—12.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 12.05.2023
Niðurstöður birtar

Slit og uppgjör ÍL-sjóðs

Mál nr. 78/2023 Birt: 31.03.2023 Síðast uppfært: 03.04.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (31.03.2023–12.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Markmið fyrirhugaðrar lagasetningar er að mæla fyrir um skipulögð slit og uppgjör ÍL-sjóðs með hagfelldri niðurstöðu fyrir þá sem hafa hagsmuna að gæta.

ÍL-sjóður var stofnaður með lögum nr. 151/2019 í árslok 2019 með það að markmiði að lágmarka áhættu ríkissjóðs í tengslum við úrvinnslu og uppgjör á uppsöfnuðum fjárhagsvanda forvera hans Íbúðalánasjóðs. Var ÍL-sjóður þá færður undir yfirstjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins en Íbúðalánasjóður hafði verið í umsjón félagsmálaráðuneytisins.

Í október 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fyrir Alþingi skýrslu um stöðu sjóðsins í samræmi við áskilnað 3. gr. laganna. Tilgangur skýrslunnar var að upplýsa Alþingi um úrvinnslu eigna og skulda sjóðsins með sviðsmyndum um mögulega þróun til næstu áratuga, sem gera ráð fyrir viðvarandi taprekstri, og möguleg áhrif á ríkissjóð í ljósi einfaldrar ábyrgðar á skuldum sjóðsins, einkum svonefndra íbúðabréfa.

Í einfaldri ábyrgð samkvæmt skilmálum verðbréfanna felst að ríkissjóður tryggir endurgreiðslur á höfuðstól skulda, auk áfallinna vaxta og verðbóta til uppgjörsdags, eins og nánar er rakið í skýrslunni. Niðurstaða greiningarinnar í skýrslunni er að ÍL-sjóður muni fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir öllum skuldbindingum sínum á gjalddaga og sé því í reynd orðinn ógjaldfær.

Með skýrslu ráðherra var stigið fyrsta skrefið til þess að Alþingi taki afstöðu til þess hvernig brugðist verði við þessari stöðu mála. Í framhaldi af því er í þessu skjali gerð grein fyrir áformum um að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um slit ÍL-sjóðs og uppgjör á hinni einföldu ríkisábyrgð vegna sjóðsins ásamt ráðstöfunum við úrvinnsluna í þágu lögfestra markmiða um að lágmarka áhættu og kostnað ríkissjóðs.

Tilgangurinn með áformaðri lagasetningu er að fjallað verði um og tekið á fyrirliggjandi gjaldþroti ÍL-sjóðs með fyrirhyggju og skipulegum aðgerðum á þann hátt að eigendur skuldabréfa sjóðsins, sem eru að langmestu leyti langtíma fagfjárfestar, hafi góða möguleika á að verða jafn eða betur settir miðað við að ríkissjóður efni þá einföldu ríkisábyrgð sem kveðið er á um í skilmálum skuldabréfanna. Samhliða því verði án frekari dráttar komið í veg fyrir að vegna aðgerðaleysis stjórnvalda myndist án lagastoðar gríðarlegar viðbótarskuldbindingar sem kröfur á ríkissjóð. Þannig verði vaxandi vanda ekki velt áfram til framtíðar heldur leyst úr honum tímanlega áður en í óefni er komið. Reynslan sýnir að það er farsælasta leiðin að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála þannig að þau geti mildað ágjöf og mætt skakkaföllum sem hætt er við að samfélagið þurfi að geta staðið af sér annað slagið.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 14.04.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtök lífeyrissjóða - 09.05.2023

Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök fjármálafyrirtækja - 12.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja, kv. Yngvi Örn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir - 12.05.2023

Slit og uppgjör ÍL-sjóðs - athugasemdir við áform um lagasetningu. Umsögn LOGOS lögmannsþjónustu fyrir hönd tuttugu lífeyrissjóða.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Félag iðn- og tæknigreina - 12.05.2023

Hér meðfylgjandi er umsögn Félags iðn- og tæknigreina (FIT)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 12.05.2023

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samband íslenskra sveitarfélaga - 12.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áform um slit og uppgjör ÍL sjóðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Alþýðusamband Íslands - 12.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands

Viðhengi