Samráð fyrirhugað 14.04.2023—28.04.2023
Til umsagnar 14.04.2023—28.04.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 28.04.2023
Niðurstöður birtar 31.07.2023

Drög að útfærslu á tillögum um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Mál nr. 81/2023 Birt: 14.04.2023 Síðast uppfært: 31.07.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Húsnæðis- og skipulagsmál

Niðurstöður birtar

Sjá meðfylgjandi skjal með yfirliti yfir umsagnir.
Áform um lagasetningu á grundvelli tillagna starfshóps voru birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 27. júní 2023.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.04.2023–28.04.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 31.07.2023.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar tillögur starfshóps ráðherra um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu að mögulegum lagabreytingum.

Í apríl 2022 skipaði innviðaráðherra starfshóp um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Hópurinn var annar tveggja starfshópa sem skipaðir voru til að útfæra og fylgja eftir tillögum úr skýrslu samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum, sem gerð var í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg 1.

Var starfshópnum falið að meta fjórar tillögur úr skýrslu samráðsvettvangsins, nr. 6, 9, 11 og 12. Starfshópurinn leggur til fræðsluátak varðandi eina tillögu en laga- og reglugerðarbreytingar varðandi hinar þrjár. Telur hópurinn æskilegt að kalla eftir samráði varðandi mögulega útfærslu á laga- og reglugerðarbreytingum. Verður samráðið í kjölfarið nýtt í lokaskýrslu og tillagna hópsins til ráðherra. Fyrirhuguð skil eru í sumarbyrjun.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Alþýðusamband Íslands - 26.04.2023

Meðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs. - 28.04.2023

Sjá meðfylgjandi minnisblað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Iða Marsibil Jónsdóttir - 28.04.2023

Meðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi