Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.4.2023

2

Í vinnslu

  • 29.4.–30.7.2023

3

Samráði lokið

  • 31.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-81/2023

Birt: 14.4.2023

Fjöldi umsagna: 3

Annað

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Drög að útfærslu á tillögum um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Niðurstöður

Sjá meðfylgjandi skjal með yfirliti yfir umsagnir. Áform um lagasetningu á grundvelli tillagna starfshóps voru birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 27. júní 2023.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar tillögur starfshóps ráðherra um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu að mögulegum lagabreytingum.

Nánari upplýsingar

Í apríl 2022 skipaði innviðaráðherra starfshóp um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Hópurinn var annar tveggja starfshópa sem skipaðir voru til að útfæra og fylgja eftir tillögum úr skýrslu samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum, sem gerð var í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg 1.

Var starfshópnum falið að meta fjórar tillögur úr skýrslu samráðsvettvangsins, nr. 6, 9, 11 og 12. Starfshópurinn leggur til fræðsluátak varðandi eina tillögu en laga- og reglugerðarbreytingar varðandi hinar þrjár. Telur hópurinn æskilegt að kalla eftir samráði varðandi mögulega útfærslu á laga- og reglugerðarbreytingum. Verður samráðið í kjölfarið nýtt í lokaskýrslu og tillagna hópsins til ráðherra. Fyrirhuguð skil eru í sumarbyrjun.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is