Samráð fyrirhugað 17.04.2023—29.05.2023
Til umsagnar 17.04.2023—29.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 29.05.2023
Niðurstöður birtar 03.07.2023

Grænbók um sjálfbært Ísland

Mál nr. 82/2023 Birt: 17.04.2023 Síðast uppfært: 03.07.2023
  • Forsætisráðuneytið
  • Stöðumat og valkostir
  • Málefnasvið:
  • Æðsta stjórnsýsla

Niðurstöður birtar

Alls bárust 17 umsagnir um grænbókina. Í flestum umsögnum kom fram ánægja með þá vinnu sem hafin er við mótun stefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi. Ítrekaður var vilji umsagnaraðila til að taka þátt í þeirri vinnu. Hins vegar var bent á margt sem betur má fara í grænbókinni og verða þær ábendingar nýttar í áframhaldandi vinnu og við mótun stefnu til áranna 2024-2030.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.04.2023–29.05.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 03.07.2023.

Málsefni

Forsætisráðuneytið birtir drög að grænbók um sjálfbært Ísland sem eiga að leggja grunn að stefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi til næstu ára og óskar eftir umsögnum.

Forsætisráðuneytið birtir drög að grænbók um sjálfbært Ísland. Drögin eru afurð af víðtæku samráði sem fram hefur farið á vettvangi Sjálfbærniráðs síðustu vikur og mánuði, en þar eiga sæti fulltrúar Alþingis, ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnulífs, samtaka launafólks og félagasamtaka, alls um áttatíu manns.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar um jafnvægi á milli samfélags-, umhverfis- og efnahagslegra þátta, réttlátra umskipta og aukinnar samkeppnishæfni verði leiðarstef í yfirstandandi umbreytingum vegna loftslagsvárinnar og örra tæknibreytinga sem hafa áhrif á öllum sviðum samfélagsins. Þessum markmiðum er fylgt eftir í samvinnu forsætisráðherra og annarra ráðherra til þess að auka samhæfingu, samvinnu og slagkraft innan Stjórnarráðsins. Málefni sjálfbærrar þróunar varða öll svið samfélagsins, málefnasvið allra ráðuneyta, verkefni sveitarfélaga, almenning, atvinnulíf og aðra hagaðila með beinum og óbeinum hætti. Öflug samvinna og reglulegt samráð um sjálfbæra þróun er því forsenda árangurs til framtíðar.

Drög að grænbók, sem hér eru kynnt, leggja grunn að mótun stefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi til næstu ára. Í upphafi er leitast við að afmarka viðfangsefnið og skýra út hvað felst í sjálfbærri þróun og hvers vegna er mikilvægt að vinna að henni á öllum sviðum samfélagsins. Þá fer fram stöðumat og lýsing á allri þeirri vinnu sem unnið er að á sviði sjálfbærrar þróunar hér á landi. Í því sambandi er fjallað um alþjóðlega samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar sem Ísland er aðili að, en heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru þar efst á blaði. Greint er frá vinnu og verkefnum allra ráðuneyta á þessu sviði og jafnframt farið yfir framlag Sambands íslenskra sveitarfélaga og ýmissa sveitarfélaga í þessum efnum. Þá er fjallað um áherslur atvinnulífsins, samtaka launafólks, lífeyrissjóða og félagasamtaka og helstu áskoranir í þeim efnum að þeirra mati. Í lok grænbókar eru kynnt drög að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar.

Mikilvægt er að fá fram skoðanir sem flestra á þeim atriðum sem fjallað er um í grænbókinni og eru öll hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Eftir að unnið hefur verið úr umsögnunum verður endanleg útgáfa grænbókarinnar gefin út. Á grundvelli hennar verður unnið stefnuskjal eða svokölluð hvítbók og í framhaldinu þingsályktunartillaga um stefnu og aðgerðaáætlun um sjálfbært Ísland.

Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um sjálfbært Ísland verði lögð fram á Alþingi í byrjun næsta árs.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Skipulagsstofnun - 05.05.2023

Í viðhengi er að finna umsögn Skipulagsstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 24.05.2023

Vinsamlega sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Eygló Jónsdóttir - 24.05.2023

Forsætisráðuneytið Hafnarfjörður

Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg 22.maí 2023

101 Reykjavík mál 82/2023

Búddistasamtökin SGI á Íslandi sendir hér með umsögn um drög að grænbók um sjálfbært Ísland.

Við hjá SGI á Íslandi viljum, eftir að hafa kynnt okkur drögin, koma með eftirfarandi tillögur:

1.

Í kaflanum um gildi leggjum við til að bætt verði við hugtakinu ,,nægjusemi“, t.d. í hluta 4.4.2. þar sem fjallað er um réttlát umskipti fyrir heimilin, fyrirtæki og stjórnsýsluna. Nægjusemi er gildi sem við þurfum öll að tileinka okkur til að allir geti lifað mannsæmandi lífi hér á jörðinni í sátt við umhverfið.

2.

Einnig í kaflanum um gildi í hluta 4.4.3 „engin skilin eftir“

er talað um að viðurkenna og virða fjölbreytileika mannfólks. Okkur langar að ganga lengra og bæta við, að við eigum að fagna fjölbreytileikanum og að fjölbreytileikinn, bæði meðal mannfólks og fjölbreytileikinn í náttúrunni, hafi gildi í sjálfu sér og að hann sem slíkur felur í sér verðmæti.

3. Í grænbókinni er mikið rætt um efnahag og efnahagslegan vöxt. Við leggjum hins vegar til að teknar verði upp fjölbreyttari mælikvarðar á vegferð samfélagsins, eitthvað í líkingu við „velsældarvísa Hagstofunnar“. Að skoðuð sé t.d. hamingju vísitala þjóðarinnar. Við teljum mikilvægt að við gerum þessum mælikvörðum hærra undir höfði en bara efnahagslegum vexti sem varpar ekki ljósi á raunverulegan líðan einstaklinga í samfélaginu. Frekar en að hafa stöðuga kröfu um hagvöxt ætti að leggja áherslu á jafnvægi hagkerfisins og áhrifa þess á lífríkið og samfélagið.

4. Í kaflanum um menntun 4.3.3 finnst okkur að of mikil áhersla sé lögð á menntun sem leið til að efla atvinnulífið. Við viljum setja inn kafla um að tilgangurinn með menntun sé hamingja einstaklingsins. Í sama kafla viljum við einnig tala um menntun til að stuðla að friðarmenningu. Inni á vef menntamálastofnunar er vísað í Haag-áætlunina um frið og alþjóðabaráttu fyrir friðarfræðslu og mætti þá skilgreiningu inn í kaflann, þar segir: ,,Friðarmenning mun verða ríkjandi þegar þegnar heims öðlast skilning á hnattrænum vandamálum, verða hæfir til að leysa ágreining og berjast fyrir réttlæti á friðsamlegan hátt, lifa samkvæmt alþjóðlegum reglum um mannréttindi og jafnræði, styðja menningarlega fjölbreytni og sýna jörðinni, sem og hver öðrum, virðingu. Slíku markmiði verður aðeins náð með skipulegri friðarfræðslu.“

5. Að lokum viljum við leggja til að einhver staðar í grænbókinni verði talað um afnám kjarnorkuvopna. Ísland hefur enn ekki skrifað undir bann Sameinuðu þjóðanna við notkun kjarnorkuvopna en nú þegar hafa 92 ríki undirritað samninginn. Kjarnorkuvopn ógna jörðinni sjálfri, öllu lífríki og öllu mannkyni. Útrýming þeirra er grundvallaratriði í friðarbaráttunni og þegar kemur að málefnum er varðar sjálfbærni og umhverfisvernd. Við leggjum til að Ísland beiti sér fyrir afnámi kjarnorkuvopna og að Ísland undirriti áðurnefndan sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Virðingarfyllst

f.h. Búddistasamtakanna SGI á Íslandi

Eygló Jónsdóttir formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Skagafjörður - 25.05.2023

Á 49. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. maí 2023 var eftirfarandi bókað um 82. mál til samráðs; Grænbók um sjálfbært Ísland.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að Grænbók um sjálfbært Ísland, stöðumati og valkostum. Um mikilvægt málefni er að ræða sem varðar framtíð allra. Grunnstoðir sjálfbærrar þróunar eru náttúra, samfélag og hagkerfi. Eins og segir í kafla 1.3 þá lýtur megin kjarni hugtaksins að því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli ólíkra og jafnvel andstæðra krafta sem varða nýtingu og ráðstöfun á takmörkuðum náttúruauðlindum og gæðum samfélagsins, í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti.

Í kafla 3.4. er bent á að sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjálfbærri þróun. Sveitarfélögum hafa enda verið falin mikilvæg hlutverk í þessari vegferð og má þar nefna mikilvægi skipulagsmála, skyldu þeirra til að setja sér loftslagsstefnu, og innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem um 65% af 169 undirmarkmiðum þeirra verður ekki náð án aðkomu sveitarfélaga. Fram kemur í kaflanum að samstarfshópur ríkis og sveitarfélaga hafi lagt fram tillögur að mælikvarðasettum fyrir sveitarfélögin varðandi heimsmarkmiðin en fjármögnun sé ekki í höfn. Sé litið til samspils kaflans um sveitarfélögin við kafla 3.3.7 þar sem fjallað er um verkefni innviðaráðuneytis, fagráðuneytis sveitarstjórnarmála, sem eru hluti af verkefnum Stjórnarráðsins í heild sinni, þá kemur þar fram að meðal meginmarkmiða sé að sjálfbærar byggðir og sveitarfélög séu um allt land. Jafnframt að leiðarljós í málefnum sveitarstjórnarstigsins sé að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær.

Byggðarráð Skagafjarðar styður framangreind markmið og verkefni en bendir á að þeim verður ekki náð nema sveitarfélögum landsins séu tryggðir tekjustofnar eða fjármögnun til að fylgja eftir stefnumörkun og verkefnum sem ríkisvaldið leggur á herðar sveitarfélögunum. Svo sem sjá má af erfiðum rekstri flestra sveitarfélaga landsins og vanfjármögnun verkefna sem ríkið hefur þegar flutt til sveitarfélaganna er ljóst að tryggja þarf fjárhagslega sjálfbærni þeirra betur. Jafnframt þarf að tryggja betur faglegan stuðning við sveitarfélögin þegar kemur að einstökum en mikilvægum verkefnum, s.s. innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og gerð loftslagsstefnu.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#5 Sigurpáll Ingibergsson - 27.05.2023

Umsögn með ábendingum og tillögum fylgir með í viðhengi. Hér eru tíu tillögur til efla sjálfbærni og ráðast gegn hamfarahlýnun.

• Efla almenningssamgöngur (4.3.4)

• Horft sé til ábyrgðar einstakra fyrirtækja og umhverfistjón þeirra metið og þau látin greiða skaðann. Sá borgi sem mengar (3.3.11)

• Setja neyðarlög, láta fyrirtækin gera neyðaráætlun um að draga úr kolefnislosun sem byggð verður á staðfestu loftslagsbókhaldi allra losunarsviða og eftirfylgni þar sem eftirlitsaðili frá stjórnvöldum myndi vikulega fylgjast með framgangi neyðaráætlunarinnar og ryðja burtu hindrunum. (3.3.11)

• Að tími olíu við bræðslu á uppsjávarfisk sé liðinn á Ísland (3.5.10)

• Að sjávarútvegur axli ábyrgð í kælimiðlum, f-gösum og plastúrgangi (3.5.10)

• Stjórnvöld velji faglega í alla starfsfhópa og stundi réttlát umskipti og nægjusemi (1.5)

• Stuðningur við lífræna- og sjálfbæra vottun (1.5)

• Hvalveiðum verði samstundis hætt (3.5.10)

• Allar nýbyggingar verði umhverfisvottaðar (3.3.7)

• Að stutt verði við hringrásarhagkerfið, líffræðilegan fjölbreytileika og nýsköpun (4.3.1)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Elín Hanna Pétursdóttir - 27.05.2023

Í viðhengi er að finna umsögn reikningsskilaráðs um drög að grænbók um sjálfbært Ísland.

Virðingarfyllst,

Reikningsskilaráð

Jóhanna Áskels Jónsdóttir

Elín Hanna Pétursdóttir

Unnar Friðrik Pálsson

Signý Magnúsdóttir

Sigurjón Guðbjörn Geirsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Íris Lind Sæmundsdóttir - 28.05.2023

Góðan dag

Hjálögð er umsögn OR og dótturfélaga, dags. 26. maí 2023.

Kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Erla Björgvinsdóttir - 29.05.2023

Meðlfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Hafdís Hanna Ægisdóttir - 29.05.2023

Í viðhengi er umsögn Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Ungir umhverfissinnar - 29.05.2023

Sjá umsögn Ungra umhverfissinna í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Ólafur Ögmundarson - 29.05.2023

Í viðhengi er að finna umsögn Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Ólafur Ögmundarson - 29.05.2023

Í viðhengi er að finna umsögn Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Landlæknir - 03.07.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Reykjavíkurborg - 03.07.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 UNICEF - 03.07.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Þroskahjálp - 03.07.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 ÖBÍ - 03.07.2023

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Barnaheill - 03.07.2023

Sjá viðhengi.

Viðhengi