Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.4.–3.5.2023

2

Í vinnslu

  • 4.5.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-83/2023

Birt: 19.4.2023

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingar á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, sem birt var í samráðsgátt 24. janúar sl. (mál nr. 18/2023).

Nánari upplýsingar

Þær breytingar sem gerðar eru taka tillit til atriða í umsögnum sem bárust og eru efnislega þess eðlis að talið er rétt að setja frumvarpið í samráðsgátt. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu frá því það fór í samráðgátt eru:

- Ákveðið var að færa málsmeðferðarákvæði vegna undanþága fram fyrir ákvæði um neyðartilvik, þ.e. 27. d varð 27. gr. e og öfugt.

- Heimild 28. gr. lögræðislaga til þvingaðrar lyfjameðferðar og annarrar þvingaðrar meðferðar eru felld brott og lögræðislögin hreinsuð af tilvísunum til þess ákvæðis. Þess í stað kom ný málsgrein í 27. gr. c frumvarpsins með sambærilegri heimild en þó þannig að skilyrt verði að ákvörðun byggist á viðurkenndum læknisfræðilegum sjónarmiðum og sé í þeim tilgangi að vernda líkamlegt eða andlegt atgervi sjúklings. Í breytingunni felst að þrengd er núgildandi heimild í lögræðislögum þannig að sett er skilyrði fyrir beitingu varðandi tilgang og sjónarmið að baki þvinguninni auk þess sem fara þarf með slíkar ákvarðanir eftir málsmeðferð frumvarpsins.

- Aðkoma sérfræðiteymis að ákvörðun um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar er breytt þannig að ekki verður skylt að fá fyrir fram samþykki teymisins. Þess í stað verður eftirlitshlutverk þess eflt með slíkum ákvörðunum. Að baki þessari breytingu búa einkum þau sjónarmið að með fyrir fram samþykki sérfræðiteymis væri í raun verið að færa ákvörðunarvald um beitingu nauðungar frá þeim læknum sem best þekkja til ástands sjúklings og til stjórnvalds sem ekki hefur komið að umönnum sjúklings. Enn fremur væri hætt við því að þunglamalegt ákvörðunarferli undanþága myndi ýta stofnunum frekar út í að nota neyðartilvikaákvæði frumvarpsins.

- Úrskurðarfresti var breytt í fjóra virka daga í stað fjögurra daga. Helsta ástæðan var sú að mikil kostnaðaraukning felst í því að þurfa ætíð að vera með fullmannaða úrskurðardeild á vakt alla frídaga ársins og talið var að þeim fjármunum væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu.

- Opnað á þann möguleika að aðstandendur einstaklinga sem beittir hafa verið nauðung geti tekið sæti í sérfræðiteyminu.

- Bætt hefur verið við hlutverk sérfræðiteymis til að efla eftirlit þess, sem mótvægi við að það þurfi ekki fyrir fram samþykki. Þannig hefur verið bætt við 27. gr. i eftirfarandi: Nýr 2. tölul. 3. mgr.: „Að sinna eftirliti með beitingu nauðungar á heilbrigðisstofnunum. Sérfræðiteymið getur í þeim tilgangi tekið við tilkynningum um mál frá sjúklingum, aðstandendum eða öðrum en ákveður sjálft hvort þær gefi tilefni til nánari skoðunar. Sérfræðiteymið getur jafnframt tekið mál upp að eigin frumkvæði. Leiði skoðun sérfræðiteymis í ljós að úrbóta sé þörf, svo sem varðandi verkferla, húsreglur, skráningar eða framkvæmd einstaka ákvarðana, sendir það heilbrigðisstofnun álit þar um með tillögum.“ Í 4. mgr.: „Þá á sérfræðiteymið frjálsan aðgang að öllum starfsstöðvum heilbrigðisstofnanna þar sem nauðung er beitt, í þeim tilgangi að sinna hlutverki sínu, og skulu starfsmenn láta því í té alla nauðsynlega aðstoð af því tilefni.“

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is