Samráð fyrirhugað 24.04.2023—18.05.2023
Til umsagnar 24.04.2023—18.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 18.05.2023
Niðurstöður birtar

Valkostir og greining á vindorku. Skýrsla starfshóps

Mál nr. 84/2023 Birt: 24.04.2023 Síðast uppfært: 10.05.2023
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Stöðumat og valkostir
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál
  • Orkumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (24.04.2023–18.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis,- orku,- og loftslagsráðuneytið kynnir stöðuskýrslu um hagnýtingu vindorku.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn var skipaður þeim Hilmari Gunnlaugssyni, sem var formaður hópsins, Björtu Ólafsdóttur, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrv. alþingismanni.

Í skýrslunni "Vindorka – valkostir og greining" er farið yfir núverandi umhverfi vindorku hérlendis og dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Ekki er um eiginlegar tillögur að ræða, heldur er í skýrslunni dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Að loknu víðtæku samráði um efni skýrslunnar, bæði í samráðsgátt stjórnvalda auk kynninga á fundum um landið, mun starfshópurinn á grundvelli niðurstaðna sinna og samráðs leggja fram tillögur um lagafrumvarp um málefnið.

Í skýrslunni eru rakin ýmis álitamál sem óskað er samráðs um. Á meðal helstu málefna má í dæmaskyni nefna eftirfarandi:

• Á vindorka áfram að heyra undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (Rammaáætlun) eða standa utan þeirra ?

• Þarf að setja sérstök viðmið um staðsetningu vindorkuvera, fjölda þeirra og stærð ?

• Þarf að setja skýrari reglur og viðmið þegar kemur að áhrifum á umhverfi og náttúru, ekki síst þegar kemur að mikilvægum fuglasvæðum og farleiðum fugla, auk áhrifa á búsetu og atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu ?

• Þarf að breyta þeim reglum sem gilda um skattlagningu orkuframleiðslu eins og vindorkunnar ?

• Þarf að setja reglur um forgangsröðun orkuöflunar í þágu loftslagsmarkmiða og loftslagsskuldbindinga ?

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Þórarinsson - 25.04.2023

Hvernig er gengið frá ábyrgðum sem lúta að frágangi á svæðinu sem vindmyllurnar eru á, þegar þær skemmast, ganga úr sér eða við gjaldþrot rekstraraðila.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hafsteinn Hafsteinsson - 26.04.2023

Bein tilvitnun í inngang hljóðar svona :

Markmiðin voru að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni

orku, þar sem litið yrði til áherslu um að slík orkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum

nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt yrði að tryggja afhendingaröryggi

og lágmarka umhverfisáhrif.

Sem sagt, vindmyllur MUNU KOMA, hvað sem tautar og raular og vinnan við skýrsluna er plagg til að leiða hjá sér alla umræðu, vafamál, varðandi réttmæti þeirra.

Skýrslan er óþörf, vindmyllur munu koma og allar mótbárur eru hunsaðar.

Afrita slóð á umsögn

#3 Hope Elísabet Millington - 26.04.2023

Do clearer rules and criteria need to be set when it comes to the impact on the environment and nature, not least when it comes to important bird areas and bird migration routes, as well as the impact on residences and industries such as tourism?

Sex ókostir við vindmyllur:

Það er ekki stöðugur orkugjafi.

Það framleiðir hávaðamengun.

Það veldur líka sjónmengun.

Fuglar hafa verið drepnir með því að fljúga inn í hverflablöð sem snúast.

Ferða- og viðhaldskostnaður hverfla eykst.

Það er tímafrekt.

Hvernig munu íslensk samfélög verða fyrir áhrifum af vindmyllum, hækkar ekki rafmagnskostnaður í sveitarfélögum á Íslandi og eru samfélög spurð hvort þau vilji vindmyllu í bakgarðinn sinn eða ekki....

Afrita slóð á umsögn

#4 Bjarni Valur Guðmundsson - 01.05.2023

Sæll ágæti viðtakandi.

Ég tel að vindmyllur hafi ekkert á elstu svæði landsins að gera þ.e. á Vestfirði og Austfirði, þar sem ein fallegasta náttúran er hérlendis og merkar jarðmyndanir eru. Eins er varhugavert að staðsetja þær á Vestfjörðum og Vesturlandi vegna hafarnarins sem er í útrýmingarhættu og heldur sig þar. Vindmyllur sem og vegslóðar þeim tengdir skilja eftir sig sár í landi og því er mikilvægt að staðsetja þær þar sem er ekkert annað en gras eða spillt svæði, t.d. víða á Suðurlandi.

Með virðingu,

Bjarni.

Afrita slóð á umsögn

#5 Gunnar Gunnarsson - 04.05.2023

Virkjun vindorku í stórum stíl tel ég að ætti ekki leyfa á Íslandi meðan við eigum svo margra annarra kosta völ. Hvergi hefur svo litið hlutfall aðgengilegrar vatnsorku verið virkjað sem hér!

Bendi á að ef ótrygg vindorka er leyfð sé hún staðsett vel tengd flutningskerfi og mannvirkjum sem eru þegar til staðar og öll mannvirki sýnileg. Semsagt ekki staðsett þannig að reynt sé að fela mannvirkin.Menn verða að þola þau áhrif sem gerð slíkra mannvirkja krefst.Ekki neinn feluleikur í lítt snortinni náttúru!

Takk,Gunnar Gunnarsson.

Afrita slóð á umsögn

#6 Peik Malmo Bjarnason - 14.05.2023

Það virðist vera nauðsinlegt að nýta vindorku til rafmagnsframleiðslu til þess að hafa næga orku á Íslandi í framtíðinni. Hinsvegar má sjá fyrir sér að það gæti orðið tímabundin ráðstöfun þar til önnur umhverfisvænni orkuöflun kemur til sögunnar. Kjarnasamruni verður til dæmis sennilega nothæfur til raforkuframleiðslu eftir um 50 ár. Þangað til þurfum við að finna upp á einhverju örðu, eins og til dæmis vindorku. En það eru líka enþá eftir miklir möguleikar í nýtingu jarðvarma. Sennilega þarf að nýta hvoru tveggja og svo gætu sólarrafhlöður einnig tikkað inn sem valkostur fyrir smánotendur þegar fram í sækir, en þær verða sífelt ódýrari.

Varðandi vindmillur þá er ákvörðunin um staðsetningu þeirra sennilega ein stærsta áskorunin. Helstu atriðin sem fólki er umhugað um þegar kemur að vindmillum eru sennilega ásýnd, fuglavernd og hávaði. Best væri ef hægt væri að finna þeim stað þar sem allir eru sáttir við þær.

Vindmillur geta stungið verulega í stúf við nágrenni sitt og það er sennilega það sem fer mest í taugarnar á fólki. Það þarf því að finna vindmillunum stað þar sem þær stinga lítið í stúf við umhverfið. Þá getur manni dottið í hug svæði þar sem fullt er af mannvirkjum hvort sem er, eins og til dæmis í kringum þéttbýli eða á þegar röskuðum svæðum eins og við virkjanir. Vindmillur eru há mannvirki og því erfitt að fela þær fyrir augsýn okkar.

Varðandi áhyggjur af fugladauða í kringum vindmillur þá eiga þær áhyggjur vissulega rétt á sér. Það er hinsvegar svo, samkvæmt stuttri rannsókn á netinu, að almennt drepast fuglar mun frekar útaf einhverju örðu en vindmillum. Helsta orsök dauðsfalla á fuglum af manna völdum eru heimilskettir og síðan árekstrar við allskonar mannvirki eins og háspennulínur, möstur og rúður í stórum og litlum byggingum. Árekstur fugla við ökutæki er líka mjög algengur og mun algengari en árekstur við vindmillur. Það er samt sem áður nauðsilegt að rannsaka hugsanleg áhrif vindmilla á fugla áður en þeim er fundin staður. Það getur til dæmis hagað þannig til að fuglar fljúgi nánast alltaf sömu leið á einhverju svæði og þá þarf að finna út úr því og forðast það að staðsetja vinmillur þar. Það er einnig hægt að beita tæknilegum lausnum við það að koma í veg fyrir dauða fugla við vindmillur. Tilraunir með svarta spaða hafa til dæmis gefið góða raun og varðandi fugla sem fljúga í mirkri (á kanski ekki við á Íslandi) þá má hugsa sér upplýstar vindmillur til að koma í veg fyrir að þeir fljúgi á þær. Einnig hafa tilraunir með sjálfvirkri vöktun á ferðalagi fugla og stöðvun vindmilla þegar þeir koma of nálægt gefið góða raun.

Varðandi hávaða frá vindmillum þá virðast ekki hafa verið gerðar neinar alvöru rannsóknir á því hvort hljóð frá vindmillum geti valdið einhverjum heilsufarsvandamálum. En mælingar sem gerðar hafa verið á hljóðstyrk benda til að það sé ekki mikil hávaði frá vindmillum og að þau hljóð sem þó koma frá þeim drukni í öðrum hljóðum, sem til dæmis vindurinn framkallar. Vindmilla sem er í 300 m fjarlægð framkallar minni hávaða en ísskápurinn í eldhúsinu.

Spurt er hvort vindorka eigi áfram að heyra undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (Rammaáætlun). Ef Rammaáætlun tekur á þeim atriðum sem að framan greinir þá ætti það að getað hentað að hafa vindorkuna þar inni. Rammaáætlun ætti að vera hægt að nota til að útiloka ákveðin svæði frá vindmillum og skipta síðan öðrum svæðum í biðflokk og nýtingarflokk. Við ákvörðun um hvort ákveðin svæði egi að vera í verndar-, bið- og nýtingarflokk er eðlilegt að nærumhverfið hafi eitthvað um það að segja. Samráð er til allara verka æskilegast ef hægt er að koma því við. Það hlítur að vera hægt að finna út úr því hvernig slíkt samráð á að fara fram. Sveitrfélögin gætu þar haft stóru hlutverki að gegna, en þau gætu þurft á aðstoð að halda, bæði fjárhagslega og þekkingarlega. Það er að segja að fá aðstoð frá sérfræðingum í því að finna ásættanlega niðurstöðu um staðsetningu vindmilla. Maður skildi ætla að slíka sérfræðiaðstoð sé hægt að fá innan vébanda Rammaáætlunar. Rammaáætlun sér annars um umhverfismat vegna framkvæmda sem eru með uppsett afl 10 MW eða meira. Eginlega ættu allar framkvæmdir í landinu að fara í umhverfismat, smáar sem stórar. Smáar framkvæmdir væru oftast fljótafgreiddar og framkvæmdir sem væru hannaðar rétt undir núverandi mörkum fyrir umhverfismat til þess að losna við það, færu þá líka í umhverfismat. Núverandi kerfi ýtir undir virkjunarframkvæmdir sem eru rétt undir 10 MW frekar en virkjunum sem smell passa miðað við aðstæður, sem er náttúrulega bara kjánalegt. Það getur jafnvel orðið til þess að virkjunarkostir sem gætu í raun gefið heldur meira en 10 MW eru hannaðir minni en hægt væri og ekki er það til að stuðla að góðri nýtingu á orkukostunum.

Það er síðan pólitísk spurning hvort það er eðlilegt að samfélagið í heild sinni (Ríkið) sjái um að greiða fyrir þær rannsóknir sem þarf að framkvæma eða hvort það eigi að vera á hendi þess aðila sem hefur hug á að setja upp vindmillurnar, eins og kveðið er á um í núverandi lögum. Sveitarfélögin væru sennilega ekki rétti aðilin til að sjá um þann kostnað þar sem þau eru svo misjöfn að burðum. Ef það væri á hendi ríkisins að greiða fyrir rannsóknirnar þá myndi sennilega skapast biðlisti aðila sem vildi láta kanna fyrir sig kosti og galla ýmissa virkjunarkosta. En það er kanski það sem þarf ef það liggur á að koma upp vindmillum fyrir orkuskiptin.

Það hafa verið skipaðir tveir starfshópar (2016 og 2019) til að endurskoða gjaldtöku vegna mannvirkja sem byggð eru til að framleiða og flytja raforku. Hvorugum hópðnum tókst að komast að sameginlegri niðurstöðu. Nú hefur ítrekað komið fram í almennri umræðu aukin krafa um að verðleggja umhverfisálag ýmissra framkvæmda. Það er því sjálfsagt að taka tillit til þess við uppbyggingu á gjaldtökukerfi vegna vindmilla.

Við uppbyggingu á gjaldtökukerfi vegna vindmilluvirkjana (og annarra virkjana) ætti að gæta þess að ekki bara nærumhverfið heldur einnig þjóðin öll njóti góðs af framkvæmdunum. Það mætti gera með gjaldtöku á virkjanir, nokkurskonar umhverfisgjaldi, sem líta mætti á sem bætur til okkar, íbúa þessa lands, vegna þess umhverfisálags sem virkjanirnar valda. Þá væri æskilegt að slíkt gjald endurspeglaði hversu mikil þau umhverfisáhrif eru. Síðan mætti hugsa sér að ákveðin hluti þessa gjalds rinni sérstaklega til nærumhverfisins sem verður fyrir mestum áhrifum af framkvæmdunum, til dæmis þess sveitarfélags sem virkjanirnar eru í.

Við ákvörðun umrædds umhverfisgjalds þyrfti reyndar að taka tillit til annara gjalda á orku í landinu til þess að markmið um orkuskipti náist. Það gæti jafnvel þurft að breita gjöldum á öðrum orkugjöfum. Það liggur til dæmis eginlega í augum uppi að nægjanlega hátt gjald á koltvísýringslosun orkumiðla ætti að draga úr notkun þeirra og stuðla að notkun umhverfisvænni orkugjafa. Hin ýmsu gjöld á orku þyrfti að stilla þannig af að það verði sem hagkvæmast fyrir notandan að nýta umhverfisvæna orku. Sú leið sem farin hefur verið undanfarið með sölu umhverfisvottorða fyrir orku snýr þessu á haus og hefur þau áhrif að umhverfisvæn orka verður dýrari. Það er vandséð hvernig það getur hvatt til frekari notkunar á umhverfisvænni orku.

Peik M Bjarnason

Afrita slóð á umsögn

#7 Ása Valdís Árnadóttir - 16.05.2023

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga (SO) hefur fjallað um skýrslu starfshóps sem ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála skipaði á sl. ári til að gera tillögur um nýtingu vindorku. Málefnið hefur einnig verið rætt á fundum samtakanna með aðildarsveitarfélögum SO, sem eru rúmlega 20 talsins. Einnig hafa SO átt gott samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga um málefnið og eftir því sem við á vísa SO einnig til umsagnar sambandsins um skýrsluna.

Í umsögn þessari hafa SO leitast við að setja fram afstöðu samtakanna til flestra þeirra álitaefna sem sett eru fram í skýrslu starfshópsins. Um þau svör vísast einkum til kafla um valkosti varðandi fyrirkomulag stjórnsýslu.

Samantekt um efni umsagnar

-Nærsamfélag orkuvinnslu á ekki og getur ekki fórnað sinni náttúru og auðlindum án þess að njóta sanngjarns ávinnings af orkuframleiðslunni. Undanþága frá fasteignamati fyrir virkjanir er tímaskekkja sem verður að afnema.

-Framtíðarsýn ætti að vera að ákvarðanir um skipulag og leyfisveitingar verði teknar á grundvelli skýrrar stefnu stjórnvalda, heildstæðu regluverki og skýrum leiðbeiningum sem tryggi samræmda og skilvirka framkvæmd og fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku.

-Við mótun stefnu um staðsetningu vindorkuvera verði ekki eingöngu horft til verndarhagsmuna út frá löggjöf um vernd landslags, náttúru og menningarminja heldur þarf vindorkunýting einnig að að vera í sátt við hið byggða umhverfi. Að slík starfsemi byggist einkum upp á röskuðum svæðum í grennd við iðnaðarsvæði er nálgun sem hugnast SO almennt vel en þörf er á frekari umræðu um hvort raunhæft er að einskorða þessa starfsemi við slík svæði.

-Skipulagsvaldið er hornsteinn sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Fela ætti sveitarstjórnum mun meira ákvörðunarvald um staðsetningu og umfang virkjana. Stjórnsýsla orkumála hér á landi er um margt frábrugðin því sem gildir í samanburðarlöndum og er á engan hátt sjálfgefið að rammaáætlun verði áfram í gildi.

-Takmarkanir á ákvörðunarvaldi sveitarstjórna þurfa að vera skýrt rökstuddar með tilliti til almannahagsmuna, þótt jafnframt þurfi að byggja inn í ferlið að hagsmunir nálægra sveitarfélaga og annarra atvinnugreina séu virtir og að markmið um vernd náttúru- og menningarminja séu tryggð.

-Settar eru fram ábendingar um mögulegar úrbætur á núverandi ferli rammaáætlunar. SO telur afar mikilvægt að kynning á fyrirhuguðum vindorkuverum fari fram áður en Orkustofnun vísar slíkum virkjanakostum til verkefnisstjórnar rammaáætlunar og jafnvel kæmi til álita að strax á því stigi geti sveitarstjórnir hafnað eða a.m.k. frestað því að einstakir virkjanakostir fari í formlegt ferli, t.d. ef sýnt þykir að þeir fari í bága við aðalskipulag sveitarfélagsins. Forsenda slíkrar málsmeðferðar er að gæði gagna sem fylgja virkjanakostum á frumstigi verði betri en nú er raunin.

Hér meðfylgjandi er umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga í heild sinni sem pdf.

Fyrir hönd stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Ása Valdís Árnadóttir, formaður stjórnar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Íris Lind Sæmundsdóttir - 16.05.2023

Góðan dag

Hjálögð er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar.

Góðar kveðjur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Magnús B Jóhannesson - 17.05.2023

Allt stefnir í að óeðlilega langur leyfisveitingatími endurnýjanlegrar raforku á Íslandi komi í veg fyrir að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum sem sett hafa verið. Bent hefur verið á að ef markmiðin náist ekki þá þurfi að greiða allt að 10 milljarða í sektir á hverju ári. Það munar um minna.

Ef vindorka verður felld undir rammaáætlun þá lengist leyfisveitinatími vindlunda umtalsvert, um mörg ár, sem minnkar enn meir líkurnar á að loftslagsmarkmiðin náist. Bent hefur verið á að rammaáætlun bæti litlu sem engu við önnur lög og reglugerðir sem eru í gildi um vindlundi, sem eru um 37 talsins (heimild: Vindorka, valkostir og greining. Apríl 2023). Hvers vegna þarf endurnýjanleg raforka, eina atvinnugreinin á Íslandi, að sæta tvöföldu leyfisveitingaferli sem gerir tímann sem það tekur að afla leyfa óeðlilega langan (allt að 16 til 23 ár)?

Þess utan, ef vindorka verður sett undir rammaáætlun með lagabreytingu og ákveðin svæði verða fyrir valinu en önnur ekki (því vind er að finna alls staðar á landinu) þá stendur eftir að leysa úr ákveðnum vanda:

1. Hvernig á að gæta hlutlægni og jafnræðis við úthlutun nýtingarleyfa á þessum völdu svæðum vindrammaáætlunar til úthlutunar á takmörkuðum gæðum til atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði?

2. Hvernig á að takmarka eignarrétt eins, en hygla öðrum vegna stjórnvaldsákvarðana til nýtingar vindorku í eignarlandi, sem eigandi hefði, eftir atvikum, ekki forgang að?

3. Ef ný vindrammaáætlun bannar vindlundi á ákveðnum svæðum má þá gera ráð fyrir að landeigendum og þróunaraðilum verði bættur skaðinn? Áttar almenningur sig á að áætlaðar tekjur sem einn slíkur vindlundur er að skapa nema um 120 til 180 milljörðum yfir líftíma vindlundarins. Ef 5 vindlundir verða bannaðir þá eru þetta samtals um 600 til 900 milljarðar. Er almenningur sáttur við að slíkar skaðabætur séu greiddar úr ríkissjóði?

4. Hvaða "ríku almannahagsmunir" eru fyrir því að fella vindorku undir rammaáætlun með tilheyrandi töfum á leyfisveitingum (allt að 16-23 ár), sektargreiðslum vegna loftslagskvóta (allt að 10 milljörðum á ári) og sektargreiðslum til landeigenda og virkjanaaðila (allt að 900 millörðum)? Hverjir eru þessir ríku almannahagsmunir?

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök atvinnulífsins - 17.05.2023

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um skýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku.

Bestu kveðjur.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samband íslenskra sveitarfélaga - 17.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um skýrslu starfshóps um vindorku.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Skipulagsstofnun - 17.05.2023

Hér kemur umsögn Skipulagsstofnunar um vindorkuskýrsluna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Iða Marsibil Jónsdóttir - 17.05.2023

Í viðhengi má finna umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 17.05.2023

Vinsamlega sjá umsögn Landverndar í viðhengi

kær kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Skagafjörður - 17.05.2023

Meðfylgjandi er bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá 17. maí 2023.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Húnabyggð - 17.05.2023

Húnabyggð tekur í öllum meginatriðum undir umsögn samtaka orkusveitarfélaga um skýrsluna “Vindorka valkostir og greining”, en vill undirstrika eftirfarandi áherslur sem settar eru fram í viðhengi.

Með góðum kveðjum,

Húnabyggð

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Stefanía Katrín Karlsdóttir - 17.05.2023

Sú skýrsla sem liggur fyrir í samráðsgátt fjallar nær eingöngu um lagaleg atriði, gjaldtöku og leyfisveitingaferli. Umsögn Samtaka Orkusveitarfélaga vegna sömu skýrslu er nær eingöngu að fjalla um tekjuskiptingu, skipulagsmál, leyfismál og stöðu sveitarfélaga í tengslum við orkunýtingu.

Til að „breið sátt ríki um uppbyggingu“ vindorku og tekið er tillit til „sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru“ þurfa stjórnvöld vinna og greina þætti sem snúa m.a. að eftirfarandi þáttum og skýra markvissa stefnu um þau atriði:

• Staðsetningu m.a. m.t.t. íbúa, ferðaþjónustu í nærsamfélagi og áfangastaða ferðamanna.

• Staðsetning m.a. m.t.t. votlendis, gróið land, aðkomu, efnisflutninga, jarðvinnu, þungaflutninga.

• Fjöldi vindmylla og hæð þeirra.

• Skilgreina nærsamfélag sem sátt á að ríkja um.

• Ásýnd, hver er ásættanleg ásýnd? Er það eins og háspennumöstur, eða vindmyllur eins og eru í Búrfellslundi eða hvað?

• Mengun; ljósmengun, ásýndarmengun, skuggaflökt, glampaáhrif, hljóðmengun, notkun á afísingarvökva, önnur efnanotkun, plastmengun.

• Áhrif vindorkuvera á flug.

• Dýralíf, fuglar, hreindýr.

• Veðurfar í mismunandi landshlutum. Lognið er þekkt víða um land.

• Hvað þýðir röskun á landi? Er nóg að vegslóði liggi um land og þá heitir það raskað land, sem mun verða dropi í hafi í samanburði við uppbyggingu á vindorkugarði.

• Almenna vegakerfið og þungaflutningar, hver á að bera kostnað við að lagfæra og nýbyggja vegi fyrir þessar framkvæmdir?

Einnig þarf að meta og greina m.a. eftirfarandi þætti:

• Orkan sem kemur frá vindmyllum, verður hún skilyrt orkuskiptum á Íslandi eða má bara stofna verksmiðju um rafdísel og selja erlendis þar sem mögulega hærra verð fæst?

• Jöfnunarorka, hvaðan kemur hún og hvernig?

• Endurnýjun á núverandi flutningskerfis, hvað er hægt að fækka vindorkuverum á móti þess að betrum bæta núverandi flutningskerfi?

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Múlaþing - 18.05.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings vísar í umsögn sinni til ítarlegrar umsagnar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem nú liggur í samráðsgáttinni og tekur undir þau atriði sem þar koma fram að öllu leyti. Ráðið bendir einnig á bókun sveitarstjórnar Múlaþings sem samþykkt var á fundi sveitastjórnar þann 11. janúar síðastliðinn:

Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem vakin er athygli á því að ekki liggur fyrir stefna sveitarfélagsins í vindorkumálum né heldur heildarstefna ríkisins.

Í gildandi ríkistjórnarsáttmála kemur eftirfarandi fram m.a.:

Sérstök lög verða sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera og áhersla verður lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif.

Sveitarstjórn Múlaþings bendir einnig á að í markmiðum Samtaka orkusveitarfélaga er eftirfarandi tilgreint:

Að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagsmunaaðilar við orkuvinnslu. Það eru eigandi auðlindarinnar, orkuframleiðandinn, orkukaupandinn, þjóðin og nærsamfélagið.

Í ljósi framangreinds telur sveitarstjórn Múlaþings ekki forsendur til að taka ákvarðanir um stórfellda nýtingu vindorku innan Múlaþings þegar stefnumótun ríkisins í málaflokknum liggur ekki fyrir. Mikilvægt er að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar

skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli. Ákveða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku og eða álagningar gjalda eigi að vera vegna slíkrar starfsemi, heimildir til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda íMúlaþing

grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira.

Sveitarstjórn telur því að þær grunnforsendur sem þurfi til mótunar stefnu fyrir sveitarfélagið liggi ekki fyrir og mun ekki samþykkja vindorkuver án slíkrar stefnumótunar ríkisins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Haraldur Þór Jónsson - 18.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Samtök ferðaþjónustunnar - 18.05.2023

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um skýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku.

Með góðum kveðjum

F.h SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Viðskiptaráð Íslands - 18.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Marta Rós Karlsdóttir - 18.05.2023

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn Orkustofnunar um skýrslu starfshóps um vindorku.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Jóhann Þór Magnússon - 18.05.2023

Umsögn Jóhanns Þórs Magnússonar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Landsnet hf. - 18.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Landsnets.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Sigurður Eyberg Jóhannesson - 18.05.2023

Sæl öll,

Meðfylgjandi er umsögn um þetta ágæta plagg.

bk

Sig.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Landsvirkjun - 24.05.2023

Umsögn Landsvirkjunar er meðfylgjandi.

Viðhengi