Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.4.–10.5.2023

2

Í vinnslu

  • 11.5.–28.6.2023

3

Samráði lokið

  • 29.6.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-86/2023

Birt: 25.4.2023

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför á grundvelli útlendingalaga

Niðurstöður

Ein umsögn barst um reglugerðardrögin frá Útlendingastofnun sem tekið var tillit til. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 19. júní 2023.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið hefur unnið drög að nýrri stofnreglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför sem leysa á af hólmi reglugerð nr. 961/2018 um ferða- og enduraðlögunarstyrki til útlendinga.

Nánari upplýsingar

[Athugasemd: Fyrir mistök voru eldri drög að reglugerð birt sem viðhengi í samráðsgátt þann 25. apríl. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt með birtingu nýjustu útgáfu af reglugerðardrögunum. Mismunurinn á milli eldri draga og nýrri liggur einkum í fjárhæðum í töflu 3. gr.]

Yfirvöld hafa um árabil greitt fyrir heimför með fjárhagsaðstoð til þess að styðja við sjálfviljuga heimför þeirra útlendinga sem fengið hafa synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Styrkirnir eru mikilvægt úrræði fyrir útlendinga í slíkri stöðu og geta nýst í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni við heimkomu. Ný reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför skapar aukinn fjárhagslegan hvata fyrir útlendinga til að hlíta endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið, enda telst viðkomandi vera hér í ólöglegri dvöl.

Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að ferða- og/eða enduraðlögunarstyrkir taki betur mið af framkvæmd nágrannaríkja og alþjóðlegu samstarfi sem Ísland er þátttakandi í, en einnig er lagt til að útlendingur, sem sækir um fjárhagsaðstoð áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar rennur út, geti hlotið viðbótarstyrk.

Þegar umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur fengið endanlega synjun umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun og eftir atvikum hjá kærunefnd útlendingamála ber viðkomandi að yfirgefa landið. Eiga viðkomandi útlendingar þannig ekki heima í verndarkerfinu og dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl. Farsælasta niðurstaðan í slíkri stöðu er að viðkomandi hverfi sjálfviljugur af landi brott. Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið. Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is