Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.4.–12.5.2023

2

Í vinnslu

  • 13.5.–9.7.2023

3

Samráði lokið

  • 10.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-89/2023

Birt: 28.4.2023

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að reglugerð um lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002

Niðurstöður

Alls bárust fjórar umsagnir um reglugerðardrögin. Við frágang reglugerðarinnar var höfð hliðsjón af framkomnum umsögnum. Reglugerð hefur verið birt í Stjórnartíðindum sem reglugerð nr. 707/2023.

Málsefni

Kynnt eru til umsagnar drög að reglugerð um lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 17/2023, um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, sem samþykkt voru á Alþingi 28. mars 2023, var nýrri málsgrein bætt við 8. gr. laganna þar sem kveðið er á um heimild ráðherra til að birta í reglugerð lista yfir þau störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi. Er í því sambandi við það miðað að þau störf sem um ræðir falli undir ÍSTARF21 sem er viðurkennt flokkunarkerfi byggt á alþjóðlegri starfaflokkun. Vinnumálastofnun er heimilt að veita tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli ákvæðisins vegna starfs sem krefst sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi og birt hefur verið í reglugerð að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Er þannig gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að birta í reglugerð lista yfir tiltekin störf sem við eiga hverju sinni og að Vinnumálastofnun meti í hverju tilviki fyrir sig hvort tiltekið starf sem sótt er um tímabundið atvinnuleyfi vegna falli þar undir með tilliti til verkefna og skyldna þess sem starfinu á að gegna. Gert er ráð fyrir að ráðherra skuli á að minnsta kosti tólf mánaða fresti óska eftir tillögum að breytingum á framangreindri reglugerð frá hlutaðeigandi stofnunum og hagsmunasamtökum. Er því gert ráð fyrir að mat á störfum sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi komi til endurskoðunar með reglulegum hætti, ekki síst í því skyni að tryggja megi að undir reglugerð falli aðeins þau störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi á hverjum tíma.

Birt eru drög að reglugerð til samræmis við framangreint. Í viðauka má sjá drög að lista yfir störf sem krefjast sérhæfðrar þekkingar sem tímabundinn skortur er á hér á landi og falla undir starfaflokkun ÍSTARF21.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is