Samráð fyrirhugað 03.05.2023—18.05.2023
Til umsagnar 03.05.2023—18.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 18.05.2023
Niðurstöður birtar

Reglugerð um um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja

Mál nr. 91/2023 Birt: 03.05.2023
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.05.2023–18.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Reglugerð um bókhaldslegan aðskilnað, kostnaðarbókhald og/eða eftirlit með gjaldskrá, og fjarskiptafyrirtæki eða fyrirtækjasamstæður sem reka almenn fjarskiptanet eða veita almenna fjarskiptaþjónustu.

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið drög að nýrri reglugerð um bókhald og kostnaðargreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja. Reglugerðinni er ætlað að vera til fyllingar 51. gr. laga nr. 70/2022 um fjarskipti um bókhaldslegan aðskilnað, kostnaðarbókhald og/eða eftirlit með gjaldskrá fjarskiptafyrirtækja, þegar Fjarskiptastofa hefur lagt á kvaðir um slíkt. Tilgangur bókhaldslegs og fjárhagslegs aðskilnaðar skv. fjarskiptalögum og reglugerðardrögum er að gera aðgengilegar upplýsingar sem eru betur sundurliðaðar en upplýsingar í almennum ársreikningum, að sýna afkomu einstakra rekstrareininga eins og þær væru reknar sem sérstök fyrirtæki, að koma í veg fyrir að fyrirtæki mismuni samkeppnisaðilum og að koma í veg fyrir óréttmætar niðurgreiðslur á milli rekstrareininga. Í reglugerðardrögum er m.a. kveðið á um hvaða fjarskiptafyrirtækjum ber að færa sérstakt og aðgreint rekstrarbókhald fyrir hluta starfsemi sinnar og uppgjörsreglur aðskilinna rekstrareininga; fjárhagslegan aðskilnað vegna einka- eða sérréttinda; auk reglna um kostnaðargreiningar í tengslum við eftirlit með gjaldskrá skv. 52. gr. laga nr. 70/2022.

Ákvæði um bókhaldslegan aðskilnað er eins og framan segir að finna í núgildandi 51. gr. laga nr. 70/2022 um fjarskipti, en sambærilegt ákvæði var að finna í 31. gr. eldri laga um fjarskipti nr. 81/2003. Reglugerðardrög munu fella úr gildi reglugerð nr. 564/2011 um sama efni sem sett var í gildistíð eldri laga.