Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–26.5.2023

2

Í vinnslu

  • 27.5.–10.8.2023

3

Samráði lokið

  • 11.8.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-92/2023

Birt: 4.5.2023

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands

Niðurstöður

Fimm umsagnir bárust. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 18. júlí 2023 með nokkrum breytingum sem reglugerð nr. 770/2023 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að gera breytingar á reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ).

Nánari upplýsingar

Áformaðar breytingar byggja á tillögum stjórnar stofnunarinnar, sbr. áskilnað í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, nr. 55/1992. Er þeim fyrst og fremst ætlað að auka skýrleika reglugerðarinnar og tryggja jafnræði og skilvirkni í meðferð bótamála hjá stofnuninni. Breytingarnar miða ekki að því að draga úr eða skerða bótarétt þeirra sem verða fyrir beinu tjóni í atburðum sem NTÍ vátryggir gegn frá því sem nú er, heldur er verið að reglufesta framkvæmd sem viðurkennd er og viðhöfð hefur verið í langan tíma.

Þrjár megináherslur hafa verið hafðar í huga. Í fyrsta lagi snúa breytingarnar að því að bæta skilgreiningu á því hversu mikil áhrif þurfa að verða af þeim atburðum sem teljast geta valdið tjóni á vátryggðum eignum. Í öðru lagi endurspegla þær þá staðreynd að reglugerðin er ígildi vátryggingaskilmála fyrir náttúruhamfaratrygginguna og var því talin ástæða til að skýra betur ákvörðun tjónabóta og afmörkun tjóns. Í þriðja lagi er ætlunin að tryggja jafnræði og samræmi á milli innheimtuaðila iðgjalda NTÍ þegar kemur að skilum iðgjalda til stofnunarinnar og stuðla að umbótum í afstemmingu iðgjalda og bættri yfirsýn NTÍ yfir innheimt iðgjöld.

Sjá nánar í greinargerð í fylgiskjali.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is