Samráð fyrirhugað 09.05.2023—23.05.2023
Til umsagnar 09.05.2023—23.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 23.05.2023
Niðurstöður birtar

Útlendingar

Mál nr. 94/2023 Birt: 09.05.2023
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (09.05.2023–23.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið hefur unnið drög að breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 hvað varðar skilgreiningu á hugtakinu sérstök tengsl.

Í 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 kemur fram að hafi umsækjandi um alþjóðlega vernd slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða að sérstakar aðstæður mæli með því skuli taka umsóknina til efnismeðferðar. Hugtökin „sérstakar ástæður“ og „sérstök tengsl“ hafa verið skilgreind í gildandi reglugerð um útlendinga, sbr. 32. gr. a og b. Með breytingu þessari er hugtakið „sérstök tengsl“ skilgreint með ítarlegri hætti en gildandi ákvæði 32. gr. b reglugerðarinnar gerir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ólöf Embla Eyjólfsdóttir - 23.05.2023

Meðfylgjandi er umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög dómsmálaráðuneytisins að breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 hvað varðar skilgreiningu á hugtakinu sérstök tengsl.

Viðhengi