Samráð fyrirhugað 11.05.2023—25.05.2023
Til umsagnar 11.05.2023—25.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 25.05.2023
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 471/2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða (þ.m.t. um hagsmunaárekstra, viðskiptahætti og áhættustýringu)

Mál nr. 96/2023 Birt: 11.05.2023
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (11.05.2023–25.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áformað er að breyta reglugerð nr. 471/2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1270.

Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1270 kveður á um breytingu á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/43/ESB að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþætti sem taka á tillit til í tengslum við verðbréfasjóði (UCITS).