Samráð fyrirhugað 12.05.2023—26.05.2023
Til umsagnar 12.05.2023—26.05.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 26.05.2023
Niðurstöður birtar

Áform um gerð samnings til fimm ára um kennslu og rannsóknir á háskólastigi

Mál nr. 97/2023 Birt: 12.05.2023
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Háskólastig

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.05.2023–26.05.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti kynnir áform um gerð samnings til fimm ára um kennslu og rannsóknir við Listaháskóla Íslands ses., með fyrirvara um samþykki fjármála- og efnahagsráðherra.

Listaháskóli Íslands hefur hlotið viðurkenningu á fræðasviðinu listir í undirflokkunum myndlist, leiklist og dans, tónlist, kvikmyndagerð, hönnun- og arkitektúr og listkennsla sbr. 3. gr. laga um háskóla nr. 63/2006.

Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti hyggst gera samning til fimm ára um kennslu og rannsóknir við Listaháskóla Íslands með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Samningurinn mun fjalla um námsframboð Listaháskóla Íslands og verður samningurinn gerður á grundvelli heimildar í 21. gr. laga um háskóla nr. 63/2006, sbr. 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn gildi frá undirritun samnings og að árlegt framlag til háskólans verði 1,7 ma. kr.

Athugasemdir við fyrirhugaða samningsgerð skulu hafa borist í Samráðsgátt stjórnvalda fyrir dagslok 26. maí 2023.